Austri


Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 12

Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 12
12 AUSTRI Jólin 1995 Síðasti bær- inn á Heiðinni Guðrún Benediktsdóttir. Guðjón Gíslason. Frásögnin sem hér fer á eftir er unnin eftir tuttugu ára gömlum segulbandsupptökum. Þar sem systurn- ar Arnheiður og Hallveig Guðjónsdætur rifja upp minningar frá uppvexti og búskaparháttum í Heiðarseli á Jökuldalsheiði. Foreldrar þeirra ,hjónin, Guðrún Benediktsdóttir og Guðjón Gíslason bjuggu í Heiðarseli í 37 ár og fluttu síðust ábúenda úr Heiðinni. Áður en þau hófu þar búskap voru þau á nokkrum bæjum á Jökuldal. Fyrst í Merki, þar sem þau opinberuðu trúlofun sína árið 1907 og þar fæddust fyrstu börn þeirra tvíburarnir Sigrún og Einar. Sama ár flytjast þau að Ármótaseli þar sem þau búa 3 ár. Þaðan fara þau í Hjarðarhaga þar sem þau eru í eitt ár og síðan í Arnórsstaði og flytja þaðan í Heiðarsel. Guðrún og Guðjón eignuðust 6 börn. Einar og Sigrúnu sem fyrr hafa verið talin, Sólveigu, Arnheiði, EIís og Hallveigu. En gef- um nú þeim systrum orðið: Drepið á sögu Heiðarsels Gamli bærinn í Heiðarseli stóð að sögn Stefáns heitins í Möðrudal, á bakka Rifpolls þar sem nú eru rústir af fjárhúsum og hesthúsi. Eftir öskufall byggði Helgi Bjóla Dag- bjartsson nýjan bæ nokkru ofar og sér þar enn á tættur. Helgi Bjóla flutti til Ameríku. Næsti ábúandi var Sigfús Einarsson er bjó þar um hríð með konu er Guðbjörg hét. Drengi áttu þau tvo saman, Vilhjálm og Halldór. Guðbjörg átti tvö börn áður, stúlku er hún missti og dreng er Jón Guðlaugsson hét og lengi var vegavinnu verkstjóri í Vopnafirði. En þangað flutti þetta fólk og bjuggu þeir bræðurnir Halldór og Vilhjálmur á Búastöðum í Vopna- firði. Árið 1912 keyptu þau hjónin Guðrún Benediksdóttir og Guðjón Gíslason Heiðarsel af Sigfúsi, sem þá var við aldur og farinn af heilsu. Hafði alltaf verið fremur veigalítill maður, en Guðbjörg var mikið yngri, bústin og hin þreklegasta kona. Guðjón og kona hans höfðu verið í húsmennsku á Arnórsstöðum þetta ár hjá Þorkeli Jónssyni og Bergþóru systur Guðrúnar. Þá voru allar jarðir fullsettnar enda húsa- kynm yfirleitt léleg og tún smá. A leið til fyrirheitna landsins Svo lögðu þessi ungu hjón upp í ferðalag, með búslóð sína og börn- in þrjú, Einar og Sigrúnu sem fædd eru 1907 og Sólveigu sem er fædd 1912, inn á Vesturheiðina. Það marrar í reipum og klökkum er reið- ingshestarnir þræða göturnar vestur víðáttumikla heiðina. Konan situr á Skjónu sinni og reiðir yngsta barn- ið, á fyrsta ári. Hún situr í söðli með rauðu flossæti. Sítt reiðpilsið fellur alveg niður á fótskör söðulsins. Reiðtreyjan fellur þétt að mittinu. Þetta er grannvaxin kona, tæplega í meðallagi há. Ljósgulir snarhrokkn- ir lokkar hafa fallið undan reiðhatt- inum fram á ennið. Þeir vinda upp á sig og vilja ekki fylgja fléttunum sem falla aftur á bakið. Hún er rjóð í kinnum og björt, röskleg og glöð í allri framkomu. Maðurinn situr á Heiðarselsbœrinn. Rauð sínum, en gengur við og við og gáir að hvernig fer á hestunum. Hann er meðal maður á hæð og fremur grannvaxinn, svarthærður með stór dökkbrún augu. Hvikur í hreyfingum. Það er eitthvað mikið fíngert við hann. Margur hefði hugsað að þessi maður mundi ekki búa lengi vestur á Jökuldalsheiði, en reyndin var þó önnur . Hann bauð margri stórhríð birginn og villtist aldrei þó að hann lenti oft í krappan dans á Heiðinni. Sumar fagurt er á Jökuldalsheiði. Glitrandi vötn, ljós- grænir grávíðiflákar, dimmgræn rauðbriskingsdrög með hvítum fífu- sundum. Fagurgræn stör í tærum pollum. Fölgræn ljósalykkja umgirt háum desjum með brúnu og grænu lyngi. Heiðarfegurðin hrífur hjörtu ungu hjónanna og entist þeim til æviloka. Síðustu orð Guðrúnar í þessum heimi voru: „Sjáið þið ekki hvað bjart er yfir og svanimir fljúga, allir í suðurátt." Áningarstaður hjónanna er á Vet- urhúsum. Þar bjuggu þá Björg Bjarnadóttir og Sigurður Hannes- son. Þar var gott að koma og njóta hvfldar og hressingar. Frá Veturhús- um er stífur klukkutíma gangur í Heiðarsel. Þangað var komið upp úr miðjum degi. Þá var að flytja inn. Ekki var búslóðin mikil, aðeins þeir hlutir sem ekki var hægt að komast hjá að eiga á þeirra tíma mæli- kvarða: Kommóða, koffort, fata kista, búrkista og fleira. Baðstofan var sex álnir að lengd og sex á breidd. Sneri frá austri til vesturs. Með fjögurra rúðu glugga fram á hlaðið og tveggjar úðu glugga á vesturhlið sem hægt var að opna. Þar var matborð, en frístand- andi eldavél undir austurglugga. Þessi eldavél fylgdi með í kaupun- um og entist alla þeirra búskapartíð. Hún átti sína sögu sem hvergi hefur verið skráð. Var úr búi Stefáns Andréssonar og Guðrúnar Hálfdán- ardóttur er bjuggu á Laugavöllum. Trúlega hefur engin taðeldavél komist lengra inn í landið. Þó húsa- kynni væru ekki stór voru þau sæmilega byggð og hin snyrtileg- ustu. Þrjú burst voru fram á hlaðið, baðstofa syðst svo búr með lágri burst. Yst var bæjar dyraloft nokk- uð hærra en búrið. Bæjardyr voru rúmgóðar eins og tíðkaðist á þeim árum. Þaðan tók svo gangur við og þar var gengið í hlóðareldhús nyrst og næst bæjardyrum. En móti búr- dyrum var lítil gluggalaus skonsa, þar sem gengið var inn í kýrheyið, þar svaf hundurinn og þar álitum við börnin að draugarnir ættu heima. Svo var hurð innst í gangin- um inn af baðstofustiga en kussa átti sinn bás nyrst undir baðstofugólfi. Einnig átti hrútsi þar bás og hafði til að dangla rösklega í jötuna þegar eitthvað var að hjá honum. Jörðin var greidd með sauðasmjöri Kýr og ær mjólkuðu vel á heið- inni. Smjör var þá lagt inn í verslan- ir og var Heiðarsel borgað í sauða- smjöri á tveimur eða þremur sumr- um. I hlóðareldhúsi var sauðamjólk- in flóuð í svörtum stórum slátur- potti. Þar var einnig yljað til osta þegar mest var í ánum framan af sumri. En framhald ostagerðarinnar fór fram í búrinu. Bústofn var ekki stór þegar komið var í Heiðarsel, 3 hestar, 1 kýr, 40 ær og var eitthvað Sólveig Guðjónsdóttir. af þeim leiguær. Fært var frá ám fram til ársins 1937, en eftir það voru tvær kýr. Var þá komið dálítið tún. Taðan af túninu var svo góð og kraftmikil að varla var hægt að gefa hana eintóma. I Heiðarseli óx lauf- kyrningur heim að bæjarvegg en mýrlent var bæði fyrir neðan og sunnan. Fyrir ofan bæinn voru móar með holtasóleyjum og berjalyngi. Engjar voru nokkuð langsóttar. Að- allega var heyjað lauf og flóahey. Lauf var kjarna fóður ef það hirtist vel, en ekki þótti gott að gefa það mjög einhliða og var því jafnan flóaheyi og mýrgresi gefið með, ef hægt var. Landbúnaðartæki voru hvorki fyrirferðarmikil eða fjöl- breytt. Aðeins orfið, ljárinn og hríf- an sem hafa mátti á annarri öxlinni. Svo voru það nú hjólbörurnar til að aka sauðataðinu úr fjárhúsunum og fjóshaugnum á túnið. Flórkassinn var aðeins notaður á vetrum en und- ir honum voru meiðar og þannig fór nokkuð af áburðardreifingunni fram. Svo var það hesturinn og kerr- an. Baðstofan var allt í senn, eldhús, svefnherbergi, matsalur, sauma- stofa, tóvinnuherbergi. kennslustofa og leikvöllur barna margan kaldan vetrardag. Og fjölskyldan hélt áfram að stækka. Árið 1915 fæðist stúlka sem gefið er nafnið Arnheiður. Þremur árum síðar bætist sveinninn Elís í hópinn og árið 1923 fæðist yngsta dóttirin Hallveig. Erfíðir tímar Fyrstu búskaparárin á Heiðarseli gengu allvel og batnaði efnahagur. Árið 1914 skall stríðið á með þeim afleiðingum að verðlag hækkaði. Upp úr 1920 komu vond ár, þó hóf bóndinn á Heiðarseli að byggja nýja baðstofu. Hún var 10 álna löng, vel há og átti að vera eldhús og stofa niðri. Einnig keypti hann ær á ak- sjón og hest á háu verði. Eins og svo margir aðrir hélt hann að verðlag myndi haldast óbreytt eða jafnvel fara hækkandi. En það fór á annan veg. Landbúnaðarvörur féllu en inn- keyptar vörur hækkuðu í verði. Hallinn var mikill og seint gekk mörgum að borga skuldir sem hlóð- ust upp á stríðsárunum. Við bættist vont árferði árin 1923 -1924, en þau ár gekk heyskapur mjög illa í Heið- inni. Um þessar mundir lenti jörðin í verslunarskuld á Vopnafirði eða „Sú sameinaða", sem kölluð var tók hana. Efni voru ekki til að klára baðstofuna og var búið í henni þannig fyrst um sinn. Eftir 1924 fór árferðið batnandi og silungsveiði jókst í vötnum með hverju ári. Gamlir menn sögðu að loksins væru vötnin að ná sér eftir öskufallið. Það var oft glatt á hjalla Árið 1924 lagðist Grunnavatn í eyði. Það var snoturt býli og snyrti- mennska utan húss og innan. Heið- arselsfólkið saknaði sárt þessara góðu granna. Björgvin á Grunna- vatni var búin að eiga grammafón og harmóníku lengi og töldum við Heiðarselsbörnin ekki sporin eftir okkur heim að bænum þeim enda gestrisni mikil og glatt á hjalla. Björgvin var þá fullorðinn maður en lék sér alltaf með okkur krökkunum, í blindingjaleik, hafnarleik og fleiru. I sjálfu sér var ekkert skemmtanalíf Elís, Hallveig og Arnheiður.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.