Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 26

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 26
24 H V Ö T lionum fjárhaldsmann, ef ekkert stoðar, þá fá hann til að fara á drykkjumannahæli. Geta sent hann nauðugan, eftir læknisrannsókn og með samþykki frá félagsmálaráðu- neyti. Það hefur sálsýkisfræðing sér til aðstoðar, og „Bindindismála- nefnd landsins“ (í Noregi). / Noregi eru viðurkennd drykkjumannahæli 5, og heita „Kursteder“. Ríkið á 2 (hvort þeirra tekur um 60 sjúkl- inga). Blái Krossinn 1 (tekur um 20); eitt er sjálfseignarstofnun (tek- ur 30), og 1 (kvennaheimili) á Bind- indisfélag Kvenna, það tekur um 20 konur. Bindindisnefndir i Noregi eru um 600, og gefast vel. Nefndin í Björg- vin fékk t. d. árið 1943 kærur gegn 741 drykkjumanni, en þurfti ekki að senda nema 19 á hæli. / Svíþjóð eru viðurkennd liæli 20, og þó nokk- ur önnur í einkaeign, stvrklaus. Samnefni þeirra er „Alkoholist- anstalt." Ríkið á átla (taka alls um 600). Félög ýms eiga tólf (taka frá 6 til 280), en alls uin 1450 vistmenn. Prestafélagið á Skáni á eitt (tek- ur 140). Hjálpræðisherinn í Stokkhólmi 1. Innrimissionin í Stokkhólmi eitt. Deakonskólinn í Sttokkhólmi eitt. Góðtemplarareglan eitt, o. s. frv. í ársbyrjun 1940 voru á öllum við- urkenndum hælum sænskum alls rúmlega 2000 vistmenn. 28 höfðu farið íhlutunarlaust, 238 liöfðu farið samkvæmt íhlutun, en „fúsir“ þó. Hina alla liöfðu nefnd- irnar eða yfirvöldin rekið á hælin. Árangur venjulega talinn: 33% albata. 33% nokkur bati. 33% enginn bati. > S. Á. Gíslason. FÖGUR IvONA. Þitt er sinni þrávallt kátt, þú ert fögur kona. I>ú, sem líka ennþá átt úthaf glæstra vona. „SÁUSTUM“. Ég er að krókna i kuldanum, kynning sundur gliðnar. Síðan að við „sáustum" sex eru vikur liðnar! YILDI ÉG UM VATNSDALINN. Vildi ég um Vatnsdalinn vera nú að sveima. Alltaf þráir andi minn unaðsblíða heima. VOR LÍ/FSINS. 0 — hve létt er oss um spor, yndis nægtahrunnar, þegar lífsins ljómar vor, líka náttúrunnar! A. B. S. Ef þessu blaði Hvatar verður vel tekið, er ei útilokað, að annað hlað komi út undir varið. • Skólafólk! Sameinumst undir merki S. B. S. Takmarkið á að vera það, að Ilvöt komi út tvisvar á ári. Ritstjórn Hvatar FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.