Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 48
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Kolbeins Marteinssonar BAKÞANKAR Verslun í Kringlunni NÓA TRÍTLAR VEGAN - 150 G 249 KR/STK 1660 KR/KG Fyrir svanga ferðalanga Gríski guðinn Narsissus þótti afar fallegur. Eins og jafnan gerist hjá þannig fólki þá vissi hann vel af því. Hann var jafnframt svo hugfanginn af fegurð sinni að hann eyddi öllum stundum við stöðuvatn þar sem hann gat horft á spegilmynd sína. Gríska goðsögnin afrekaði líka það að við hana er kennt hugtakið (og reyndar persónuleikarösk- unin) narsissismi. Móðir mín þóttist sjá einkenni narsissisma hjá undirrituðum en samkvæmt ýktri og bjagaðri frásögn hennar gekk ég, tveggja ára gamall, á opna hurð, því mér varð svo star- sýnt á spegilmynd mína í stórum spegli. Til að toppa söguna endaði hún auðvitað þannig að ég hljóp hágrátandi að speglinum til að horfa á sjálfan mig gráta. Mömmu fannst og finnst enn þetta mjög fyndin saga. Eina ástæðan fyrir því að ég þori að opinbera hana hér, og um leið eigin hégóma, er einfaldlega sú að nær allir vinir mínir og ættingjar hafa heyrt hana frá áðurnefndri móður minni. Mér til varnar kemur í ljós að öll börn gera þetta. Augnablikið sem við áttum okkur á því, sem smá- börn, að andlitið í spegilmyndinni erum við sjálf felur í sér ósvikið bros og gleði. Enda er engin ástæða til að skammast sín fyrir að hafa gaman af að glápa á ásjónu sína. Ef við skoðum Instagram-síður hjá ungu fólki má sjá að þessi til- hneiging til narsissima er síður en svo á undanhaldi. Það er undan- tekning ef allar myndir þarna eru ekki af viðkomandi og sjálfurnar helst bæði fótósjoppaðar og vel stílíseraðar. Ég hreinlega dáist að þessu unga fólki fyrir djörfung og dug, sem reynir ekki einu sinni að fela narsissistann sem býr í okkur öllum, heldur fagnar honum og hampar. Elskum okkur sjálf, að eilífu amen. Spegillinn B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . Auðvelt að versla á byko.is 20% AFSLÁTTUR Tilboð Öll Kópal & Gjöco innimálning 25% 20- AFSLÁTTUR Tilboð Allar háþrýstidælur Grohe sturtu-, bað - og handlaugartæki 20% • Loftpressur 20% Járnhillur 20% • Öryggisskór 20% • CAT ullarnærföt og vinnusokkar 20% • Dovre merinoullarnærföt 20% • OS Iceland kuldagallar 20% Bosch og Einhell iðnaðarryksugur 20-30% • Bosch og Einhell málningar- sprautur 20% • Geymslubox 20% • Ruslafötur og flokkunartunnur 20% Baðinnréttingar 25% • Utanhússklæðningar 30% • Ljósaskermar 20% Grillfylgihlutir 30% og ýmsar valdar vörur á afslætti 30% 20- AFSLÁTTUR Tilboð Af öllum verkfæra- boxum, töskum og skápum Nýtt blað Framkvæmda- tilboð Sjáðu öll tilboðin á byko.is 30% AFSLÁTTUR Tilboð Allar þakrennur 20% AFSLÁTTUR Tilboð Allar ljósaperur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.