Austri - 21.12.1995, Side 7
Jólin 1995.
AUSTRI
7
sinni við sögu á helgum jólum
bernsku minnar. Annars var líka
ekki að vænta því þetta var stráhatt-
ur með breiðum börðum, til þess
gerður að skýla fyrir heitu sólskini í
Suðurálfu og hentaði auðvitað alls
ekki á hvítum jólum úti á Islandi.
Þannig var mál með vexti að þegar
Gísli föðurbróðir minn sneri heim
frá hvalveiðum í Afnku 1917 færði
hann frænda sínum tvævetrum
þennan forláta grip, gersemi sem
aðeins var gripið til við hátíðleg
tækifæri.
Svo líða nokkur ár og það eru jól
og komið fram á kvöld. Spila-
mennskan var í algleymingi.
Mamma færði okkur mjólk og kræs-
ingar sem við neyttum með góðri
lyst. Gunna hefur áreiðanlega feng-
ið molasopa sem hún kunni vel að
meta, bakkelsi var henni síður að
skapi.
Aður en við tækjum til á ný þurfti
ég að fara afsíðis. Húsnæði til
einkanota fyrir hvern mann var þá
ekki innbyggt í vistarverur fólks,
ekki á þessum slóðum, og þó til
staðar, sér byggt úti á hlaði. Ég
kippti skóm á fætur mér eins og
fornmenn gerðu þegar svo stóð á.
Og þar sem veður var fremur svalt
og golukaldi ofan í kaupið þótti mér
óráðlegt að fara þessa nauðsynjaferð
berhöfðaður. Sýndist mér þá best
við eiga, þrátt fyrir norðlæga
breiddargráðu, að setja upp hitabelt-
ishattinn, á þessu hátíðarkvöldi.
Það var undan veðri að fara á út-
leiðinni og allt gekk vel. En svo fór
í verra. Þegar ég snaraðist fyrir hús-
hornið og átti fáein skref ófarin að
útidyrunum kom vindsveipur ofan
úr fjalli, skaust undir hattbörðin
breiðu og hreif hattinn með sér eitt-
hvað út í buskann.
Mér féll allur ketill í eld, kom inn
„fölur og fár“ og vitnaðist þó fljótt
hvað í var orðið. Var mér svo mjög
brugðið að ég leit ekki við spilun-
um, háttaði ofan í rúm og fór að lesa
í Nýja testamentinu sem ég hafði
fengið íjólagjöf.
Nú er þar til að taka að á þeim
misserum var á Brekku annar ungur
maður, Arni Björnsson frá Reykj-
um, og hefur vísast verið fylgdar-
maður minn í téðri ferð. Hann var
fjórum árum eldri en ég, kjarkmaður
og „klókur í sér“. En þá einkunn
notuðum við oft okkar á milli seinna
þegar okkur þótti það við eiga. Og
tekur nú til sinna ráða.
Já, Arni fór að leita hattsins. En
ekki get ég ímyndað mér að
nokkrum hafi þótt sú leit líkleg til
að bera árangur. Ekki var dagsbirt-
unni fyrir að fara og vindur stóð inn
og niður frá bænum og eins líklegt
að hatturinn hefði fokið út á fjörð og
sigldi nú hraðbyri frá landi. Hver
gat sagt um það?
Snjór var um allar jarðir, bjart
uppi yfir og líklega glæta af tungli.
Nema Árni kemur auga á örmjó för
eftir börðin á hattinum þar sem hann
hafði skondrað undan vindinum
ofan á fannbreiðunni, skáhallt áleið-
is til sjávar. Náði hann svo að fylgja
þessari veiku vegvísun inn og niður
tún og allt niður í fjöru. Og viti
menn. Þar liggur þá sólhatturinn frá
Suður-Afríku, kirfilega skorðaður
milli tveggja steina. Nú skyldu
menn halda að eigandi hattsins
hefði orðið fjöðrum fenginn þegar
Árni kom sigri hrósandi með þessa
sérkennilegu kuldahúfu.
En það var nú öðru nær. Svo er
sagt að þá hafi ég fleygt frá mér
Nýja testamentinu án þess að segja
orð, breitt sængina upp yfir höfuð
og ekki látið á mér kræla það sem
eftir var kvöldsins.
Varla þarf að nefna það að daginn
eftir hafði þessi skaðasári, ungi
maður tekið gleði sína, albúinn að
hefjast handa við spilamennskuna á
ný ásamt hinum krökkunum - og
Gunnu.
Á hinn bóginn má vel geta þess
að sögulokum að tveimur árum
seinna var hatturinn góði aftur „hætt
kominn“. Eigandi hans lenti í Sterl-
ingsstrandinu við Brimnes 1922
ásamt móður sinni og fóstursystur.
Engin mannhætta var þar á ferðum
en nokkur ruglingur varð á farangri
farþega er þeir voru feijaðir til lands
á skipsbátnum. Hatturinn varð til
dæmis viðskila við eiganda sinn í
fyrstu ferðinni. Leið svo og beið. En
þegar réttar voru upp á klappirnar,
úr síðasta bátnum, hinar og þessar
eigur ferðafólksins sem legið höfðu
eftir um borð, þá skilaði hann sér
hatturinn í réttar hendur, ekki bar á
öðru.
Vilhálmur Hjálmarsson
‘Þölfáum starfsfólfc
tiísjós og Cands
góða samvinnu
á árinu scm er að Cíða.
Skinney hf.
Steinunn SF 10, Freyr SF 20, Skinney SF 30
Höfn, Hornaílrði
MÓÐIR
Ég vil þakka allar stundir,
er ég hvíldi í skauti þínu.
Þessir Ijúfu, liðnu fundir,
lögðu yl að hjarta mínu.
Þú hefur vakað vegna mín
vetrar langar nœtur,
afþvífesti ástin þín
innst í hjarta rætur.
Frið og mátt égfann í svör-
um,
flest ég man aforðum þínum,
meðan bœrist bros á vörum
blika tár á hvörmum mínum.
Efað kom ég inn til þín
og var þungt í geði
breyttirðu œtíð móðir mín,
minni hryggð í gleði
Þvífœr ekki þungi og hiti
þreytt mig enn á lífsins göngu
að mérfmnst, sem enn ég siti
endur hjá þérfyrir löngu.
JÓLAMINNING 1929
Hvað er á jörðu svo himnesk sem jól?
I hæðunum stjörnurnar brenna.
Eru þau ekki œvinnar sól?
Því augu til himins renna.
I austri stjarnan aföllum ber,
sem eilífa Ijósið mannanna er,
svo vorið í vitund þeim kemur.
íhreysi og sölum er helgidagsró,
og hátíða söngvarnir óma,
sem veita hjartanu vœrðir ogfró
og vekja til lífsins afdróma,
því kœrleikansdrottinn klappar á dyr,
hjá konu og manni og barni sem spyr
umfæðingu Krists, syngdu fagnaðar hljóma.
Höfundur
Bjarni Jónsson kennari
fæddur í Grófargerði 28.4 1895.
dáinn 28.7 1981
'é
★
- AfAust -
Óslqim fAustfirðingum gíediíegrajóía
og farsœídar á þpmancti árum.
‘Þöfcfum ánægjuíegt samstarf á tiðnu ári.
- AfAust-
Atvinnuþróunarfélag Austurlands
Atvinnuþróunarsjóður Austurlands
.—
\
Sendum öCtitm viðsfciptavinum
ofcfcar og starfsfóCfci Sestu ósfcir
um gCeðiCegjóC ogfarsæCd
á fcomandi ári.
1
Kaupfélag Vopnfirðinga
Mjólkursamlag Vopnfirðinga
Sláturfélag Vopnfirðinga
Vopnafirði
___________