Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 20

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 20
18 H V Ö T um landshluta. Há fjöll eru á tvo vegu, en fyrir botni dalsins cr jök- ulbunga. Undan jöklinum kemur straummikil á, sem rennur fyrst í þröngu gljúfri, en neðar liðast hún lygn og djúp norður dalinn i áttina til sjávar. Á sléttum velli austan- vert við ána er stór fjárrétt. Him- inninn hvelfist heiður og hlár yfir dalnum og i austri slær gullnum lit á fjallsbrúnirnar, sólin er að koma upj). Þetta er í septembermánuði, og i dag er réttadagurinn. Við erum samankomin nokkur l)örn við rétt- ina og bíðum gangnamannanna. Flest höfum við ekki komið hér áð- ur, og ]>arf ekki að lýsa ánægju okk- ar og eftirvæntingu, þvi að fyrsta rétlaferðin er merkisatburður i lífi allra íslenzkra sveitabarna. Þegar við höfðum sprett af hestum okkai', förum við í ýmsa leiki á árbakkan- um. Kn ærsliu stöðvuðust brátt, því að einhvcr heyrði hundgá i fjarska, rekstur var-að koma, og við höfð- um ákveðið að fara á móti fyrsta rekstrinum. Við hlupum til hest- anna, lögðum á þá og þeystum af slað. Mikill var fögnuðurinn, þegar við mættum gangnamönnunum, því að þeir voru ei'nmitt frá heimilum okkar og með fé, sem við þekktum En hvað lömbin voru orðin stór og falleg, cn nú gafst okkur ekki tími til að Iiugsa um það. Féð var nú rekið til réttar, gekk okkur vel að reka inn, því að jafnvel lömbin voru of þreytt til að sýna nokkra mót- spyrnu. Því næst borðuðu gangna- mennirnir af nesti sínu og svo hófst drátturinn. Fleiri og fleiri fjárhópar bættust við og hrátt voru allir gangnamennirnir komnir að. Hávað- inn við réttina var óskaplegur, liróp og köll, hundgá og jarmur rann saman í samfellt öskur. Aldrei þessu vant hafði kyrrð og friður óbyggðanna þurrkast burtu með sólaruppkomunni. Lausl fyrir miðaftan var drættinum lokið, al- menningurinn tómur, en allir dilkar fullir af fé. Bændurnir þyrptust saman og köstuðu mæðinni, cn við börnin lögðum aftur leið okkar til árinnar. En bráðlega vorum við trufluð i leiknum, þvi að athvglin beindist að hávaða, sem kom frá réttinni, og þurftum við að svala forvitni okkar og rannsaka liverju hann sætti. Bændurnir liöfðu nú dreift sér aftur og voru í smálióp- um liér og þar. Nokkrir rifust, aðrir föðmuðust og enn aðrir sungu við raust. Mesta háreistin kom frá lió]) unglinga, sem horfðu á bónda nokkurn gamlan og feitlaginn. Hann stritaðist við að hella einhverju úr flösku ofan í heljarstóran hrút. Hrútnum hefur víst ekki þótt sop- inn sem beztur, að minnsta kosti þæfðist hann við. — Einn drengj- anna gat sagt okkur hvers kyns var, þeir voru sem sé allir orðnir fullir karlarnir. Háreistin fór vaxandi og ástand karlmannanna versnandi, fleiri og fleiri urðu reikulir í spori og lögðust að lokum veikir að fótum þeirra, sem betur voru staddir. En brennivinsþorstinn virtist óþrjót- andi, allir hrópuðu þeir á vin. meira vin. — Flest höfðum við krakkarnir aldrei séð drukkinn mann áður, og vorum yið bæði hrædd og hissa, og sum þau minnstn

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.