Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 38
SÁ SEM GEFUR SÉR NÆÐI OG TÍMA TIL AÐ UPPLIFA SÝNINGUNA OG HUGSA UM HANA KEMUR VARLA SAMUR MAÐUR ÚT. MYNDLIST Sýning Hrafnkels Sigurðssonar í Ásmundarsal Ásmundarsalur 5. september til 18. október Spáð í skýin Hrafnkell opnar nýja sýn með verkum sínum, segir myndlistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Jón Proppé, um sýninguna. MYND/HRAFNKELL SIGURÐSSON Í lok ágúst var opnuð sýning í BERG Contemporar y, galleríinu við Klapparstíg, sem stóð aðeins eina helgi. Raunar voru þrjú gallerí að baki sýningunni því þarna mátti líka sjá framlag frá Gallerí i8 og Hverfisgalleríi. Sýningin átti sér svo systurviðburði í helstu galleríum höfuðborga hinna Norðurlandanna sem sýndu öll verk eftir konur sem standa framarlega á sviði samtíma- listarinnar. Saman mynduðu sýn- ingarnar myndlistarmessuna Chart 2002, en frá árinu 2013 hefur hún verið haldin í Kaupmannahöfn og er einn helsti viðburður ársins fyrir áhugafólk um nýja norræna mynd- list. Síðasta haust komu 24.500 gestir á hátíðina – þar af um 10.000 erlendir gestir frá 35 löndum. Í vor var orðið ljóst að ekki yrði hægt að halda slíkan viðburð í Kaupmanna- höfn í skugga heimsfaraldurs og var því brugðið á það ráð að dreifa honum á samstarfsaðila í höfuð- borgunum fimm. Svona reynir fólk að halda menningarlífinu gangandi á kóvid-tímum. Við höfum öll fundið fyrir áhrif- unum af þessum faraldri, kannski dýpri áhrifum en við höfum enn áttað okkur á. Fólk um allan heim hefur þurft að finna nýja nálgun við lífið, hvort sem lýtur að vinnu eða daglegu lífi, fjölskyldu, vinum og umhverfinu eða reglu og takti hversdagslífsins. Umfram allt höfum við haft tíma til að hugsa, hver eftir sínu geðslagi og áhuga- efnum. Við erum líka farin að taka öðruvísi eftir umhverfi okkar og veitum hlutum athygli sem verða oft á vegi okkar en við höfum varla leitt hugann að áður. Mörg látum við hugann reika eða prófum að hugsa ekki um neitt eða bara liggj- um í grasinu og horfum á skýin. Skýjafarið er eins og barómet á umhverfi okkar og líf. Til að skilja eigið líf, tilfinningar og hugsun er margt vitlausara en að spá í skýin. Teygt á augnablikinu Sýning Hrafnkels Sigurðssonar í Ásmundarsal er eins og hún hafi verið gerð fyrir einmitt þetta augnablik í sameiginlegri reynslu- sögu okkar þótt hann hafi unnið að hugmyndinni árum saman. Af for- spá sinni færir hann okkur vídeó- verk sem sýna á nokkrum stórum skermum myndir af skýjum sem hreyfast svo hægt að við sjáum þau ekki breytast nema við störum á þau af meiri einbeitingu og lengur en við viðhöfum alla jafna við verk á sýningum. Skermarnir hanga hátt uppi í salnum og fljóta sumir í loftinu yfir áhorfendum eins og ský eiga að gera. Það kemur því örlítið á óvart að titill sýningarinnar vísi ekki í ský og að texti Andra Snæs Magnasonar fjalli um loftslagshlýnun. Yfirskrift sýningarinnar er „Fæðing guð- anna“ á íslensku en „Freeze Frame“ á ensku. Þetta eru ekki myndir af skýjum, eins og Hrafnkell lýsir sjálf- ur í viðtali: „Ég vann ís skúlptúra í sam vinnu við náttúru öflin uppi á Skála felli. Ég lagði til grindina og náttúran sá um að hlaða ís á grind- urnar og úr urðu ó vænt form sem ég myndaði og kvik myndaði yfir langt tíma bil.“ Náttúran speglar hið stóra og hið smáa og ísmyndanir á grind eru bara hin hliðin á skýja- peningnum. Með því að hægja á myndunum hefur listamanninum tekist að teygja á augnablikinu. Myndirnar sem virðast svo hverf- ular þegar við liggjum í grasinu og horfum upp á skýin opnast núna eins bók. Þar sem við sáum rétt titilinn á kilinum áður en myndin hvarf sjáum við núna heilan heim af ævintýrum og efni til íhugunar. Ný sýn á allt Þeim sem fylgst hafa með sýningum Hrafnkels kemur þetta kraftaverk ekki á óvart. Trekk í trekk hefur hann leikið þennan leik, að finna eitthvað sem er svo hversdagslegt að við leiðum varla að því hugann fyrr en hann birtir það okkur í myndum sinum og opnar okkur með því nýja sýn á allt í heiminum. Hann hefur töfrað fram óendalega og merking- arþrungna fegurð úr sorpi, síðum skipa í slippnum, rennibraut við sundlaug, slorblautum sjógöllum, snjóruðningi á bílastæðum og jafnvel bóluplasti. Svo ólík sem viðfangsefnin eru mynda þau eitt heildstæðasta höfundaverkið í íslenskri samtímalist. Sýningin er ákaf lega vönduð og verkin þaulhugsuð og unnin af þolinmæði eins og allt sem Hrafn- kell Sigurðsson lætur frá sér. Jón Proppé NIÐURSTAÐA: Sá sem gefur sér næði og tíma til að upplifa sýninguna og hugsa um hana kemur varla samur maður út og það er ekki vegna þess að verkið sé svo flókið eða margbrotið heldur einmitt fyrir hvað það er einfalt og fágað. 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING BÆKUR Tengdadóttirin – Á krossgötum Guðrún frá Lundi Útgefandi: Forlagið Fjöldi síðna: 476 Tengdadóttirin eftir Guð- rúnu frá Lundi kom fyrst út í þremur bindum á árunum 1952-54 og naut mikilla vin- sælda meðal hins dygga lesenda hóps höf u nda r. Lesendur hafa aldrei yfir- gefið Guðrúnu, vinsældir bóka hennar á bókasöfnum landsins bera glöggan vott um það. Nú geta nýjar kynslóðir lesið fyrsta bindi Tengda- dótturinnar sér til ánægju. Sagan segir frá Þorgeiri Þorgeirs- syni, ungum sjómanni, sem hræðist fátt meir en fátækt og kvongast til fjár og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Eins og búast má við verð- ur hvorugt hjónabandið h a m i n g j u - r ík t . Sonur Þorgeirs vex upp og verður á s t f a n g i n n en faðir hans ætlar honum að k vongast vel. Þetta fyrsta bindi Tengda- dótturinnar er m a n n m a r g t . Þar eru áber- andi persónur með alls kyns erfiða galla sem þær reyna lítt að hemja. Margar þeirra eru áberandi geðvondar. Ólund og fýluköst koma mjög við sögu í þessari bók og fólk er æði iðið við að hreyta ónotum hvert í annað. Við þetta bætist að nokkrar persónur eru slúður- berar af verstu sort og hreinlega njóta þess að eitra út frá sér. Þannig verður andrúmsloft sögunnar oft þrúgandi. Guðrún er góð sögukona en per- sónusköpun hefði mátt vera mun skarpari. Af hinum mörgu söguper- sónum er fyrri eiginkona Þorgeirs, Ástríður, sú sem dregin er einna skýrustum dráttum. Höfundur leggur mikið upp úr lýsingum á því hversu sérvitur og ógirnileg hún er. Fyrir vikið verður hún eftirminni- legasta persóna bókarinnar og þegar hún hverfur á braut er hennar óneitanlega saknað. Þorgeir sjálfur verður ekki nægi- leg skýr persóna, dýpt skortir sár- lega í persónusköpun hans. Pen- ingar og áhrif skipta hann öllu máli, hann er laus við hlýju og hefur ekki samúð með öðrum. Slík persóna ætti sannarlega að geta orðið eftir- minnileg en höfundi tekst ekki að gera Þorgeir að persónu af holdi og blóði. Fyrir vikið skapast ákveðin fjarlægð milli þessarar aðalpersónu og lesandans. Áin Busla er nánast eins og auka- persóna í sögunni og lætur reglu- lega í sér heyra þegar válegir atburð- ir eru í aðsigi, en þeir eru allnokkrir. Tengdadóttirin stenst ekki sam- anburð við Dalalíf, en enginn getur haft það af Guðrúnu að hún kann að skemmta lesendum. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Guðrún kann að skemmta lesendum sínum en persónu- sköpun hefði mátt vera mun skarpari. Ólund og fýluköst VIÐ ÞETTA BÆTIST AÐ NOKKRAR PERSÓNUR ERU SLÚÐURBERAR AF VERSTU SORT OG HREINLEGA NJÓTA ÞESS AÐ EITRA ÚT FRÁ SÉR. Sigurbjörn Helgason kemur sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands og mun í þrjá mánuði smíða fugla, stóra sem smáa, á meðan á dvöl hans stendur. Fuglarnir eru unnir úr ýmiss konar efniviði, sem er oftast nær fundinn eins og hreindýrshorn, reyniviðardrumbar úr garðinum eða rekaviðarbútar. Hver fugl hefur sinn sérstaka karakter sem mótast af efninu. Gestavinnustofa fyrir hönnuði hefur verið starfrækt í Hönnunar- safninu í tvö ár, en hver hönnuður dvelur í þrjá mánuði í senn. Gestir geta fylgst með og spjallað við hönnuðinn sem sýnir afrakstur vinnu sinnar og selur gripi. Sigurbjörn verður í vinnustof- unni í dag, fimmtudag, frá 12.00- 17.00 Fuglasmiður í vinnustofu Ugla úr smiðju Sigurbjörns en hann verður í Hönnunarsafninu í dag. Bragi Ólafsson rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Flest skáldverk Braga Ólafs-sonar eiga það sameiginlegt að gerast á kunnuglegum slóðum í Reykjavík. Lesendum er boðið í göngu í kvöld, fimmtudaginn 17. september kl. 20.00, sem hefst við Loftskeytastöðina, Brynjólfsgötu 5. Í þessari göngu, sem ber heitið taflmenn – sögumenn – misindis- menn verður fetað í fótspor ýmissa persóna úr bókum Braga. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur og Guðrún Lára Pétursdóttir bók- menntafræðingur ganga með gest- um um söguslóðir í Vesturbænum og staldra við hús, glugga, götur og undirgöng sem leika mikilvægt hlutverk í skáldsögum, smásögum og ljóðum. Á slóðum Braga Harpa Dögg Kjartansdóttir sýnir verk sín í SÍM-salnum, Hafnarstræti. Sýningin, sem nefnist Myndmál, stendur til 23. september. Á sýningunni eru skúlptúrar og myndverk sem unnin eru með blandaðri tækni. Í verkum sínum notast Harpa við fundið efni sem er sett saman á óvæntan hátt. Myndmál Hörpu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.