Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 42
ÞETTA ER NÁTTÚR- LEGA EINHVER SNJALLASTI MAÐUR SEM ÍSLAND HEFUR ALIÐ.Hamhleypan síkvika, Ómar Þorf innur Ragnarsson, varð 80 ára í gær og þegar honum er f lett upp í mynda- safni Fréttablaðsins má helst ætla að hann hafi verið á yfirsnúningi öll þessi ár. Slíkt er magn myndanna, tækifæranna og uppátækjanna þar sem hann birtist sem skemmti- kraftur, f lugmaður, fréttamaður, aktívisti, stjórnmálamaður og tón- listarmaður, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum báðir gamlir Holtarar og erum búnir að þekkjast frá því við vorum strákar og ólumst saman upp í Stórholti. Það er að vísu ald- ursmunur á okkur. Ein tíu ár, en ég man eftir honum frá því ég var smá- krakki sko og hef allar götur síðan þekkt hann. Og þetta er náttúrlega einhver snjallasti maður sem Ísland hefur alið,“ segir Gunnar V. Andrés- son, fréttaljósmyndari til áratuga. „Við Ómar höfum meira að segja spilað fótbolta saman og hann var mjög snar í snúningum þar og er bara eftirminnilegasti maður sem ég hef kynnst um dagana og það eru fáir sem komast með tærnar þar sem hann er með hælana í ýmsum myndum,“ heldur Gunnar áfram og eins og myndirnar einmitt bera með sér er þar engu logið. toti@frettabladid.is Einn snjallasti maður sem Ísland hefur alið „Hann er eftirminnilegasti maður sem ég hef kynnst um dagana,“ segir ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson sem hefur margoft myndað þjóðareignina Ómar Ragnarsson sem varð 80 ára í gær. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta,“ sagði Ómar skömmu eftir að hann losnaði úr haldi eftir að hafa handtekið í Gálgahrauni í október 2013. Gunnar hitti Ómar fyrir pollrólegan á milli ákafra öskumælinga yfir eldgosinu í Grímsvötnum vorið 2011. Sumarið 2016 vakti Ómar, umhverfisverndarsinninn óþreytandi, athygli á ódýrum ferðamáta á og hjólaði til Akureyrar á vespu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ómar mættur í Harmageddon að segja frá hjólatúrnum til Akureyrar á vespunni. Gunnar rakst á Ómar á Örkinni við Kárahnjúka. „Hann hefur verið mjög lifandi mótmælandi hann Ómar í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur,“ segir Gunnar um hamhleypuna Ómar. 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.