Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 18
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið hefur leik á ný í undankeppni EM í kvöld þegar Lettar heimsækja Laugardalsvöll, tíu mánuðum eftir að liðin mættust síðast og Ísland vann öruggan 6-0 sigur ytra. Ísland má ekki misstíga sig í kvöld því hvert stig skiptir máli í baráttunni við Svía, bronsliðið frá síðasta HM um toppsæti riðilsins. Þá getur stig skilið að hvort að Ísland færi beint inn á EM eða í umspil, ef annað sæti reynist veruleikinn þegar undan- keppninni lýkur í byrjun desember. Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í F-riðli og markatöluna 11-1. Búast má við að Lettarnir reyni að tefja í von um að drepa flæði leiksins og stigið varið fram í rauðan dauðann en raunveruleik- inn er að þetta er skyldusigur fyrir íslenska liðið ef þær ætla sér að gera atlögu að sæti á EM. „Þetta verður þolinmæðisvinna og það skiptir mestu máli að halda áætlun og reyna að skora mark snemma til að fá þær framar á völl- inn,“ segir Sif Atladóttir, miðvörður landsliðsins, um leikinn en hún er ekki með hópnum enda á enda- sprett meðgöngu þessa dagana. „Við þurfum að finna plássið á bak við varnarblokkirnar þeirra. Við erum með leikmenn sem geta klárað þetta á nokkra mismunandi vegu en það skiptir öllu að sýna þolinmæði.“ Þegar Ísland mætti Lettlandi síðasta haust náði Ísland að brjóta ísinn snemma og var þá ljóst í hvað stefndi. Stelpurnar okkar létu slakar vallaraðstæður á Daugava-vellinum í Lettlandi ekki fara í taugarnar á sér heldur gengu frá leiknum á fimm- tíu mínútum með fjórum mörkum. Undir lokin náði Margrét Lára Við- arsdóttir að kóróna sigurinn með sjötta marki Íslands, sem reyndist síðasta mark hennar á knattspyrnu- ferlinum, en hún lagði skóna á hill- una stuttu síðar. Líkt og Sif er Fanndís Friðriks- dóttir sem skoraði tvívegis fyrir Ísland í Lettlandi fjarverandi vegna óléttu. Líklegt er að Anna Björk Kristjánsdóttir taki stöðu Sifjar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í vörn Íslands, en stærra spurningar- merki er hver tekur stöðu Fanndís- ar. Agla María Albertsdóttir kemur til greina en þjálfarateymið gæti einnig nýtt tækifærið til að gefa Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrsta leik sinn í íslensku treyjunni eftir frá- bæra frammistöðu með liði Breiða- bliks undanfarnar vikur. Stærra prófið verður í næstu viku þegar hið ógnarsterka lið Svía kemur í heimsókn. Þar fær Ísland færi á að gera atlögu að toppsæti riðilsins og beinum þátttökurétti á fjórða Evrópumótinu í röð. Leikur- inn gegn Lettum gæti því verið fínn leikur fyrir Stelpurnar okkar til að skerpa á nokkrum hlutum eftir langa fjarveru. „Fólk reiknar kannski með því að þetta sé hálfgerður æfingaleikur í kvöld en stelpurnar hlusta ekkert á það. Þær vita að við þurfum fyrst og fremst að vinna leikinn. Það er erfitt að bera þessa leiki saman, það verð- ur hlutverk okkar að stjórna leikn- um í kvöld en gegn Svíum verða það þær sem stýra umferðinni. Þetta eru tveir mjög ólíkir leikir og það er er þvi erfitt að fara í einhverjar leikir tilraunir. Fyrst og fremst er gott fyrir liðið að fá keppnisleik í kvöld fyrir leikinn gegn Svíum og vonandi ná að stilla saman strengi og finna taktinn aftur í alvöru keppnisleik.“ kristinnpall@frettabladid.is Skyldusigur fyrir Stelpurnar Ísland mætir Lettum í undankeppni EM í kvöld í fyrsta keppnisleik kvennalandsliðsins í tíu mánuði. Leikurinn í kvöld gæti reynst liðinu vel til að stilla saman strengi fyrir stórleikinn gegn Svíum eftir helgi. Ef Elín Metta Jensen kemur við sögu verður hún 25. konan sem nær 50 landsleikjum fyrir Ísland. Ásta Eir, Hlín, Agla María og Elín Metta fagna marki Elínar gegn Sló- vakíu síðasta haust sem reyndist sigur- mark leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR NBA Rúmlega ári eftir að hafa leitt Toronto Raptors til sigurs í úrslita- keppni NBA-deildarinnar, átti Kawhi Leonard í stökustu vand- ræðum þegar hann og liðsfélagar hans voru sendir í sumarfrí af liði Denver Nuggets, aðfaranótt mið- vikudags. Með Leonard og Paul George átti Clippers að vera komið með púslin sem þurfti til að landa loksins meistaratitli, en þeir voru manna verstir þegar Clippers réði ekkert við lið Nuggets á lokasprett- inum. Eftir að hafa haltrað í gegnum Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar var staðan væn- leg þegar Clippers komst 3-1 yfir, en drengirnir frá Denver gáfust ekki upp og unnu þrjá leiki í röð til að bjarga tímabili sínu. Clippers hefur alltaf verið í skugga stóra bróður í Los Angeles, Los Angeles Lakers, síðan félagið flutti búferlum frá San Diego í Borg Englanna árið 1984. Liðið deilir höll með Lakers, þar sem fátækleg afrek Clippers eiga ekki roð í sex- tán meistaratitla Lakers, þar af átta meistaratitla síðan Clippers f lutti til Los Angeles. Fyrir tíu árum náði Clippers loksins að smíða saman stjörnulið líklegt til atlögu og náði að standa í nágrönnunum, en upp- skeran var heldur rýr. Tveir Kyrra- hafsriðilstitlar voru allur árangur- inn sem náðist, áður en liðið var leyst upp og reynt á ný. Félaginu tókst að landa stærsta bitanum á markaðnum í fyrra, þegar Leonard samþykkti tilboð Clippers gegn því að félagið myndi einnig semja við Paul George. Clip- pers borgaði fúlgur fjár fyrir George og sendi í hina áttina efnilegan leikmann, Shai Gilgeous-Alexand- er, ásamt fimm valréttum í fyrstu umferð nýliðavalsins sem er haldið á ári hverju. Með því voru skilaboð- in skýr, það átti að vinna titil sem fyrst með tveimur reynslumiklum stjörnum við þrítugsaldur á kostn- að næstu ára. Á sama tíma sendu nágrannarnir í Lakers sömu skila- boð með því að semja við Anth ony Davis á kostnað framtíðar valrétta í nýliðavalinu. Það stefndi því allt í blóðuga baráttu milli liða sem deildu keppnishöll, um hvort liðið fengi að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í úrslitum NBA áður en Clippers féll á prófinu, enn einu sinni, undir stjórn Doc Rivers. Í annað sinn á fimm árum var Clippers með pálmann í höndunum og þurfti aðeins að vinna einn leik til viðbótar í und- anúrslitum Vesturdeildarinnar en kastaði frá sér miðanum með því að tapa þremur leikjum í röð. – kpt Gömul saga og ný að Clippers falli á prófinu þegar á reynir Kawhi komst lítt áleiðis sóknarlega í oddaleiknum. MYND/GETTY FÓTBOLTI Íslandsmeistarar KR mæta í dag eistnesku meisturunum í Flora Tallinn ytra, í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um hvort liðið fer áfram og mætir Linfield frá Norður-Írlandi eða Floriana frá Möltu í þriðju umferð. KR á því fínan möguleika á að kom- ast í lokastig undankeppninnar fyrir Evrópudeildina, þar sem stærri og sterkari lið bætast við hópinn. Árangur íslenskra liða í Evrópu- keppnum undanfarin ár hefur valdið vonbrigðum og er Ísland fyrir vikið komið í 50. sæti á styrk- leikalista UEFA. Það er síðasta sætið sem veitir fjórum liðum Evrópusæti á hverju ári og er því hætt við því að aðeins Íslandsmeistarar, bikar- meistarar og silfurlið Íslandsmóts- ins komist í Evrópukeppni ef KR dettur út í dag en breytingin tekur ekki gildi strax. Með góðum árangri í næstu Evr- ópuleikjum gæti KR skilað íslensku deildarkeppninni ofar á styrkleika- lista UEFA eða styrkt stöðu Íslands í 50. sæti sem myndi framlengja því að Ísland væri með fjögur Evrópu- sæti í bili. Það ættu því mörg lið að fylgjast spennt með stöðu mála í Tallinn í dag. – kpt Íslensk félög treysta á KR FÓTBOLTI Arsenal gekk frá sölunni á Emiliano Martinez til Aston Villa í gær og leggur nú allt kapp á að ganga frá kaupunum á Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Skytt- urnar hafa til hádegis á morgun til að ganga frá kaupunum til þess að Rúnar geti verið í leikmannahópi Arsenal gegn West Ham um helgina. Rúnar æfði með liði Dijon í gær á meðan félögin ganga frá formsat- riðunum vegna félagaskipta mark- mannsins til Arsenal. Hjá Arsenal hittir Rúnar fyrir spænska mark- mannsþjálfarann Inaki Cana sem vann með KR-ingnum þegar þeir voru hjá Nordsjælland. Talið er að Arsenal greiði 1,5 milljónir evra fyrir Rúnar, sem samdi við franska félagið Dijon árið 2018. Um leið verður landsliðs- markvörðurinn fjórði Íslendingur- inn sem semur við Skytturnar frá Lundúnum. – kpt Reyna að landa Rúnari í hvelli Doc Rivers er fyrsti þjálfarinn sem hefur þrisvar fallið úr leik í úrslitakeppni NBA eftir að hafa leitt 3-1. 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.