Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 17

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 17
H V ð T 15 ef á þarf að halda. Og varla hygg ég, að sá maður ætti sér viðreisnar von hjá almenningsálitinu, sem gengi meðal fólks — hiigsum okkur, að það væri í mikils háttar samkvæmi — og dreifði vísvitandi frá sér sýkl- uum hvila dauðans í allar áttir. En er þá ekkert athugavert við að „svarta dauða“ sé úthlutað með þessum hætti, meðan afleiðingarn- ar geta orðið þær, sem alkunna er? Við erum öll samliuga um, að berkl- unum beri að útrýma,' ]>vi að nokk- ur hluti þeirra veldur miklum þján- ingum (hve mikinn þátt skyldi á- fengið eiga í því?) Nokkur hluti áfengisins veldur þúsundfalt meiri hörmungum, en við því lircyfa fæst- ir hönd né fót. Það er samt.ahnennt viðurkennt í orði, að núverandi ástand hjá okk- ur íslendingum er óviðunandi. Hin óheillavænlegu áhrif áfengisnautn- arinnar eríi hverjum manni auðsæ. Þeirra þarf ekki að leita. Ógnirnar blasa við augum hvers manns, sem hefur þau opin. — En hvað á að gera? Þar stendur hnífurinn í kúnni. Sumir láta sig dreyma um „áfengis- menningu“, þ. e. að mönnum (börn- um?) sé „kennt“ að stilla áfengis- neyzlu sinni í hóf. Vissulega ætti að vera hægt að bæta „drykkjusiði“ þjóðarinnar nokkuð. En þó er lík- legast, að þessi draumur sé aðeins friðunartilraun vondrar samvizku, sem ekki hefur þrek til að taka hreinlegri afstöðu, þvi að meðan mannlegur líkami hefur nautn af áfengi og til þess verður náð, munu einhverjir verða því að bráð: Með- an áfengi er til, er til áfengisböl. Þér ber að gæta bróður þíns. Þótt hvorki grandi þér berklar né á- fengi, hlýtur þú að berjast gegn hvoru tveggja vegna samborgara þinna. Hvorugt er þér gagnlegt, því síður nauðsynlegt, svo að hér er ekki um dýra fórn að ræða. En sé svo, að þú lifir aðeins fvrir sjálfan þig, þá ertu aumkunarverður. Ég vona hins vegar, að þú getir tekið undir, þegar ég segi: Burt með allt böl, sem okkur er sjálfrátt, burt með áfengið! En með þessu er ekki hálfsvarað spurningunni um livað gera skal. Góður læknir byrjar ekki á að gefa fyrirskipanir, þegar lækna skal sjúkling. Hann rannsakar fyrst sjúk- dóminn og orsakir hans. — Hverjar eru orsakir drykkjuskaparins? Það verðum við að gera okkur Ijóst, áð- ur en við hefjumst handa um lækn- inguna. En hefur það nokkuð verið rannsakað? Höfum við ekki þótzt vita allan sannleikann og látið þar við sitja? Ég er hræddur um, að svo sé, en nú er mál til 'komið að taka upp raunhæfari aðgerðir. Það þarf tafarlaust að hefja rannsókn á orsökum áfengisneyzlunnar. Og þar má ekki vera um neitt kák að ræða, heldur vísindalegt starf. Þeim tíma og því fé, sem til þess færi, væri vel varið. Ég er sannfærður um, að slík rannsókn mundi leiða það í ljós, að skýringin er yfirleitt ekki eins lieim- spekileg og kenningin um sjálfs- eyðilegingarhvötina, þótt hún geti stundum átt við. Hins vegar er trú- legt, að drykkjufýsnin og máttur sjálfseyðileggingarhvatarinnar eigi

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.