Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Side 27
TÍMAVÉLIN É g og konan erum búin að fá nóg af þeim trakteringum sem okk­ ur stendur til boða frá ríkinu í formi sjónvarpsútsendinga. Dagskráin er verri en dauð, það stafar fnyk af henni frá skjánum; drungi, leiðindi, sori og svartnætti,“ sagði Knútur nokkur við DV í des­ ember 1999. Knútur tók því fagnandi nýjustu viðbótinni í ljósvakamiðlum þjóðarinnar um aldamótin: Skjáeinum sem í dag heitir Sjónvarp Símans. „Stuttar, lifandi en ögrandi fréttir, léttir þættir frá gömlu góðu árunum og svo Egill Helgason á sunnu­ dögum með aldeilis frábær viðtöl sem eru um hitamálin og þau sett fram eins og á að gera. Ég vel Skjáeinn um­ fram aðrar rásir.“ Ungur athafnamaður Kornungur athafnamaður horfði á sjónvarp kvöld eitt árið 1999. Nýlega hafði ný sjónvarpsrás, Skjáreinn, farið í loftið þó ekki væri um frumgerða dagskrárgerð að ræða heldur nostalgíurás sem fleygði áhorfendum aftur í tímann með þáttaröðum á borð við Dallas, I love Lucy og The Brady Bunch. Þessi ungi athafnamaður var Árni Þór Vigfússon, prestssonur sem þrátt fyrir ungan aldur átti að baki gífurlega farsælan feril. Hann og viðskiptafélagi hans, Kristján Ra. Kristjáns­ son settu upp einleikinn Hell­ isbúann sem hafði sprengt alla vinsældaskala og hefur því Árna að líkindum fund­ ist hann geta sigrað heiminn, enda lét hann slag standa. Árni og Kristján, ásamt Ey­ þóri Arnalds, keyptu Skjáeinn af þáverandi eigendum, Hólm­ geiri Baldurssyni og Róberti Árna Hreiðarssyni (síðar Ró­ bert Downey). Stanslaust stuð „Ég býð því öllum ungum andans mönnum góða endur­ gjaldslausa skemmtun á SKJÁEINUM í vetur og um ókomna framtíð,“ sagði Árni Þór í kynningarblaði Skjás­ eins þann 21. október 1999 þegar stöðin fór í loftið. Strax fóru í loftið þættir sem hafa orðið ódauðlegir með tíð og tíma, Innlit/Útlit með Völu Matt, Silfur Egils með Agli Helgasyni og síðar bætt­ ust við gullmolarnir Djúpa laugin með Dóru Takefusa og Íslensk kjötsúpa með Erpi Eyvindarsyni svo dæmi séu tekin. Mikið af ungu og lítið reyndu fólki kom að Skjá­ einum í upphafi, enda Árni og Kristján báðir rétt skriðnir yfir tvítugt. Markhópur Skjás eins var því eðlilega unga fólkið og þótti stöðinni FÓKUS 27DV 2. OKTÓBER 2020 Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is „Ég vel Skjáeinn umfram aðrar rásir“ Sjónvarpsstöðin sem hafði íslenskt efni í hávegum var fjármögnuð með ágóða af einu umfangsmesta fjársvikamáli Íslandssögunnar. takast mjög vel að fanga landsmenn í yngri kantinum. Segir sagan að mikið hafi verið um gleði á nýjum vinnu­ stað þar sem menn brugðu sér að jafnaði á Prikið eftir vinnu, en Prikið var einnig í eigu Árna og Kristjáns. Þeir félagar urðu þekktir innan íslenska samkvæmislífsins fyrir mikinn íburð, kampa­ vín og fallegar konur. Gullöld Skjáseins hófst strax á fyrsta degi. Þó leið ekki á löng áður en ballið var búið. Fjármagnið og fallið Það kostar hins vegar sitt að reka ljósvakamiðil, hvað þá einn slíkan sem leggur mikla áherslu á innlenda þáttagerð með tilheyrandi kostnaði. Hvaðan fengu tveir 23 ára karlmenn peningana fyrir þessum stórræðum? Ljóst var að þeir höfðu efnast nokkuð á velgengni Hellisbúans en það var þó ekki nóg til og veltu margir fyrir sér hvar gull­ gæsin lægi grafin. Árni ræddi við Morgun­ blaðið í október 1999 og var þar spurður hvernig fjár­ mögnum Skjáseins væri háttað „Við höfum auðvitað þurft á gríðarlega mikilli lánafyrir­ greiðslu að halda. Sem betur fer hefur bankakerfið fengið aukna trú á ungum, kraft­ miklum mönnum með góðar hugmyndir, eins og við teljum okkur vera. Nú eigum við Kristján 90% hlutafjár í íslenska sjónvarps­ félaginu og fyrrum eigendur Nýja bíós, Guðmundur Krist­ jánsson og Guðbergur Davíðs­ son 10% en við erum að ganga frá samkomulagi við fleiri fjárfesta. Það eru mjög sterk­ ir aðilar með mikla reynslu í viðskiptalífinu sem gaman væri að geta sagt frá en það verður að bíða.“ Sex árum síðar kom á dag­ inn að hluti þess fjármagns sem keyrði rekstur Skjáseins áfram í upphafi var ágóði af einu umfangsmesta fjársvika­ máli sem þá hafði komið upp hér á landi, Landssímamálinu. Fyrir tilstuðlan Svein­ björns Kristjánssonar, bróður Kristjáns Ra., runnu um 130 milljónir með ólögmætum hætti frá Landssímanum yfir í rekstur Skjáseins á ár­ unum 1999­2001 og árið 2005 voru Árni Þór og Kristján Ra. dæmdir til fangelsis­ vistar fyrir hlut sinn í fjár­ svikunum. Báru við heimsku Málið komst upp eftir að skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn á bókhaldi Skjás­ eins enda virtist reksturinn ekki standa undir sér. Þá kom á daginn að stórar fjár­ hæðir höfðu verið lagðar inn á reikninga tengda Skjáeinum og komu fjárhæðirnar frá Landssímanum. Sveinbjörn var aðalféhirðir Landssím­ ans og játaði hann brot sín afdrifalaust eftir að upp um hann komst. Hins vegar töldu Kristján og Árni að þeir hefðu ekkert rangt aðhafst. Þeir hafi tekið við fjárhæðunum í góðri trú. Í DV birtist frétt eftir að Árni og Kristján áfrýjuðu niður­ stöðu héraðsdóms til Hæsta­ réttar undir fyrirsögninni „Skjábræður verjast í Hæsta­ rétti með heimsku“, en þeir félagar byggðu vörn sín á því að það væri ekki ólöglegt að vera einfaldur eða auðtrúa og því væru þeir saklausir. Hæstiréttur beit ekki á það agnið, en mildaði þó fang­ elsisrefsingu þeirra félaga um nokkra mánuði. Áður en Landssímamálið var útkljáð fyrir dómstólum höfðu bæði Kristján og Árni sagt skilið við Skjáeinn og haldið til nýrra verkefna. Árið 2012 birtist þáttur af vinsælu þáttaröðinni Sönn ís­ lensk sakamál þar sem farið var yfir Landssímamálið og aðkomu þeirra Kristjáns og Árna Þórs. Og hvar var þátt­ urinn sýndur? Nú hvar ann­ ars staðar en á Skjáeinum. n Skjáreinn fór í loftið fyrir rúmlega tveimur áratugum. MYNDIR/TIMARIT.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.