Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 44
KANNSKI ÞURFUM VIÐ BARA AÐ HAFA SMÁ HUGREKKI TIL AÐ FARA Í SMÁ NÝSKÖPUN Í STJÓRNARFARI. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn. geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Það halda margir að ég sé athyglissjúk og rosalega út á við en einu skiptin sem ég hef virkilega reynt að fá athygli er í tengslum við einhver verkefni. Ég er ekkert rosalega mikið fyrir að f lagga sjálfri mér, segir Birgitta Jónsdóttir sem er farin að gera vart við sig aftur á Facebook eftir mánaðalangt hlé. „Mér fannst ég líka þurfa að gera þetta vegna þess að ég var orðin ógeðslega leiðinleg. Orðin svolítið bitur og gröm og þá er best að draga sig í hlé og finna aftur til ábyrgðar sinnar og rödd sína til þess að geta fundið aftur skapandi orkuna til þess að gera hluti með öðrum. Mér finnst rosalega gaman að fara með fólki og gera eitthvað. Ég hef alltaf verið svona og ræð ekki við mig.“ Leiðinlega útgáfan Birgitta segist þannig hafa dregið sig út úr skarkala samfélagsmiðlanna og lét sér nægja að fylgjast með fréttum á Twitter en láta allar til- raunir til rökræðu um þær eiga sig. „Ég vildi nú helst ekki vera að bjóða fólki upp á Fýlu-Birgittu. Það er mjög leiðinleg útgáfa af sjálfri mér og það er náttúrlega leiðinlegt þegar manni er farið að leiðast að vera með sjálfum sér. Núna er ég einhvern veginn komin aftur í stuð. Langar aftur að vera með og gera hluti. Ég veit ekkert nákvæmlega hvað. Það bara kemur í ljós,“ segir Birgitta sem er þó á báðum áttum þegar hún er spurð hvor leiðin til lífshamingju sé vegurinn frá sam- félagsmiðlunum. „Hún er það sko. Ég veit það samt ekki út af því að þetta er tvíeggjað sverð vegna þess að maður missir líka af alls konar skemmtilegu og það er svo stór hluti þjóðarinnar á Facebook. Við lifum allavegana á gríðarlega áhugaverðum tímum. Það er ekki hægt að segja annað.“ Innhverf á Íslandi Birgitta segist alltaf hafa forðað sér frá Íslandi þegar henni finnst hún vera orðin of áberandi. „Ég hef nefnilega alltaf farið frá Íslandi þegar ég verð þekkt. Hvort sem það er í gegnum einhverja viðburði sem ég er að gera eða sem rithöf- undur eða eitthvað svoleiðis. Þá fer ég alltaf þannig að ég hef alltaf f lutt á svona þriggja ára fresti í eitt ár til Birgitta flúði gremjuna á Facebook Fyrrverandi Píratakafteininn Birgitta Jónsdóttir er snúin aftur á Facebook þaðan sem hún forðaði sér þegar hún áttaði sig á að hún væri orðin ógeðslega leiðinleg. Hún snýr nú aftur til í tuskið full af skapandi orku. Birgitta er byrjuð að láta að sér kveða á Facebook eftir að hafa tekið sér gremjufrí frá samfélagsmiðl- inum. Fyrsta mál á dagskrá er svo að selja ævintýraíbúð- ina sem hún þó elskar út af lífinu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI útlanda. Síðan uppgötvaði ég að maður getur bara gert nákvæmlega það sama þegar maður þarf svolítið að endurheimta sjálfan sig,“ segir Birgitta sem að þessu sinni fór án þess þó að færast úr stað. Hún ber lífið á samfélagsmiðl- unum saman við reynslu sína af því að búa í þorpi þar sem væntingar og hugmyndir annarra um hver maður sé eða eigi að vera hafi mikil áhrif. „Þeir sem ég hef talað við sem hafa búið erlendis í einhvern tíma segjast upplifa að þeir verði svolítið þeir sjálfir þegar það eru ekki þessar samfélagslegu hömlur sem maður upplifir oft þegar maður býr í svona miklu nábýli við alla. Þannig að ég get bara farið í mitt intróvert tíma- bil á Íslandi sem er mjög þægilegt,“ segir Birgitta og hlær. Listrænn gjörningur Birgitta segir þannig stjórnmálin aldrei hafa verið draumadjobbið. „Ég hafði aldrei einhverja draum- óra um að komast á þing eða vera í stjórnmálaf lokki eða vera ráð- herra eða eitthvað svona enda var þetta nánast svo absúrd fyrir mér að mér leið alltaf eins og ég væri í einhverjum sjálfgerðum listrænum gjörningi. Ég lærði samt rosalega mikið á meðan ég var þarna inni og ég lærði til dæmis að við erum ekki að fara að breyta neinu með núverandi lýðræðiskerfi. Hvorki á Íslandi né annars staðar. Kannski þurfum við bara að hafa smá hugrekki til að fara í smá nýsköpun í stjórnarfari. Kannski er þetta kerfi orðið svo- lítið úrelt. Bara eins og gamla fyrsta Makkatölvan sem ég keypti. Ég meina, það er hægt að keyra hana upp en það er ekkert hægt að gera neitt rosalega mikið í henni.“ Ævintýraíbúðin auglýst á Facebook Birgitta segist hafa verið orðin gal- tóm þegar hún fór í Facebook-fríið. „Ég verð eiginlega bara að játa á mig skömmina og að ég svaraði ekki einu sinni tölvupóstum. Ég var búin með allt. Ég hafði enga orku. Ég hef aldrei verið með aðra eins ritstíf lu á ævinni,“ segir Birgitta, sem byrj- aði endurkomuna á því að auglýsa íbúðina sína til sölu. „Ég hef tekið ákvörðun um að selja ævintýraíbúðina mína sem ég hef lagt svo óendanlega mikla vinnu í og elska út af lífinu. Ekki bara hef ég lagt rækt við hið innra, heldur fékk ég loksins tækifæri að rækta garð og það hefur verið mjög gef- andi,“ skrifaði Birgitta á Facebook þegar hún sneri aftur á Facebook tilbúin til þess að gefa „smá innlit til einverupúkans“ þótt hún hafi „svo sem alltaf verið frekar dul með heimahagana“. „Ég setti status um það að ég er að selja íbúðina mína og vonaði að einhverjir myndu deila því. Svo vonast ég til að endurtengjast bara nokkrum vinum mínum og félögum með því að vera inni á Facebook og fylgjast með hvað fólk er að bralla.“ toti@frettabladid.is 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.