Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Síða 20
EFTIRSÓTTAR
á lausu
Íslenskar konur eru með ein-
dæmum glæsilegar og kraftmikl-
ar. Það þarf því engan að undra
að þegar sleggjur á borð við þær
sem prýða þennan lista eru ein-
hleypar – þá séu þær eftirsóttar.
LINDA PÉTURSDÓTTIR
Alheimsfegurðardrot tningin,
frumkvöðullinn og markþjálfinn
Linda Pé er á lausu. Linda heldur
úti vinsælli síðu, lindape.com, þar
sem hún er með vinsæl heilsu- og
grenningarnámskeið sem fara
fram á vefnum. Linda er menntuð
í stjórnmálafræði, heimspeki og
hagfræði, ásamt lífsþjálfun sem
hún starfar við í dag, með áherslu
á þyngdartap. Linda rak um ára-
bil Baðhúsið og er því vel kunnug
heilsugeiranum.
Linda á eina dóttur og býr á Álfta-
nesi í gullfallegu húsi við sjóinn en
vinir hennar og kunningjar segja
allt sem viðkemur Lindu vera
smekklegt og fágað eins og Linda
sjálf.
NADÍA SIF LÍNDAL OG LÁRA CLAUSEN
Vinkonurnar og frænkurnar Nadía
Sif Líndal og Lára Clausen vöktu
heimsathygli þegar greint var frá
heimsókn þeirra á Hótel Sögu til
ensku landsliðsmannanna Phil
Foden og Mason Greenwood. Fjöll-
uðu margir stærstu miðlar heims
á borð við BBC, The Sun, Ekstra
Bladet og The Times um málið,
auk þess sem samfélagsmiðlar
loguðu. Eftir fréttirnar fengu þær
Nadía og Lára mikla athygli á
samfélagsmiðlum og hafa rakað
inn mörgum þúsundum fylgjenda
á samfélagsmiðlinum eftir frétt-
irnar. Nadía Sif er tvítug fyrirsæta
og fyrrverandi fegurðardrottning.
Hún komst áfram í úrslit í Miss Uni-
verse Iceland í fyrra. Hún er búsett
í London. Lára er nítján ára og bú-
sett á Íslandi.
DÓRA BJÖRT GUÐJÓNSDÓTTIR
Dóra Björt er 32 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún náð langt í
stjórnmálum og er oddviti Pírata. Hún er einnig formaður mannréttinda-,
nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjarvíkurborg. Dóra Björt situr ekki
á skoðunum sínum og er óhrædd við að láta í sér heyra. Dóra litaði hárið á
sér nýlega ljóst og þykir það fara henni ákaflega vel. Kraftmikil kona sem
lætur í sér heyra.
ELÍSABET ORMSLEV
Söngkonan og förðunarfræðingurinn Elísabet syngur eins og engill og sló
svo sannarlega í gegn í undankeppni Eurovision. Elísabet, sem er 28 ára
gömul, er dóttir söngkonunnar Helgu Möller og fótboltamannsins fyrrver-
andi Péturs Ormslev. Hún hefur mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni
og þykir geisla af gleði.
SARA SIGMUNDSDÓTTIR
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er ein helsta CrossFit-stjarna heims. Hún
hefur keppt á CrossFit-leikunum síðan árið 2015 og mörgum öðrum stórum
mótum þar sem hún hefur staðið sig með prýði. Sara er vinsæl á samfélags-
miðlum og með yfir 1,8 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún er 28 ára, borðar
mestmegnis plöntufæði og á hundinn Mola.
MYND/EYÞÓR
MYND/SIGTRYGGUR ARI
MYND/AÐSENDMYND/INSTAGRAMMYND/INSTAGRAM
MYND/ÁSTA KRISTJÁNS
20 FÓKUS 2. OKTÓBER 2020 DV