Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Tískuvöruverslunin MOMO var opnuð í Nóatúni 17 í mars 2019 og er í eigu mæðgnanna
Ingu Hrannar Ásgeirsdóttur og
Sigríðar Ingvadóttur. Þar er boðið
upp á fallegan fatnað fyrir allar
konur og mikil áhersla lögð á góða
og persónulega þjónustu. Versl
unin hefur þróast með tímanum
og sífellt er verið að prófa nýja
hluti og vörur, en í haust eru tvö ný
merki í boði hjá MOMO sem hafa
ólíkar áherslur.
„Við mamma eigum þetta
saman, en við stofnuðum verslun
árið 2014 og keyptum svo MOMO
nafnið árið 2016,“ segir Inga Hrönn
Ásgeirsdóttir, önnur eigenda
MOMO. „Síðan þá höfum við verið
að skipta um áherslur og gera þetta
meira að okkar. Við erum nú nær
eingöngu með danskan fatnað, þar
sem við höfum verið hrifnastar af
honum.
Hjá okkur er boðið upp á góða
þjónustu og létt andrúmsloft og
konum finnst þær velkomnar hér
og hafa gaman af því að koma. Við
finnum það. Ég legg líka rosa mikla
áherslu á að gefa hverjum kúnna
nægan tíma,“ segir Inga. „Við erum
með fullt af fastakúnnum í gegn
um netið sem hringja reglulega
og við gefum okkur tíma í spjall
og mátum fyrir þær í gegnum
símann. Svo koma þær í heimsókn
til okkar þegar þær eru í bænum
þó að þær séu ekkert endilega að
versla, bara til að hitta okkur. Það
er gaman að mynda þessi tengsl út
á landsbyggðina þó að við séum
staðsettar í Reykjavík.“
Bjóða tvö ný merki
„Haustlínan er alltaf uppáhalds
línan okkar. Við finnum það á
hverju einasta hausti að við eigum
erfitt með að hemja okkur í inn
kaupunum, enda eru þetta föt sem
eru notuð stærstan hluta ársins,“
segir Inga. „Það er alltaf gaman
að kaupa fallega sumarkjóla, en
maður getur kannski nýtt þá tvo
daga á ári. Haustið er þessi milli
vegur sem hentar okkur á Íslandi.
Þetta eru ágætlega létt föt með
mikið notagildi og svo eru haust
litirnir f lottastir, þá sjáum við
þessa fallegu jarðliti. Þess vegna
finnst mér þetta langskemmti
legasta línan.
Í haust fórum við í smá endur
skipulagningu og fórum á fullt í að
prófa ný merki sem eru að koma
inn hjá okkur þetta haustið. Við
erum til dæmis með eitt sem við
erum alveg heillaðar af, sem heitir
KARMAMIA,“ segir Inga. „Það er
pínu lúxusmerki og aðeins dýrara
en það sem við erum þekktar
fyrir, en gæðin eru eftir því. Maður
finnur það bæði þegar maður
snertir efnið og sér hönnunina,
hún er alveg á æðra stigi.
Í vikunni fengum við líka fyrstu
sendinguna af öðru nýju merki
sem heitir I Say. Við erum eina
búðin sem býður upp á þetta
merki í Reykjavík og það er í
ódýrari kantinum, en býður samt
upp á þessi dönsku gæði, hönnun
og stærðir,“ segir Inga. „Ég mætti
til dæmis snemma í vinnuna í
morgun til að fara að taka upp og
skoða þessar nýju vörur, þær eru
svo spennandi.“
Alltaf að prófa nýja hluti
„Haustlínan okkar er fjölbreytt
og með nýju merkjunum sem við
bjóðum upp á erum við að breikka
markhópinn okkar og getum
þar af leiðandi stækkað vöru
úrvalið samhliða því,“ segir Inga.
„Markhópurinn okkar eru allt frá
fermingarstelpum upp í langömm
ur. Við seljum klassíska hversdags
tísku sem er mjög ráðandi hér á
landi. Við á Íslandi förum ekki
mikið út fyrir þægindarammann
í tískunni. Það er klassíkin sem er
ráðandi og við leggjum áherslu á
hana.
En um leið erum við alltaf að
prófa ný merki og fikta okkur áfram
til að halda búðinni lifandi og halda
okkur á tánum svo við stöðnum
ekki. Við erum ófeimnar við að
skipta út vörumerkjum og taka inn
og prófa nýja hluti,“ segir Inga.
Alltaf hægt að finna rétta flík
„Stundum erum við það spenntar
fyrir nýjum sendingum að við
erum að taka úr kössunum inni í
búðinni, sem gefur búðinni mikið
líf og er hluti af ástæðunni fyrir því
að það er gaman að koma til okkar.
Stundum steypa kúnnarnir sér
ofan í kassana og við höfum oft selt
upp vörurnar áður en við náðum
að setja þær upp, því þetta seldist
beint úr kassanum. Þannig að það
er oft fjör hjá okkur,“ segir Inga. „Í
kvöld tökum við líka á móti stórri
bókhaldsskrifstofu og erum með
Inga segir að það sé oft mikið líf og fjör í versluninni og hún finni að konur hafi greinilega gaman af því að heim-
sækja hana, enda koma fastakúnnar stundum til að spjalla, en ekki bara til að versla. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Inga segir að
haustlínurnar
séu alltaf í
uppáhaldi hjá
henni og hún
hefur gaman
af jarðlitunum
sem eru áber-
andi á þessum
tíma árs.
Inga segir að það sé alltaf erfitt að
hemja sig í innkaupunum á haustin,
enda séu haustföt yfirleitt föt sem
eru notuð mest allt árið hér á landi.
MOMO leggur áherslu á klassíska hversdagstísku, sem er vinsæl á Íslandi.
Að sjálfsögðu er hugað að sótt-
varnareglum hjá MOMO og þar er
hægt að fá flottar andlitsgrímur.
Inga hefur mikla trú á framboðinu hjá MOMO og segist
viss um að þar geti allar konur fundið sér flík við hæfi.
Framhald af forsíðu ➛
séropnun fyrir hana með alls kyns
veitingum og skemmtilegheitum.
Þetta er rosalega gaman og það
hefur verið mikil aukning á svona
uppákomum hjá okkur.
Við erum bara við og við erum
með ágætan húmor, tökum lífinu
ekki of alvarlega og erum hrein
skilnar og heiðarlegar. Við seljum
fólki ekki f líkur sem eru ekki að
virka fyrir viðkomandi og við
finnum að konurnar sem koma til
okkar kunna að meta þetta,“ segir
Inga. „Þetta skiptir líka öllu máli,
það gengur ekkert að senda konu
heim með flík sem hentar henni
ekki, þá kemur hún aldrei aftur.
Ég hef það mikla trú á framboðinu
okkar að ég er sannfærð um að það
sé alltaf hægt að finna réttu flíkina
hjá okkur, ef ein virkar ekki þarf
bara að prófa aðra.“
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu MOMO, www.momo.is.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R