Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 10

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 10
8 H V ö T BAKKUS RÆÐUR. - smásaga. SigriSur Böðvarsdóttir Kalli opnaði augun, geispaði og leit í kringum sig. Hann skalf af kulda, var svo óskaplega stirður í öllum skrokknum, að honum fannst hann hvorki geta hreyft legg nc lið. Svo var það liöfuðið. Það var eins og það væri úr ósviknu blýi. Það var svo þungt, að honum fannst, liann hefði ekki nærri nógan mátt til að Iyfta því. þó ekki væri nema til þess að geta séð hvar hann var staddur, en það liafði hann ekki minnstu hugmynd um. Og ekki nóg með það, að höfuðið væri svona þungt, því að þegar Kalli reyndi að muna eitthvað af athurðum gær- dagsins, var eins og einhverjir héldu sinn í hvort eyra og væru á góðum vegi með að slíta hausinn í tvennt. Nei, Kalli mundi ekkert nema það eitt, að í gærkvöldi höfðu þau ætl- að að gifta sig, hún Gerða hans og hann. Hvað síðan liafði skeð var honum ómögulegt að muna, en það var honum Ijóst, að eitthvað liafði ekki farið eftir áætlun. Með þvi að beita sínum ítrustu kröftum, tóksta honum loks að rísa á fætur. Að því búnu litaðist hann um, og sá þá hver næturstaður Iians hafði verið. Hann var staddur í Hljómskálagarðinum og hafði leg- ið sunnanvert við Hljómskálann. Já. sólin var þarna komin hátt á loft. Ekki var að furða, þótt honum væri hrollkalt, eftir að Iiafa sofið þarna alia nóttina. Hann gekk yfir að næsta bekk, settist þar og reyndi að muna. Nú mundi hann það allt. Þau höfðu kynnzt fyrir tæpu ári, Gerða og hann, og strax orðið ástfangin hvort af öðru. Hann ákvað að liætta alveg að drekka, því að Gerða var mjög mótfallin allri áfengisncyzlu. og það voru foreldrar hcnnar sömu- lciðis. Síðan höfðu þau Gerða veriö saman ölluin stundum og hann hafð verið nær því dag'lega gestur á lieim- ili foreldra hennar. Eftir að þau höfðu þekkzt hálfan mánuð voru þau trúlofuð og brúðkaupsdagurinn var ákveðinn, sumardagurinn fyrsti/ I gær liafði svo verið sumardag- urinn fyrsti. Brúðkaupsveizlan átti að vera heima hjá Gerðu. Þar hafði verið mikið um að vera siðustu vik- urnar. I gær hafði svo loksins allt verið tilbúið og aðeins beðið eftir því að gestirnir kæmu.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.