Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 23

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 23
H V Ö T 21 ingar. Eg hef nú skýrt frá útslitum mótsins og minnst að öðru lítillega á einstök lið. Það dylst engiun, sem fylgdist með gangi þessa móts, að þarna komn fram margir mjög góðir einstakling- ar, og að skólarnir hafa innan sinna vébanda meginþorra þessa fólks, sem byggir upp bezlu liðin hjá íþrótta- félögunum. Það mun líka óhætt að fullyrÖa, að handknattleikurinn sé nú langsamlega útbreiddasta og vin- sælasta íþróttagreinin, sem iðkuð er meðal skólafólks", og því ekki að undra, þó að hinir stærri skólar a. m. k. hafi góðu liandholtafólki á að skipa. Það kom einnig greinilega í ljós, að allur þorri nemendanna í þeim skólum, sem kepptu á mótinu, fylgdist með leikjunum frá byrjun til enda, og taldi ekki eftir sér það erfiði, að komast inn á Hálogaland,- J)ótt það sé hinn mesti galli við þessi mót, að enginn nothæfur keppn- issalur skuli vera til í Reykjavík, og enginn nær en á Hálogalandi. Eg er ekki í nokkrum vafa um það, að þessi handknattleiksmót sam- bandsins hafa á margan hátt mjög mikla þýðingu. I fyrsta lagi hafa þau íþróltalegt gildi fyrir þá einstaklinga, sem taka þált í þeim, og sluðla auk þess að því, að nemendur almennt í skól- unum æfi handknattleik. I öðru lagi eru þau vettvangur, þar sem nemendur úr hinum ýmsu skólum kynnast hver öðrum, og þrátt fyrir það, þótt máltækið segi, að enginn sé annars bróðir í leik, er fátt, sem gefur meiri þroska og skapar heilbrigðari dómgrcind, en i- þróttakeppni, sem liáð er af dreng- skap og með fullri virðingu fyrir keppinautum sínum og þeim leik- reglum, sem farið er eftir. Það er hinn rétti íþróttaandi. Síðast, en ekki sízt, eru svo þessi mót til eflingar S. B. S. og gefa því betra tækifæri að vinna að bind- indismálum, með því að gera starf- semina fjölbreyttari og skemmtilegri. Verðlaunaafhending mótsins fór fram í hófi, sem S. B. S. gekkst fyr- ir í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík í tilefni 15 ára starfsafmælis síns 16. marz. Þangað var boðið öllum sig- urvegurunum, og þeim afhent verð- laun, sem allt eru farandgripir, bikarar, sem vinnast til eignar, séu þeir unnir þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Eg vil svo að lokum þakka öli- um, sem störfuðu að þessu móti, og þá sérstaklega dómurunum, þeim Baldri Kristjánssyni og Grímari Jónssyni, sem dæmdu alla leikina af hinni mestu snilld. Kristján H. Benediktsson, Kennaraskólanum. jEskan, Æskan er til í allt með ólgandi lífsins þrá, og hræðist ei heitt né kalt, en hugsvölun kýs að ná. Æskan er lélt i lund með lífsglaðan, lireinan söng. Já, hugljúf er hennar stund og hver ein því tæpast löng. A. B. S.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.