Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 6

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 6
4 tt V ö T eru nokkrir aí' hinum nýju land- nemum Arnarhóls og sjálfsagt gefa þeir ekki fallegri hljóð frá sér stund- um en örninn, sem sendimenn Ing- ólfs Arnarsonar sáu þar forðum. Þessi ræða hlaðamannsins minnti mig á það, að hér i grennd við Arn- arhól, sögustað okar, væri að gerast þáttur í sögunni, óskrifaður að vísu, en nógu alvarlegur samt. Þessi þátt- ur er eyðileggingasaga þfeirra, sem verða ofdrykkjunni að bráð. Það má með réttu kalla þá menn úti- legumennina í bæjarlífi Reykjavík- ur og þjóðlífi Islendinga. Þeir eru „glerbrot á mannfélagsins haug-‘, ef svo mætti að orði komast. Félags- lega er ég á móti allri neyzlu áfeng- is, vegna þess að mér er alltaf að skiljast betur, hvað það veldur miklu böli, eða getur að minnsta kosti valdið, meðal einstaklinga, heimila og þjóðfélaga, þegar fjandi þessi er búinn að ná taki á litlafingri bráðarinnar og farinn að snúa uþp á hendina, m. ö. o., maðurinn, sejn vínsins hefur neytt, er búinn að fá óstjórnlega löngun í það. Mér finnst harðsnúið, að með hverri vínflösku, sem seld er út úr áfengisverzlunum ríkisins, því til fjárhagslegs stund argróða, svo að hægt sé að borga hið háa kaup og verðuppbætur framleiðsluvaranna, skulum við vera að smámjaka einhverjum af okkar þjóðbræðrum og þjóðsystr- um út í ástand og á refilstigu, sem eru að sinu leyti ekki betri en úti- legumannanna forðum, sem livergi áttu liöfði sínu að halla. Aðalmun- urinn á þeim og þessum nútima úti- legumönnum er helzt sá, að nú \ finna þeir livergi frið í sálinni, nema helzt með því að eyðileggja sjálfa sig meir og meir á ofdrykkju, sér sjálfum til æ meiri kvalar. Og ekki er svo búið með það, að það séu þeir einir, sem fyrir angrinu verða. Hið allra versta er, að þetta skuli koma þyngst niður á heimilum þeirra, eyðileggja þau eða spilla þeim, leggja velferð og lífsgleði kvennanna í rústir, varpa svörtum skuggum á æsku barnanna, orsaka jafnvel stöðvun á andlegum og lík- amle^um þroska þeirra, og vekja vonbrigði og sorg í stað lífsham- ingju. Ég get ekki hugsað mér, að eiginkonunni, sem sér ástkæran eig- inmann fara í hundana vegna of- drykkju, líði að sumu leyti betur en honum sjálfum, og hvað má þá segja um móðurina, sem sér sitt kæra og indæla barn* steypast beint í liyldýpi spillingarinnar. Eitt sinn var ég að vinna hér í Rcykjavík í almennri verkamanna- vinnu. Þá vann einn þessara drykkjumanna með mér i nokkra daga. Einn morguninn förum við að tala um vinið við hann, og þá sagð- ist honum eitthvað á þessa leið: Faðirinn var efnaður og lét hann liafa nóga peninga í æsku. Ef hann hefði aldrei byrjað að drekka, þá mundi hann ef til vill hafa haldið skólanámi sínu áfram, verið í sæmi- legri stöðu nú, t. d. skipstjóri á ein- hverju skipinu. Ef ætti að greiða atkvæði um það, livort banna ætti áfenga drykki eða ekki, skyldi hann af heilum huga greiða atkvæði.með banninu. Samt var freistingin svo sterk hjá honum, að seinni hluta

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.