Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 15

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 15
H V ö T 13 AÐ HVERJU KEPPIR ÞÚ ? Að hverju stefnir þú i lífinu? Er takmark þitt þægilegt og á- hyggjulaust líf sjálfum þér til handa án tillits til annarra? Áreiðanlega ekki. Þú vilt ekki aðeins vera sæll sjálfur, heldur óskar öðrum liins sama. Þér þykir sæla sjálfs þín ekki fullkomin, þótt þú eigir kosl alls, sem hugur þinn girnist, ef þú veizl aðra harmþrungna og þjáða. Ég veit, að þú óskar þess af lieil- um hug, að grædd verði öll þau mein, sem mannkynið lirjá, að sjúk- dómar vcrði læknaðir og sýklum eytt, að nægtir komi í stað skorts, ylur fyrir kulda, fögnuður í stað hryggðar — i fáum orðum sagt: þú þráir almenna farsæld og ham- ingju. Auðvitað er þér ljóst, að mikið skortir á, að því marki sé náð, sem þessi þrá leitar. Ef til vill hefur mannkynið i lieild aldrei staðið jafn fjarri þvi sem nú. Þó er hitt víst, að aldrei hefur mannkynið haft jafnmikla möguleika til að nálgast það á jafnskömmum tima sem nú. Aldrei fyrr liafa jafnmarg- ir þjáðst jafnmikið og hin síðustu ár, og þó er það staðreynd, að aldrei hafa verið fyrir hendi jafngóð skil- yrði til að hindra hvers konar þján- ingar. Hverju eða hverjum er um þetta ömurlega hlutskipti mannanna að kenna? Fjarri mér sé það, að af- saka stjórnmálarefi og sérdræga spekúlanta á taflborði heimsstjórn- Guðjón Jónsson málanna. En þó lxeld ég því fram að sökin sé ekki aðeins þeirra, ekki fyrst og fremst þeirra, heldur okk- ar allra. Ef við værum almennt eins og við ætlum að vera, myndu að- eins jréttlátir menn og vitrir ná völdum og áhrifum, en hversu góð- ir sem stjórnendurnir væru og hvcrsu hyggilegar reglur, sem þeir settu, væri það hús á sandi byggt, ef borgararnir ættu yfirleitt ekki nægan þroska. Hyggindin, réttlætið og mannkærleikurinn þarf ekki að- eins að koma „ofan frá“, frá þjóð- höfðingjum, utanríkisráðherrum og alþjóðaþingum, heldur og „neðan frá“, frá sérhverjum einstaklingi, hverju starfi sem hann gegnir og hvaða álits sem hann nýtur í aug- um sjálfs sin eða annarra. Vandamálin verða ekki leyst íiieð

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.