Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 36
BÍLAR Tvinnbíllinn fer í 178 hestöfl en hann verður boðinn með nýju hraðanæmu beinskipt- ingunni. Nissan hefur forsýnt nýja 400Z sportbílinn með myndasyrpu á netinu, af bíl sem þeir kalla Z Proto. Bíllinn er með V6-bensín- vél með tveimur forþjöppum og afturdrifi og hefur því alla burði til að vera hinn skemmtilegasti bíll. Því miður er þó sagt í meðfylgjandi fréttatilkynningu að bíllinn verði ekki boðinn í Evrópu. Eru ástæð- urnar sem tilgreindar eru þær að sportbílamarkaður í Evrópu fari minnkandi. Einnig réttlæti strangari mengunarreglur í Evr- ópu ekki að setja bílinn á markað þar og er það ekki talið gróðavæn- legt fyrir Nissan. Búast má því við að aðal markaðssvæði hans verði í Bandaríkjunum. Ekki í boði í Evrópu Nýr 400Z verður beinskiptur. Hyundai-merkið kynnti á þriðjudaginn nýja kynslóð Tucson, en bíllinn hefur fengið algera endurhönnun frá botn- plötu og upp úr. Í fyrsta lagi er bíllinn með endurhönnuðu útliti, sem verður einkenn- andi fyrir Tucson. Auk þess hafa verið gerðar breytingar á undirvagni og tæknibúnaði til að bíllinn geti keppt í lúxus, en helstu keppinautar hans eru nokkrir eins og Toyota RAV4, Kia Sportage og Peugeot 3008. Útlitið kom fyrst í ljós á Vision T tilraunabílnum, en framendinn er sérstakur með grilli sem rennur saman við aðalljósin, sem verða ósýnileg þegar slökkt er á þeim. Línurnar í nýjum Tucson eru líka mun skarpari en áður og aftur- ljósin ná hliða á milli. Bíllinn er aðeins stærri en fyrirrennarinn og munar mest um að hjólhaf er 10 mm lengra. Þýðir það meira fóta- rými og allt að 620 lítra farangurs- rými. Endurhönnunin nær einnig til innréttingar, sem er með lægra mælaborði til að auka útsýni. Tveir 10,25 tommu litaskjáir eru allsráðandi í mælaborði og miðjustokk. Auk Apple CarPlay og Android Auto er komið innbyggt Google og Apple Calendar, þar sem er hægt að skipta á milli notenda með einföldum hætti. Upplýsinga- kerfið talar við símann á ýmsa vegu, til dæmis sendir það vegvísi í farsímann til að notandinn geti komist á áfangastað fótgangandi ef hann þarf að leggja langt frá ákvörðunarstað. Bæði vélbúnaður og fjöðrun nýs Tucson eru endurhönnuð, en nú verður hægt að velja um stillanlega dempara fyrir dýrari útgáfur hans. Minnsta vélin í boði er 1,6 lítra bensínvél sem skilar 148 hestöflum við sex gíra beinskiptingu. Þrjár gerðir mildra Endurhannaður Hyundai Tucson kynntur Suzuki hefur kynnt til sögunnar annan bíl sinn sem er afsprengi samstarfs framleiðandans við Toyota. Bíllinn heitir Swace og er byggður að miklu leyti á Toyota Corolla Touring Sports. Bílnum svipar líka mjög til Corolla-bílsins, þó að átt hafi verið við grill, stuðara og ljósabúnað til að breyta aðeins útlitinu. Hægt verður að velja um sjö liti sem eru einkenn- andi fyrir Suzuki. Það sama má segja um innanrými sem kemur að öllu leyti frá Toyota, nema leður- innrétting þegar hún er í boði. Bíllinn verður með snjallstýri og átta tommu upplýsingaskjá sem styður bæði Apple CarPlay og Android Auto. Tvinnbúnaðurinn í Swace kemur líka beint frá Toyota en bíllinn verður með 1,8 lítra bensínvél og 71 hestafls rafmótor. Sjálfskiptingin er CVT og upptakið 11,1 sekúnda í hundraðið, og þar sem CO2 gildi hans er aðeins 99 g/km má búast við að hann verði á góðu verði þegar hann kemur á markað. Hann kemur á markað seint á þessu ári í Evrópu en ekki fyrr en á næsta ári hérlendis, að sögn Sonju G. Ólafsdóttur, markaðsstjóra Suzuki.  Suzuki Swace kemur hér á markað 2021 Honda mun nota bílasýninguna í Peking í lok mánaðarins til að kynna nýjan raf bíl merkisins. Bíll- inn er ætlaður á markað í Asíu og er á tilraunastigi en líklegt þykir að hann sé á leið í framleiðslu. Á tölvugerðri myndinni má sjá að hann er mun nýtískulegri í útliti en Honda E, með hvössum línum og ljósum. Bíllinn hefur ekki fengið nafn ennþá, en hann verður kynntur í lok september. Honda kynnir annan rafbíl sinn Innréttingin í Tucson er lægri en áður til að auka útsýni út úr bílnum. Framendi bílsins er með alveg nýju útliti og framljósin renna saman við grillið á skemmtilegan máta. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is tvinnútfærslna með 48 volta kerfi verða í boði. Með 1,6 lítra vélinni fer tvinnbíllinn í 178 hestöfl en hann verður boðinn með nýju hraðanæmu beinskiptingunni, sem er án kúplingspedala. Einnig er hægt að fá bílinn með sjö þrepa sjálfskiptingu og tvinnútfærslu með 134 hestafla dísilvél. Alvöru tvinnbíll verður í boði frá upphafi, einnig með 1,6 lítra vélinni og að þessu sinni 59 hestafla rafmótor. Sú útgáfa skilar 227 hestöflum og 350 Newtonmetra togi. Búast má við tengiltvinnútgáfu á næsta ári. Verð hefur ekki verið kynnt enn þá en verður kynnt á næstu vikum, að sögn Ragnars Steins Sigþórssonar, sölustjóra Hyundai. „Við áætlum að fá fyrstu kynningareintökin í lok nóvember, ef COVID lofar“ sagði Ragnar enn fremur. Suzuki Swace er mjög áþekkur Corolla Touring Sports í útliti, þrátt fyrir nokkrar breytingar á grilli, stuðara og fram- og afturljósum. Nýtískulegt útlit minnir á Accord. Swace er annar bíll Suzuki í samstarfi merkisins við Toyota, en Suzuki A-Cross er sá fyrsti. Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar auglýsa hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga svo og breytingu á deiliskipulagi NA-svæðis Keflavíkur- flugvallar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Isavia, isavia.is/skipulag-i-kynningu. Einnig verða tillögurnar til sýnis á skrifstofu Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og aðalskipulagstillagan hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b frá og með 17. september 2020 til og með 30. október 2020. Meginbreyting skipulagsáætlana felur í sér heimild fyrir nýjum þjónustuvegi milli Reykjanesbrautar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 30. október 2020. Skila skal skriflegum athugasemdum og /eða ábendingum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is. A U G L Ý S I N G U M T I L L Ö G U R A Ð B R E Y T I N G U Á A Ð A L S K I P U L A G I K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R 2 0 1 3 - 2 0 3 0 O G B R E Y T I N G U Á D E I L I S K I P U L A G I N A - S V Æ Ð I S K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.