Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 17
Ég er ekki faraldsfræðingur og hef heldur engar lausnir varðandi efnahagsleg áhrif veirunnar. Tilefni þessara skrifa er að í umræðu síðustu daga um aðgerðir á landamærum Íslands vegna COVID-19 kom fram að lífið gangi nú að mestu sinn vanagang í Boston á austurströnd Bandaríkjanna. Ég hef enga reynslu af því að búa í Boston en ég hef reynslu af því að búa í annarri borg á austurströnd Bandaríkjanna á tímum COVID-19, sem valdið hefur dauða tæplega 200.000 Bandaríkja- manna. Ég og fjölskylda mín búum í Silver Spring í Montgomery-sýslu í Maryland, sem er í næsta nágrenni við Washington DC. Hér hefur margt verið gert til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19. Almennir skólar hafa verið lokaðir frá því 16. mars og verða lokaðir áfram a.m.k. þar til í janúar 2021. Þetta er gríðarleg frelsis- skerðing fyrir börnin og hefur áhrif á möguleika margra foreldra til að stunda vinnu. Það er ekki í boði að borða inni á veitingastöðum. Kvik- myndahús, bingó og önnur afþreying innanhúss er lokuð en líkamsræktar- stöðvar geta nú hleypt inn takmörk- uðum fjölda gesta – 1 á hverja 20 fer- metra og eru þeir þá með grímur við æfingar. Það er reyndar ólöglegt að vera án grímu utan heimilisins nema utandyra þar sem hægt er að halda 2 metra fjarlægð við annað fólk eða þegar því er ekki viðkomið innan- húss eins og hjá tannlækni. Við hjónin vorum heima mán- uðum saman en fáum nú takmark- aðan tíma á vinnustaðnum til að sinna tilraunavinnu og skiptumst þá á við annað starfsfólk. Skrifstofufólk á okkar vinnustöðum hefur unnið heima frá því um miðjan mars og svo verður áfram ótímabundið. Við munum seint kalla þetta vanagang á lífinu. Montgomery-sýsla telur rétt rúm- lega 1 milljón íbúa, sem sé tæplega 3 sinnum íbúafjöldi Íslands. Alls eru 20.766 staðfest tilfelli af COVID-19 í sýslunni frá 17. mars og af þeim hafa 789 manns látist (3,8%). Fólk sem var einhverjum kært. 12,6% jákvæðra hafa verið 70 ára og eldri og í þeim hópi er dánarhlutfallið 22,4%. Aðgerðirnar hafa klárlega skilað árangri en þrátt fyrir alla þessa röskun á daglegu lífi er meðal- tal smita fyrir júlí og ágúst, eftir að náðist að fletja hæsta kúfinn, um 81 smit á dag. Dánarhlutfallið er lægra en í vor en það er samt sem áður 1,7%. Það þýðir að við höfum enn ekki náð að klára fyrstu bylgju faraldursins. Nýjustu tölur sýna að í gær greind- ust 140 ný tilfelli í sýslunni (myndi samsvara 48 miðað við höfðatölu á Íslandi), 62 eru á spítala vegna sjúk- dómsins þar af 19 á gjörgæslu og 2 létust. Allan þennan tíma, í 26 vikur samf leytt, hafa nýgreind tilfelli aðeins 4 sinnum verið færri en 50 á sólarhring. Það mun svo koma í ljós hvað gerist ef slakað verður á sótt- vörnum of snemma. Lífið og COVID-19 í Montgomery-sýslu í Maryland Björg Guð- mundsdóttir sameinda­ líffræðingur Árangur af tvöföldu skimuninni á landamærum Íslands er ótvíræður. Það er ljóst að Montgomery-sýsla er ekki eyja og það gengur ekki að láta alla sem koma inn í sýsluna fara í próf, í sóttkví í 5 daga og fara svo aftur í próf. Það er ekkert annað í boði en að íbúar sýslunnar fari áfram eftir þessum stífu reglum og það gengur misvel. Einstaklingar í áhættuhóp- um lokast æ meira af eftir því sem f leiri haga sér eins og faraldurinn sé yfirstaðinn. Sumir kjósa sem sé að vera partur af vandanum en ekki lausninni. Snör og vel ígrunduð við- brögð íslenskra sérfræðinga og yfir- valda og það frelsi sem aðgerðirnar á landamærunum hafa leitt til, standa okkur ekki til boða. Leiðið kannski hugann til okkar í Montgomery-sýslu ef þið getið farið á tónleika (eða getið haldið tónleika), næst þegar þið setj- ist inn á veitingastað, eða það sem mikilvægast er, næst þegar barnið ykkar kemst í skólann og þið farið til vinnu. Mynduð þið vilja skipta? Snör og vel ígrunduð við- brögð íslenskra sérfræðinga og yfirvalda og það frelsi sem aðgerðirnar á landa- mærunum hafa leitt til, standa okkur ekki til boða. Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Espressó-kaffivél, EQ.6 Fullt verð: 219.900 kr. Afmælisverð: TE 651319RW 169.900 kr. Glæsileg vél sem útbýr tvo kaffibolla í einu með einum hnappi. Hraðvirk upphitun. Hljóðlát kaffikvörn úr keramík. Snertiskjár með myndum. Þrýstingur: 15 bör. Hreinsar mjólkurkerfi með gufu eftir hverja notkun. Kælir: 213 lítrar. Frystir: 94 lítrar. „hyperFresh“-skúffa sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Kæli- og frystiskápar, iQ300 Fullt verð: 129.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr. Afmælisverð (stál, kámfrítt): Afmælisverð (hvítur): KG 36VVI32 KG 36VUW20 99.900 kr. 117.900 kr. Bow Vegglampar Fullt verð: 10.500 kr. Afmælisverð: 60801-01/15 8.500 kr. Ryksuga, iQ300 Fullt verð: 22.900 kr. Afmælisverð: VSC 3A210A 17.900 kr. Hljóð: 79 dB. Skilar hámarks- afköstum með lágmarks-orkunotkun. Vinnuradíus: 10 metrar. Afmælisverð: Uppþvottavél, iQ300 Fullt verð: 129.900 kr. SN 436S01NS 99.900 kr. 14 manna. Sex kerfi, þar á meðal hraðkerfi á 65° C (klukkustund). Þrjú sérkerfi, meðal annars tímastytting og kraftþvottur á neðri grind. Hljóð: 44 dB. Hnífaparaskúffa. „aquaStop“-flæðivörn. Orkuflokkur Blandari Fullt verð: 29.900 kr. Afmælisverð: MMB 66G5M 23.900 kr. 900 W. „ThermoSafe“ gler sem þolir heita og kalda drykki. Atom Hangandi ljós Fullt verð: 39.900 kr. Afmælisverð: AN15906-15 29.900 kr. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.