Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 11

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 11
H V Ö T Þá mundi Ivalli allt i einu eftir nokkru, sem ekki mátti vanta við þetta tækifæri, og nú var hann neyddur til að skreppa heirn til sín snöggvast. Þegar hann var kominn hálfa leið- ina til baka, mætti liann Munda, fyrrverandi svallbróður sinum. Þeir liöfðu ekki sézt í heilt ár. Mundi hafði sagzt eiga heima þarna rétt lijá og beðið liann að koma með scr heim. Hann þyrfti nauðsynlega að tala við hann um áriðandi mál- efni. Kalli hafði færzt undan og sagzt ekki liafa tima, en að lokum fór það svo að hann kom inn í her- hergi til Munda. Áður en Kalli komst inn úr dyrunum hafði Mundi tekið flösku út úr skápnum og hellt í tvö glös, og nú var Ivalla ómögu- legt að komast hjá því að skála við Munda, og þegar lækkaði í glösun- um, fyllti Mundi þau aftur. Þeir höfðu síðan rifjað upp gamlar end- urminningar, og alltaf fyllti Mundi glösin jafnóðum og lækkaði í þeim. Þegar þeir höfðu setið þarna góða stund, bættist sá þriðji í hópinn. Það var gamall kunningi þeirra og drykkjubróðir. Þeir máttu ekki heyra það nefnt að Kalli færi fyrr en þeir hefðu skálað saman allir þrír. Svona hafði tíminn liðið. Hvað eftir annað hafði Kalli verið stað- inn á fætur og ætlaði að fara, en hin- ir aftrað honum. Sökum þess, hvað langt var síðan hann hafði bragðað áfengi, þoldi hann það mikið verr en félagar hans. Að síðustu hafði hann slitið sig af þeim og slagað út á götuna. Næst mundi liann eftir, að hann stóð á tröppunum hjá 9 Gerðu. Hann hringdi dyrabjöllunni, en í sama bili varð honum það ljóst að svona gat hann hvorki látið Gerðu né nokkurn af fjölskyldu liennar sjá sig, og eftir að hafa hag- að sér eins og hann hafði gert i kvöld, gat liann ekki búizt við, að Gerða vildi nokkurn tima framar við hann tala. Hann flýtti sér eins og liann gat niður tröppurnar og síðan niður eftir götunni, og það síðasta, sem hann mundi var, að Gerða kom út á tröppurnar og kall- aði á eftir honum: „Kalli, Kalli!“ Sigríður Böðvarsdóttir, Kvennaskólanum. Forsíðan. Forsíða Hvatar er að þessu sinni með nýju sniði. Teikning sú, sem þar birtist, er gerð af Þuríði Kristj- ánsdóttur, nemanda í 4. bekk Kenn- araskólans. Ritstjórn Hvatar færir henni alúðar þakkir fyrir þessa á- gætu hugmynd. Þetta form verður framvegis á forsíðunni. Frá Sambandi bindindis- félaga í skólum. # • ( Skólafóik! Skólafólk! Sænskt skólafólk óskar eftir bréfasambandi við íslenzkt skóla- fólk. Skrifa má á sænsku, dönsku og ensku. Þeir, sem vildu sinna þessu, snúi sér til Stefáns Ólafs Jónsson- ar, Hofteigi 40, Rvík.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.