Austri - 21.12.1995, Blaðsíða 19
Jólin 1995.
AUSTRI
19
Addi framhald af bls. 16.
Eitt vorið, ætli það hafi ekki vorið
1964, var sérstaklega eftirminnilegt.
Þá var vegurinn frá Egilsstöðum
hingað út eftir kolófær, allur eins og
hann lagði sig og engin leið að
komast hann á vörubíl. Þá bauðst
Björn Stefánsson kaup-félagsstjóri
til að lána mér GMC trukk sem
kaupfélagið átti. Eg þáði það auðvit-
að og notaði hann til að komast á
milli og veitti ekki af. Trukkurinn
var með spili og það var víða
þannig, að hann komst ekki upp úr
drullunni öðruvísi en að draga sig
upp á spilinu. Þegar þetta var voru
flestir vegir niðurgrafnir og í verstu
pittunum rakst stuðarinn stundum í
bakkana. Einhverju sinni þetta vor
var ég að koma frá Egilsstöðum á
trukknum og var með hlass á pallin-
um. Þá gerist það í drullupitti í hlið-
arhalla út á Eiðaöxlum að skjól-
borðið brotnar af og allur flutning-
urinn, tonn af fóðurkorni, brúsar og
annar vamingur lenti í drulludýkið.
Það var ljóta verkunin. Þegar þetta
gerðist var ég með aðstoðarmann,
Magnús Sigurðsson frá Hjartarstöð-
um. Þetta vor gerði alveg ægilegt
páskaveður og það kom svo snöggt
að það var eins og hendi væri veif-
að. Áður hafði um tíma verið ein-
muna blíða, svo það var snjólaust
og frost byrjað að fara úr jörðu. Við
Bói (Magnús Sigurðsson) vorum þá
á Kaupfélags gemsanum út á Egils-
stöðum. Um kaffileytið erum við að
taka bensín í Söluskálanum og bú-
ast til heimferðar. Það hafði verið
spáð vondu veðri og í norðri blasti
við okkur biksvartur veggur. Þegar
við keyrðum upp þar sem nú er
Fagradalsbrautin byrjaði að snjóa og
þegar við komum upp á vegamótin
til Reyðarfjarðar var komið sjóðvit-
laust veður. Við vorum það sem eft-
ir var dagsins og fram á kvöld að
brjótast út í Eiða í aurbleytu og snjó.
Hefðum við ekki verið á trukknum
hefðum við aldrei komist út eftir.
Dóttirin fæddist í bíl
Aurbleyta á vegum gerði Adda og
Dagnýju konu hans grikk í annan
tíma og varð þess valdandi að
einkadóttir þeirra Sigríður fæddist í
bíl rétt utan við Eyvindarárbrúna.
Eg spyr Adda nánar um þennan at-
burð. „Þetta var vorið 1966. Ég var
auðvitað hvergi nærri, var einhvers
staðar að brjótast í flutningum.
Dagga var á Eiðum þegar þetta var
og Jökull Sigurðsson, sem var kenn-
ari þar keyrði hana á fæðingardeild-
ina. Hann átti þá stóran Chervolet,
bíl með drifi á öllum hjólum og á
þessu farartæki leggja þau af stað í
Egilsstaði. Sigrún Björgvinsdóttir
fer með, svona til halds og trausts.
Þegar komið er inn undir Eyvindará
drepur bíllinn á sér í drullupitti og
fer ekki í gang aftur. Jökull hleypur
upp í Miðhús til að hringja eftir að-
stoð. Á meðan fæddist barnið þarna
í bílnum og Sigrún sem var búin að
eiga nokkur börn sjálf var ekki í
nokkrum vandræðum með að veita
þá hjálp sem þurfti. Fljótlega komu
svo Haukur Magnússon læknir og
Brynhildur Bjarnadóttir ljósmóðir
frá Egilsstöðum á vettvang. Þær
mæðgur voru síðan fluttar á fæðing-
ardeildina og heilsaðist vel. Bíllinn
var eftir þetta í gríni kallaður fæð-
ingarheimilið. Þegar Jökull fór frá
Eiðum keypti Björn Andrésson
hann og notaði hann lengi í póst-
flutninga." Dagný hefur setið
álengdar og hlýtt á spjall okkar
Adda. Hún bætir við að fæðinguna
hafi borið svo brátt að, að hún hafi
ekki einu sinni haft tíma til að vera
hrædd og allt hafi þetta gengið að
óskum, þrátt fyrir óvenjulegar að-
stæður.
En hvernig er með litlu stúlkuna
sem þarna leit dagsins ljós, var hún
ekki fædd með bíladellu? Addi
brosir við. „Jú, það má nú eigin lega
segja það. Hún var bara smá angi
þegar hún byrjaði að fara með mér í
mjólkurferðimar. Þegar eitthvað var
að veðri átti ég oft í mestu vandræð-
um með að fá hana til að verða eftir
heima. Ég vissi aldrei af henni á
þessum ferðalögum, hún var alltaf
eins og ljós . Á bak við bflstjórasæt-
ið var dálítið skot þar sem ég
geymdi pósttöskurnar og ýmislegt
dót. Þangað skreið hún þegar hún
varð þreytt og sofnaði. Hún var
heldur ekki gömul þegar hún fór að
hjálpa mér. Á þessum árum var
mjólkurstöðin þar sem brauðgerðin
er nú og pósthúsið var enn í gömlu
símstöðunni. Það var því stutt að
fara á þessa staði og hún trítlaði
með tómar pósttöskumar út á póst-
hús og fór síðan með úttektarmið-
ana frá bændum í kaupfélagið. Þá
var Anna Birna Snæþórsdóttir sem
nú býr í Möðrudal að vinna þar og
Sigga mín fór alltaf með seðlana til
hennar. Þetta flýtti fyrir mér, því
þegar ég var búin að koma af mér
mjólkinni var oftast búið að ganga
frá póstinum í töskumar og afgreiða
pantanirnar í kaupfélaginu.“ Fór
ekki drjúgur tími í alls konar útrétt-
ingar fyrir bændur? „Jú, það voru
margir snúningar. Ég var beðinn að
útrétta hreint alla hluti mögulega og
ómögulega fyrir bæði bændur og
húsfreyjur, allt frá tvinnakeflum upp
í timburfarma. Svo rak ég erindi hjá
lækni bæði fyrir menn og skepnur
og varð þá á stundum að gefa sjúk-
dómslýsingar. Einu sinni kom sveit-
ungi minn nokkuð við aldur að máli
við mig og bað mig blessaðan að
fara nú til læknisins fyrir sig og fá
eitthvað við niðurgangi. Þá var hér
læknir sem ég man nú ekki lengur
hvað hét, ákaflega hress og
skemmtilegur. Ég ber upp við hann
erindið og hann lætur mig hafa gutl
á glasi sem sjúklingurinn á að taka
inn. Svo skila ég af mér glasinu, en
eftir viku er karl kominn aftur og
Nú ég fer aftur og hitti doktorinn og
færi honum þessi boð. Hann bregð-
ur sér inn í lyfjabúrið og kemur aft-
ur með mixtúru sem hann réttir mér
hlæjandi með þeim orðum að dugi
þetta ekki verði bara að setja tappa
í karlinn.
Vatnadreki á bæjarlækinn
er draumurinn
„Ég hætti í mjólkurflutningunum
árið 1973. Þá vorum við Dagný fyr-
ir nokkru búin að byggja okkur
íbúðarhús og byrjuð að búa hér á
Hóli. Ég sá að það gekk ekki að
vera í hvoru tveggja búskapnum og
flutningunum og ég valdi búskap-
inn. Þegar ég var að hætta voru
tankflutningamir að byrja og Svavar
Stefánsson sem þá var mjólkurbús-
stjóri spurði mig hvort ég hefði ekki
áhuga á að gera út tankbíl. Ég var
sannast að segja dálítið veikur fyrir
hugmyndinni, en þegar ég hafði at-
hugað málið sá ég að það var alltof
kostnaðarsamt fyrir mig og hugsaði
ekki um það meir.“
Það fer ekki fram hjá neinum sem
hingað kemur í hlaðið, að þú átt þér
það áhugamál að gera upp gamla
bfla, ertu búin að fást við það lengi?
„Ég hef verið að dútla við þetta í
nokkur ár. Ég tók alltof seint við
mér. Það höfðu margir eigulegir bíl-
ar verið jarðaðir þegar ég loksins fór
að gera eitthvað í málunum.“ Hvað
áttu marga fornbíla núna? „Ég á
fjóra trukka. Kanadískan Chervolet
árgerð 1944 , tvo Gemsatrukka, ár-
gerðir 1943 og 1944, sem ég keypti
af norska hernum, og Reo Studi
Baker árgerð 1952, sem ég fékk hjá
KEA á Dalvík.“ Liggja margar
vinnustundir í þessum bílum? „Já,
sérstaklega þeim kanadíska, sem ég
gerði upp alveg frá grunni. Ég hef
alltaf séð eftir því að halda ekki
saman tímunum sem í hann fóru. Ég
fékk þennan trukk hjá Þóroddi
Árnasyni, bílaáhugamanni í Nes-
kaupstað. Var lengi búinn að bera
víumar í hann, en Þóroddur tók lítið
undir og sagði hann ekki falan. Svo
kemur hann eitt sinn hér og segir að
ég megi eiga bflinn, ef ég nenni að
hirða hann. Þá var ég fljótur af stað.
Bíllinn hafði síðast verið notaður
sem slökkvibíll, en ég gerði hann
upp í upprunalegri mynd, setti á
hann pall og smíðaði sturtubúnað.
Þetta er samskonar trukkur og Ás-
grímur föðurbróðir minn átti og
leyfði mér að keyra þegar ég var
strákur og það gerði hann auðvitað
enn eftirsóknarverðari. Trukkana frá
norska hernum hef ég flutt inn í fé-
lagi við Sigurð Jónsson í Lagarfoss-
virkjun. Við höfum verið í sambandi
við ágætis mann út í Noregi, föður
Beritar á Hallormsstað, sem hefur
hefur boðið í bílana fyrir okkur og
jafnvel borgað þá til að byrja með úr
eigin vasa, ef þannig hefur staðið á.
Við Siggi höfum svo dundað við að
gera upp þá upp hvor í sínu lagi, en
átt gott samstarf um útvegun vara-
hluta og fleira. Fyrri bflinn flutti ég
inn 1994 og hef lokið við að gera
hann upp en þann seinni fékk ég í
haust og ætla mér að dunda við
hann í vetur ef tími gefst til. Þessir
bflar eru gangfærir og í ágætu lagi,
en það þarf að rífa þá alla í sundur
hreinsa, stykkin og sandblása og
síðan sprauta svo það liggur í þessu
töluverð vinna“.
Áttu þér einhver draumaverkefni
á þessu sviði? „Já, mig hefur alltaf
langað að komast yfir skriðdreka og
gaman væri að gera upp gamalt
mótorhjól. En stærsti draumurinn er
að smíða vatnadreka." Og Addi
bætir við kíminn. „Ég þarf að geta
komist yfir bæjarlækinn, og heim-
sótt nágranna minn Öm í Húsey, án
þess að keyra hundrað kflómetra.“ (
Þess má geta að bæjarlækurinn á
Hóli er sjálft Lagarfljótið.) „Ég er
hér með teikningar af svona tæki,
það má nota í þetta jeppa eða grind
af Gemsa. Mig vantar bara tíma.“
Hefurðu menntun í vélvirkjun?
„Ég hef enga pappíra, en ég var tvo
vetur á verkstæðinu hjá Steinþóri
Eiríkssyni og það hefur reynst mér
góður skóli. Það var alveg óskap-
lega gaman að vinna hjá Steinþóri,
en það er nú önnur saga. Þetta var á
árunum sem ég var að vinna á ýtu
hjá Ræktunarsambandinu. Þá var ég
með ýtumar á verkstæðinu á vetmm
og sinnti viðhaldi og viðgerðum.
Þegar ég var ungur hafði ég hug á
að komast í iðnskóla og læra bíla-
viðgerðir, en það varð ekki af því,
kannski vegna þess að ég lenti í
slysi þegar ég var að vinna við
byggingu Grímsárvirkjunar og
missti tvo fingur.“
Eg mundi engu breyta
Nú hefur komið mynd af þér og
fornbílunum í sjónvarpinu koma
ekki margir hingað heim og vilja
hafa tal af þessum manni? „Það hafa
nú engir áhuga á manninum, en
margir vilja gjaman sjá bflana. Okk-
ur finnst báðum mjög gaman að fá
gesti og hingað koma margir, sem
betur fer.“
Nú býrð þú hér, einhverjir mundu
segja á hjara veraldar, hefur þér
aldrei dottið í hug að flytja í burtu?
„Nei, aldeilis ekki, það hefur mér
aldrei dottið í hug. Náttúran hér er
alveg einstök, dýralífið er svo fjöl-
breytt. Á vetrum eru hreindýrin í
hlaðvarpanum og á vorin er hér
mikið fuglalíf og selalátur við Fljót-
ið. Þegar ég var strákur var ég
hreinlega byssuóður og fram eftir
öllum aldri stundaði ég veiðar,
veiddi hreindýr, seli, fugla, minka
og refi, já hreint allt sem ég komst
yfir. Nú er þessi veiðináttúra að
mestu leyti útbrunninn, en ég nýt
þess í staðinn að fylgjast með dýra-
lífinu. Hér á Hóli er ekki rekinn
neinn stórbúskapur. Við erum með
um hundrað kindur, sem auðvitað er
engan vegin nóg til að lifa af, en ég
er líka í vinnu hjá Landgræðslunni
við uppgræðslu á Sandinum og svo
vinn ég svolítið að viðgerðum, en
það er nú lítið upp úr því að hafa.“
„Hvað mundir þú gera ef þú vær-
ir ungur í dag?“ „Ég mundi ekki
vilja breyta lífi mínu mikið frá því
sem verið hefur, utan þess að ég
vildi að ég hefði haft mig í að afla
mér meiri menntunnar og helst farið
bæði í búnaðarskóla og lært vél-
virkjun, að öðru leyti er ég mjög
sáttur við líf mitt.“
Skammdegisskuggarnir eru famir
að lengjast og það er dökkt til jarð-
arinnar. Við Addi förum upp á tún
þar sem ég tek myndir af tveimur
gömlum Internationale dráttarvél-
um, sem báðar eiga sína sögu. Addi
hefur gefið Minjasafni Austurlands
vélamar og til tals hefur komið að
hann geri aðra þeirra upp fyrir safn-
ið. Að myndatöku lokinni er sest við
veisluborð sem húsfreyja hefur
töfrað fram á stuttri stundu. Eftir
kaffidrykkju og notalegt spjall við
húsráðendur kvitta ég í gestabók
þeirra hjóna, sem ber því vitni að
hingað leggja rnargir leið sína, enda
er hér gott að koma. I dag er hann á
suðvestan og sumarfæri og ég er
ekki nerna fjöratíu mínútur í Egils-
staði, leið sem tekið getur sólar-
hringa að brjótast í illviðri og ófærð.
Sá kanadíski á túninu á Hóli, eins og nýkominn úr kassanum, eftir óteljandi vinnu-
stundir. Við hlið hans stendur GMC trukkur árgerð 1944, sem Addi keypti af norska
hernum og gerði einnig upp. Þess má geta að sá bíll er til sölu.
segist þurfa að fá eitthvað kröftugra. aðstoðað okkur ómetanlega. Hann
Reo Study Baker árgerð 1952. Bílinn keypti Addi afKEA á Dalvík og gerði upp.
Addi hefur ekki bara bjargað bílum frá glötun. Hér stendur hann við tvo gamla trakt-
ora (nalla) af gerðinni Internationale, sem liann hefur gefið Minjasafni Austurlands.
Sá fremri var notaður niður í Loðmundarfirði en sá sem aftar stendur var í eigu Rœkt-
unarsambands Austur-Héraðs.