Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Qupperneq 37
Gleðigjafinn og leikkonan Anna Svava Knútsdóttir er í Hrútsmerkinu. Hrútur-inn er afar metnaðarfullt merki, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og er jafnvel stundum of harður við sjálfan sig. Hrúturinn er sjálfstæður og því góður sem leiðtogi en er einnig þekktur fyrir að vera örlítið hvatvís sem bæði getur reynst honum gott og erfitt. Hrúturinn finnur sig oft í fyndnum aðstæðum en það fylgir því að vera „já“ manneskja. Gosi í bikurum Skapandi tækifæri | Innsæi | Skilaboð | Forvitni | Möguleikar Þér leiðist sjaldan og heilinn hvílist sjaldan þessa dagana. Mætti kalla það lúxusvandamál en þú ert með skrilljón hugmyndir sem þig langar að framkvæma. Það koma þó skilaboð um að passa að hlaða batteríin vel inn á milli og jarðtengja þig. Ég sé nokkur sjálf- stæð verkefni fæðast á næstunni sem þú munt verða mjög stolt af. Elskendur Ást | Sátt | Sambönd | Gildi | Val Þú ert í yndislegu „ying yang“-sambandi þar sem ólíkar persónur koma saman og bæta hvor aðra upp. Það er mikilvægt að rækta það sem maður hefur, lífið, vinnan og börnin taka eðlilega mestan tíma en það skiptir máli að gefa hvort öðru tíma í rómantískar stundir. Rómantíkin er í litlu hlutunum eins og að gefa sér tíma í hádegisstefnumót. Það þarf ekki að vera flókið, stórt eða í hverri viku, bara gott að vera með- vitaður í þessum hraða heimi, að stoppa og staldra við, við og við… Flónið Upphaf | Sakleysi | Frumkvæði | Frelsi Það er svo skemmtilega léttur andi yfir þér, þú ert fyndin og klár og nennir ekki að taka lífinu of al- varlega. Breyttir tímar með nýjum áherslum eru í kortunum þínum, þú mátt alveg hlakka til, þú færð meiri tíma fyrir sjálfa þig og þína og til þess að láta þín Skilaboð frá spákonunni Mér sýnist kominn tími á að panta langt helgarfrí, helst viku, segðu bara vinnunni og makanum að spákonan þín hafi skikkað þig í frí. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Anna Svava Knútsdóttir SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 02.10. – 08.10. Í yndislegu „ying yang“-sambandi… Fljúga aftur á vængjum ástarinnar MYND/VALLI stjörnurnarSPÁÐ Í S næfríður Ingvarsdóttir, ein efnilegasta leikkona landsins, og hinn hæfileika-ríki Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, eru byrjuð aftur saman. Þeirra leiðir skildi í byrjun sumars eftir sex ára samband. Þau virðast hafa fundið ástina á ný og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Högni er Vog og Snæfríður er Steingeit. Vogin og Steingeitin eiga fátt sameiginlegt og gætu ekki verið ólíkari. Vogin er félagslegt fiðrildi og elskar að hitta nýtt fólk. Steingeitin er hins vegar hæglát og hleypir ekki hverjum sem er að sér. Frami og vinna skipta Steingeit- ina miklu máli á meðan Voginni finnst mikil- vægara að finna jafnvægi og fegurð í lífinu. Ef þau elska og virða hvort annað, þrátt fyrir að vera algjörar andstæður, getur sambandið orðið gjöfult. Vogin er hamingjusömust þegar hún er í traustu sambandi og getur sýnt maka sínum allt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Ábyrga og röggsama Steingeitin er róleg í erfiðum aðstæðum sem er mikill kostur fyrir ákvörðunarfælnu Vogina. n Högni Egilsson Vog 3. október 1985 n Málamiðlari n Ákvarðanafælinn n Samstarfsfús n Forðast deilur n Örlátur n Félagsvera Snæfríður Ingvarsdóttir Steingeit 14. janúar 1992 n Öguð n Ábyrg n Góð sjálfsstjórn n Besservisser n Býst við því versta n Rökföst MYND/ERNIR Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna? Hrútur 21.03. – 19.04. Þú þráir breytingu og það helst í dag! Þú átt það til að vera hvatvís. Þegar svona orka kemur til þín getur allt gerst. Það verður gaman að vita hvaða flippi þú tekur upp á. Hvort sem það er að selja sófann, klippa af þér hárið eða kaupa eitthvað sem þig vantar ekki. Við bíðum spennt. Naut 20.04. – 20.05. Þú færð loks svar við spurningu sem hefur valdið þér svefnleysi. Þetta verður sannkallað „aha“- augnablik sem kemur með fulla tunglinu 1. október. Stundum þurfa ákveðin atriði að raðast upp til þess að svör verði augljós. Þetta skýrist síðar í vikunni. Tvíburi 21.05. – 21.06. Oft á tíðum vakna tilfinningar með fulla tunglinu. Líkt og hafið, flóð og fjara, við erum 70% vatn og tunglið hefur viðeigandi áhrif á skap- sveiflur okkar. Gefðu þér stund til þess að greina hvað liggur á bak við þessar tilfinningar og hvað þú getur gert í þeim. Krabbi 22.06. – 22.07. Orkan er þér hliðholl þessa vikuna. Margt sem hefur setið á hak- anum kemst loksins í verk. Ef þú ert að selja bíl eða húsnæði þá nýtist þessi orka þar. Sannkölluð framkvæmdagleði drífur þig áfram inn í október. Ljón 23.07. – 22.08. Þú nýtur þín verulega í haust- dýrðinni: Tekur myndir af haust- litunum, kveikir á kertum, ullar- sokkar á kvöldin með Noruh Jones í bakgrunni, bakstur og kósíheit. Þú hefur rétta viðhorfið, tekur breyt- ingum og áskorunum fagnandi. Meyja 23.08. – 22.09. Ástríðufull orka streymir til þín. Fólk gjörsamlega dregst að þér eins og segull. Sjarminn í hámarki og sjálfsástin blómstrar. Það er svo svakalega sjarmerandi. Ekki kippa þér upp við óvænt boð á stefnumót. Þú ert bara svona ómóstæðileg/ur! Vog 23.09. – 22.10. Þú nennir svo gjörsamlega ekki að vera fullorðin/n stundum! Vogin er ekki þekkt fyrir að taka lífinu of al- varlega en alvarlegt virðist það þó vera þessa dagana. Þessa vikuna hleypur þú púkanum út og ræktar þitt innra barn. Ráð vikunnar: Leiktu þér! Sporðdreki 23.10. – 21.11. Kannski ekki í fyrsta sinn sem þú þarft að gæta orða þinna en þú færð áminningu um það í vikunni. Þú nennir ekki að sykurhúða hlut- ina en stundum gætir þú farið milli- veginn svo allir verði glaðir. Þannig kemur þú upplýsingum áfram án þess að koma neinum í uppnám. Bogmaður 22.11. – 21.12. Úps, setti einhver kæruleysispill- una í kaffið þitt? Ef svo er þá er það einmitt það sem læknirinn hefði ráðlagt þér. Mögulega gleymir þú kaffimálinu ofan á bílþakinu þessa vikuna en þú finnur mikinn létti yfir því að gefa smá „so what“ í hlutina. Við þurfum öll smá skvettu af kæruleysi í kaffið. Steingeit 22.12. – 19.01. Þú mátt svo sannarlega vera spennt/ur fyrir komandi tímum. Þótt þú sért ekki komin/n á áfanga- staðinn þá ertu á réttri braut. Vittu til, það mun birta til. Þú finnur mun með hverjum deginum og sérð skýrar hvert þú stefnir. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Það er nú ekki líkt þér að vera bitur þannig að þú mátt bara gjöra svo vel og hætta því núna. Það þjónar engum tilgangi að halda í svona tilfinningar. Hristu þetta af þér og haltu áfram að vera hamingju- sami hippinn sem fer þér svo miklu betur. Fiskur 19.02. – 20.03. Þú ert í bjargvættarstuði; stendur á svölunum með ímyndaða skikkju sem blæs í vindinum og bíður eftir símtali frá einhverjum nánum í neyð! Ertu mögulega að hunsa einhver önnur vandamál heima við? GOSI BIKARAR ELSKENDUR FLÓNIÐ eigin draumaverkefni verða að raunveruleika. Ákveðin sjálfsvinna og ást hjálpa þér að komast fyrr á þessa braut sem er nú þegar í kortunum. FÓKUS 37DV 2. OKTÓBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.