Austri - 21.12.1995, Page 21
Jólin 1995.
AUSTRI
21
dóttir og dótturdóttir Weyvadts,
báðar Ijósmyndarar. Skrifstofa
Weyvadts er enn í húsinu, óbreytt að
kalla frá 1883, en þá lést hann. Hús-
ið er tvílyft timburhús á hlöðnum
kjallara. Upphaflega var það allt
pappaklætt og svart til að sjá og er
það óðum að taka á sig þá mynd aft-
ur.
I tilefni af 100 ára afmæli Seyðis-
fjarðarkaupstaðar í sumar var gefin
út Húsasaga sem inniheldur ljós-
myndir, lýsingar og sögulegar upp-
Tjörukaggi í Sjóminjasafni Austurlands.
lýsingar um öll hús á Seyðisfirði
sem byggð voru fyrir 1940. Þóra
Guðmundsdóttir arkitekt ritaði bók-
ina.
F ornleifaskráning
I sumar lauk skráningu allra forn-
leifa í Norðfirði með því að skráð
var í Hellisfirði, Viðfirði og Sand-
vík. Fornleifaskráning er einskonar
eignatalning sem hefur að markmiði
að komast að því hverskonar forn-
leifar er að finna á tilteknu svæði,
hvað margar og hvar þær eru stað-
settar. Skráningin á að nýtast þeim
sem vinna við skipulagsmál og
ferðamál auk þess sem almennur
áhugi um fornleifar er mikill og
vaxandi. Endanlegur tilgangur er að
fá smám saman yfirlit yfir allar
fornleifar á Islandi og eru þegar til
skrár yfir nokkur svæði á Aust-
urlandi.
Áfram verður haldið og lögð
áhersla á að halda áfram skráningu
í öðrum sveitarfélögum á næstu
árum.
í þjóðminjalögum er kafli sem
fjallar um fornleifar. Til þeirra telj-
ast allar jarðfastar minjar sem eru
100 ára eða eldri og njóta þær sjálf-
krafa friðunar. Rétt er að benda á að
óheimilt er að raska á nokkurn hátt
skapa beinlínis atvinnu.
Velta safna á Austurlandi er um
14 milljónir kr. í ár. Þá er aðeins átt
við rekstrarveltu en ekki fram-
kvæmdir við fasteignir. Tekjur safna
koma af framlögum eignaraðila sem
eru sveitar- og bæjarfélög, fyrirtæki
og félög. Aðrar tekjur eru af að-
gangseyri og styrkjum. Frá Þjóð-
minjasafni Islands koma rekstrar-
styrkir til safnanna sem nema sam-
tals rúmlega 2 milljónum króna í ár.
Alls vinna um 7 manns fasta
Ljósm. Geir Hólm 1995.
vinnu við söfnin, sumir í hlutastarfi.
Á sumrin vinna u.þ.b. helmingi
fleiri því þá bætast við gæslustörf
og afleysingar. Nokkrir til viðbótar
vinna við sérstök safnatengd verk-
efni eins og ljósmyndaskráningu í
hlutastarfi.
Styrkir til að ráða fólk til tíma-
bundinna starfa hjá söfnum hafa
fengist frá Atvinnuleysistrygginga-
sjóði. Auk þess hefur slík vinna
verið greidd með styrkjum úr Þjóð-
hátíðarsjóði og öðrum sjóðum í dá-
litlum mæli. Mjög mikil þörf er fyr-
ir fleira fólk til ákveðinna verkefna
hjá söfnum eða við minjavörsluna.
Nefna má skráningarvinnu og
tölvuinnslátt, ljósmyndaskráningu,
söfnunarátök, endurnýjun sýninga,
endurbætur á umhverfi safna og
umsjón með einhverskonar tilbreyt-
ingu í safnastarfinu á sumrin.
Okannað er hversu margir hafa
atvinnu af húsbyggingum og lag-
færingum á húsnæði safnanna. I því
sambandi má geta þess að stærstu
verkefnin í ár eru nýbygging Minja-
safns Austurlands, sem að lang-
mestu leyti er kostuð af ríkissjóði
(hlutur Minjasafnsins í safnahúsinu
á Egilsstöðum) og framkvæmdir við
Löngubúð á Djúpavogi sem einnig
eru að stórum hluta greiddar með
Andrúmsloft stríðsáranna á Reyðarfirði.
Ljósm. Safnastofnun Austurl.
við fornleifum nema með leyfi frá
þjóðminjayfirvöldum.
Ársveltan
Minjasöfn og minjavernd eiga
vaxandi skilningi að fagna. Nýjum
sýningum og starfsdögum er vel
tekið af almennum safngestum og
safnaefni þykir fréttnæmt nú sem
aldrei fyrr. Þá hafa augu margra
sveitar- og bæjarstjórnarmanna opn-
ast fyrir því að söfn og gamlar
byggingar hafa miklu hlutverki að
gegna í ferðaþjónustu auk þess að
sérframlagi úr ríkissjóði.
Þá er ókannað hve mikla vinnu og
verðmæti húsverndarverkefni skapa
á Austurlandi. Aðeins má geta þess
að styrkir úr Húsafriðunarsjóði til
Austurlands nema um 6 milljónum
króna á árinu og frá Þjóðminjasafni
koma um 4.5 milljónir til húsa-
verndar.
Með ósk um gleðileg jól og far-
sælt komandi ár,
Guðrún Kristinsdóttir
minjavörður
Safnastofnun Austurlands
Lj óðagetr aun
Ágætu lesendur!
Hér fáið þið ljóðagetraun til að spreyta ykkur á í skammdeginu. Getraunin
er þannig úr garði gerð, að úr ljóðlínu er búin til spurning og á svarið að vera
auðvelt þeim sem kann eða kannast við viðkomandi ljóð eða vísu. Fullgilt svar
telst vera, svar við spurningunni, nafn höfundar og heiti ljóðs eða vísu ef um
það er að ræða. Dregið verður úr réttum lausnum og bókaverðlaun veitt. Svör-
in þurfa að berast blaðinu fyrir 20 janúar nk. merkt ljóðagetraun og sendist til:
Austra, pósthólf 173, 700 Egilsstöðum.
í kringum hvað hringa ég slyngan hófahund?
Hverjar stíga vonarglaðar dans?
Hvað er sem neflaus ásýnd?
Hver grætur í annað sinni?
Á hverra móð verður sættin?
Hver er Hólmverjanna tignardrottning?
Hver er hugljúfur þegar hann hlær?
Hvað drýpur af upsum hússins?
Hver boðar blíðasta dag eftir ljúfustu nótt?
Yfir hvað látum við ljóshraða svífa sjón?
Hvað vætlar niður hestsins vanga?
Hvað mælti dusilmennið drýldið?
Hver fer ástfangin hjá sér, snýr sér undan og sofnar.
Hvað bíður blaðmjúkra birkiskóga?
Hverjir fundu ey og urðu þjóð?
Á hvern hátt settu kjörin á manninn mark?
Hvað er ekki, ekki, ekki þolandi?
Hver ber með sóma réttnefnið?
Um hvað er ég á nálum öldungis?
Hvað er verst af öllu í heimi?
Sendum viðskiptavinum okkar
og starfsfólki bestu óskir
um gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Þökkum ánægjulegt samstarf
á liðnu ári.
Hraðfrystihús Eskifjarðar
Eskifirði
Kaupfélag
Austur-
Skaftfellinga
óskar félagsmönnum og öðrum
viðskiptamönnum gleðilegra jóla og
farsœldar á komandi ári
með þökkfyrir viðskiptin og
samvinnuna á árinu sem er að líða.