Austri


Austri - 21.12.1995, Síða 4

Austri - 21.12.1995, Síða 4
4 AUSTRI Jólin 1995 Útgefandi: AUSTRI Tjarnarbraut 19, pósthólf 173, 700 Egilsstaðir, sími 471-1984, fax 471-2284, módem 471-2594 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Auglýsingar: Sími 471-1984, Margrét Gísladóttir. Verð í lausasölu kr. 150.-m/vsk. Askriftarverð á mánuði kr. 500.-m/vsk. Efni skal skila á diskum (dos) eða vélrituðu. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Jól í lok ógnarárs Enn líður að jólahátíðinni og þeirri kærkomnu tilbreytingu og hvíld hugans sem hún veitir. Slík tilbreyting er ekki síður nauðsynleg nútímamann- inum en forfeðrum okkar þótt umhverfið sé ann- að en áður. Tilveran snýst um aðdraganda þessarar hátíðar á annan og ágengari hátt en áður var með kaupmennsku á flestum sviðum. Eigi að síður er það tilfinningasljór maður sem hrífst ekki af helgi jólanna. Slíkan sess hefur þessi hátíð í huga og hjarta kristinna manna. A jólum leitar hugurinn til þeirra sem um sárt eiga að binda vegna áfalla í lífinu. Árið sem er að líða er að mörgu leyti ógnarár hvað þetta varðar hér heima og erlendis. Áföllin eru af ólíkum toga en þó gamalkunnir vágestir, stríð og náttúruham- farir. Fólk sameinast í bæn um það að nú fari þessum ósköpum að linna. Veðurfarið ræður maðurinn ekki við, en styrjaldarátök eru af hans völdum. Nú um sinn er friðvænlegra en áður í Evrópu og merk skref til friðar hafa verið stigin á öðrum átaka- svæðum til dæmis í Mið-Au sturlöndum. Hins vegar er friðurinn í Bosníu vopnaður friður þar sem brugðið getur til beggja vona. Þúsundir manna eru á leið þangað nú á aðventunni til að freista þess að varðveita hann. Þeim fylgja óskir um árangursríkt starf þegar þeir yfirgefa nú fjöl- skyldur sínar og halda á átakasvæðin. Á jólum sameinast fólk í bæn um frið á jörðu. Það er ekki síður ástæða til þess nú en áður. Hugurinn leitar einnig sterkt til þeirra sem eiga um sárt að binda á heimaslóð. Megi sá samhugur sem komið hefur í ljós hjá þjóðinn i á erfiðum stundum haldast. Sú bæn er efst í huga um þessi jól. Austri óskar lesendum sínum og þjóðinni allri gleðilegra jóla, árs og friðar. J.K. Jólablað Austra 1995 40. árgangur 46. tölublað Verð í lausasölu kr. 400 m/vsk. Askrift kr. 500 m/vsk á mánuði. Forsíðumynd: „Vestrahorn", myndina tók Kristín Benediktsdóttir, Höfn og hlaut myndin fyrsta sætið í ljósmyndasamkeppni Austra. Baksíðumynd: „Haust við hafið“, myndina tók Bragi S. Björg- vinsson, Jökuldal og fékk hún þriðju verðlaun í ljósmyndakeppninni. ^ RARIK Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í vélavinnu við lagningu 132 kv háspennulínu frá aðveitustöð Eyvindará við Egilsstaði ti 1 Seyðisfjarðar. Lauslegt yfirlit verksins. Línuflokkur Rarik á Austulandi mun reisa staura og leggja línuna. Verktaki á ein- ungis að framkvæma eftirfarandi þrjá aðskilda verkþætti undir stjórn Rarik: 1) Útvega og flytja malarefni á tiltekin stað á vegi eða við vegegslóða. Heildarmagn er áætlað um 500- 600 m3 2) Leggi til minnst 20 tonna beltagröfu ásamt tækjamanni í tímavinnu til að grafa fyrir staurum og aðstoða við reisingu staura. Heildartímafjöldi er áætlaður 500-600 3) Bora og sprengja klöpp og moka upp úr sprengdum holum fyrir staura þar sem klöpp er í staurastæði. Bora holur fyrir stagfestur (bergbolta) í bergi þar sem þess gerist þörf. Alls er gert ráð fyrir að sprengja þurfi fyrir 140-180 staurum og bora þurfi fyr ir 30-30 bergboltum. Bjóðendur geta gert tilboð í allt verkið eða í hvern af einstökum þremur verkþáttum þ.e. malarflutning, gröfuvinnu og borun og sprengingar. Til greina kemur að semja við einn, tvo eða þrjá aðila um verkið, þá hvern með sinn verkþáttin af þremur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins þverklettum 2-4 Egilsstöðum og Lauga- vegi 118, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 18. desember 1995 og kostar hvert eintak kr. 2.500,- Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Þverklettum 2-4 Egilsstöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 10. janúar 1996 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merkt RARIK 95 005 r íslenskt ...aö sjálfsögðu Áramótakveðjur, auglýs- ingar og annað efni í blaðið þurfa að hafa borist eigi síð- ar en á hádegi 3. janúar. CEPTIM /i Knn I B0í^“r 0uWkkur QuCCsC^art mitCið úrvaí GLERAUGU ÚR & KLUKKUR SKART & GJAFAVARA SÍMI471-2020 / 471-1606 FAX 471-2021 LAGARÁS 8 - PÓSTHÓLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR með áttavita itivistarfólk BIRTA Birta Einarsdóttir úrsmiður - Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.