Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Side 6
6 FRÉTTIR 2. OKTÓBER 2020 DV
Sn
or
ra
br
au
t
B
er
gs
ta
ða
st
ræ
ti
Hringbraut
Laugavegur
Skólavörðustígur
Hlemmur
Hverfisgata
Tjörnin
Geirsgata
Vesturgata
Læ
kj
ar
ga
ta
Ra
uð
ar
ár
st
íg
ur
Skúlagata
V
ita
st
íg
ur
Sæbraut
STJÖRNUPORT
Laugavegur 94
191 stæði 10 á biðlista
VITATORG
Skúlagata/Vitastígur
223 stæði 5 á biðlista
KOLAPORT
Kalkofnsvegur 1
166 stæði 30 á biðlista
VESTURGATA
Vesturgata/Mjóstræti
106 stæði 87 á biðlista
RÁÐHÚSIÐ
Tjarnargata 11
130 stæði 64 á biðlista
TRAÐARKOT
Hverfisgata 20
270 stæði 47 á biðlista
BERGSTAÐIR
Bergstaðastræti 6
58 stæði 68 á biðlista
BIÐLISTAR EFTIR STÆÐUM Í
BÍLAHÚSUM BORGARINNAR
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
A lls eru 1.144 stæði í þeim sjö bílahúsum sem Reykjavíkurborg
rekur og meirihluti þeirra
er í langtímaleigu. 311 eru á
biðlista eftir langtímastæði í
bílahúsum borgarinnar.
Samkvæmt upplýsingum
frá Bílastæðasjóði Reykja-
víkur er mismunandi eftir
húsum hve langur biðtími
eftir stæðum er, það fari eft-
ir fjölda stæða í hverju húsi
fyrir sig og staðsetningu. Bið-
listinn er yfirleitt styttri eftir
því sem húsin eru lengra frá
Kvosinni.
Eðli málsins samkvæmt er
ekki hægt að úthluta nýjum
stæðum nema einhverjir segi
sínum stæðum upp og það er
mismunandi eftir bílahúsum
hversu mikil velta er á bíla-
stæðum. Í sumum bílahúsum
er mjög litlu sagt upp af
stæðum og því lengjast bið-
listarnir ár frá ári. DV hefur
heimildir fyrir því að fólk
geti verið afar lengi á biðlista
og eru dæmi um fólk sem hef-
ur beðið eftir langtímastæði í
Kolaportinu í meira en ár.
Borgarlínan auki
val um ferðamáta
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
formaður skipulags- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur, segir
ánægjulegt að fólk sé að nýta
húsin enda hafi þau verið
byggð til þess.
„Þetta bendir hins vegar
til þess að gott sé að hækka
verð til að stytta biðlista. Við
gerum ekki ráð fyrir stór-
felldri aukningu á bílastæða-
húsum og því er mikilvægast
að bjóða upp á fjölbreytt-
ara val um ferðamáta sem
Borgarlína mun meðal annars
gera. Einnig er mikilvægt að
breyta bílastæðahúsunum
þannig að þau séu einnig fyrir
þá sem kjósa að hjóla og bjóði
upp á fyrsta flokks aðstöðu
fyrir hjól. Þá er mikilvægt að
hjólastæðin séu vönduð, með
góðri lýsingu og hleðslu fyrir
rafmagnshjól,“ segir hún.
Að mati Sigurborgar er
lausnin ekki sú að fjölga bíla-
stæðum. „Það væri að ausa úr
lekum bát. Bílastæði eru gríð-
arlega dýr fjárfesting og ef
eftirspurnin er meiri en fram-
boðið er skilvirkast að hækka
verðið. Langtíma lausnin felst
síðan í að minnka þörfina
fyrir bílastæði og skapa fólki
raunhæft val um fararmáta.“
Skammtímastæði
hlutfallslega dýrari
Þeir sem eru með langtíma-
stæði í bílahúsum Reykja-
víkurborgar hafa aðgang að
þeim allan sólarhringinn.
Mánaðargjaldið er lægst á
Vitatorgi, 7.500 krónur, mán-
uður í Stjörnuporti og á efri
hæð Bergstaða kostar 8.700
krónur, mánaðarkort í Kola-
porti og Traðarkoti kostar
9.000 og gjaldið er 14.500
krónur í Ráðhúsinu, á Vestur-
götu og í kjallara Bergstaða.
Bílastæðasjóður rekur einn-
samfellt í átta tíma á dag, alla
virka daga greiða að jafnaði
ríflega 14 þúsund á mánuði.
Engin bið hjá einkareknu
bílahúsunum
Enginn biðlisti er sem stendur
vegna langtímastæða hjá þeim
tveimur einkareknu bílahúsum
sem eru í miðborginni, í Hörpu
og á Hafnartorgi.
Í Hörpu eru 545 bílastæði en
bílahúsið er rekið af 118 Secu-
rity. Mánaðargjaldið í Hörpu
er 14.500 krónur og hefur fólk
þá aðgang að bílastæðahúsinu
frá klukkan 08 til 18.
Á Hafnartorgi eru 1.160
stæði en bílahúsið er rekið
af Regus. Sólarhringspassi
á Hafnartorgi kostar 27.000
krónur en einnig er hægt að fá
dagpassa sem gilda ýmist frá
klukkan 08-16 eða 09-17 og er
mánaðargjaldið þá 20.000. n
ig fjölda skammtímastæða
í miðborginni, bæði utan og
innan bílastæðahúsa en hlut-
fallslega dýrara er fyrir svo-
kallaða stórnotendur að nota
skammtímastæði en langtíma-
stæði.
Sá sem nýtir skammtíma-
stæði í Ráðhúsinu í átta
klukkustundir alla virka daga
þarf að greiða um 22 þúsund
á mánuði. Utan bílahúsa er
ódýrast til lengri tíma að
leggja í stæði á gjaldsvæði P3
og þeir sem nýta slíkt stæði
Bílastæði eru
gríðarlega
dýr fjár-
festing.
Yfir 300 eru á biðlista eftir langtímastæðum í bílastæðahúsum
Reykjavíkurborgar. Dæmi eru um að fólk hafi beðið í meira en ár.
Engir biðlistar eru hjá einkareknu bílahúsunum í miðbænum.
Bílar eru ekki
bara á götum
borgarinnar
heldur þarf
líka að leggja
þeim í stæði.
MYND/AÐSEND
Bílastæðahús Reykjavíkurborgar. GRAFÍK/DV