Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 4
Um 17 prósent fullorð- inna upplifa alvarlega geðlægð á lífsleiðinni en um 20 til 25 prósent ungmenna. VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent milli mánaða og var í september 487 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði á sama tíma um 0,53 pró- sent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,5 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,9 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Verð á húsgögnum og heimilis- búnaði hækkaði um fjögur prósent og hafði áhrif á vísitöluna um 0,22 prósent. Þá hækkaði verð á bílum um 2,3 prósent. – bdj Hækkað verð á húsgögnum SAMGÖNGUMÁL Bæjarráð Vest- mannaeyja mun funda með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á fimmtu- dag vegna stöðunnar í f lugsam- göngum milli lands og eyja. Áætl- unarf lug hætti fyrir mánuði og á mánudag sagði ISAVIA upp öllu starfsfólki á f lugvellinum. Við bætast vandamál með samning um siglingar Herjólfs. Vegagerðin hefur farið fram á að hann verði tekinn upp vegna þess að mönn- unarþátturinn hafi reynst dýrari en gert hafði verið ráð fyrir. „Við Eyjamenn höfum auð- vitað áhyggjur af því að það séu svona miklar hræringar í kringum samgöngurnar okkar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. „Þetta nýjasta útspil ISAVIA er vægast sagt sérstakt. Það hefur ekkert samráð eða samtal átt sér stað heldur var þetta einhliða ákvörðun um að skerða þjónustuna á vellinum.“ Segir hún að fundað hafi verið með vegamálastjóra vegna málsins og að allir sýni því skilning að flug- samgöngur verði að vera í lagi. Tvær samgönguleiðir séu nauðsynlegar fyrir Vestmannaeyjar og sjúkraflug hafi verið þriðja hvern dag. „Þetta getur kallað á aukin útgjöld hjá ríkinu, úr öðrum vasa, því nú þarf að senda alla þá í sjúkra- f lug sem áður var hægt að treysta til að fara með áætlunarflugi,“ segir Íris. „Völlurinn hefur mikilvægu öryggishlutverki að gegna og svo auðvitað treystum við því að áætl- unarflugið fari aftur í gang.“ Hvað Herjólf varðar hefur starfs- hópur verið skipaður til að fara yfir samninginn, með fulltrúum Vega- gerðarinnar og Vestmannaeyja- bæjar. Búist er við að einhver niður- staða liggi fyrir á næstu vikum. Herjólfur siglir nú sex ferðir á dag. „Krafa Eyjamanna er að þjónustan verði ekki skert og Vegagerðin hefur ekki lagt það til,“ segir Íris, en vissu- lega sé óvissan ekki góð. – khg Vestmannaeyingar hafa áhyggjur af óstöðugleika í samgöngum milli lands og eyja Við Eyjamenn höfum auðvitað áhyggjur af því að það séu svona miklar hræringar í kringum sam- göngur okkar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum HEILBRIGÐISMÁL „Væg einkenni geð- lægðar hjá ungmennum eru talin geta verið vísbending um alvarlega geðlægð síðar á unglings- eða full- orðinsárunum svo það er mikil- vægt að reyna að grípa inn í sem fyrst,“ segir Eiríkur Örn Arnarson, prófessor og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann flytur í dag erindi í Háskóla Íslands um forvarnir gegn geðlægð ungmenna, með yfirskrift- inni Geðveik nýsköpun. Eiríkur hefur, ásamt samstarfs- manni sínum, Ed Craighead, prófess- or við Emory-háskólann í Georgíu, þróað námskeið sem byggir á hug- mynd hugrænnar atferlismeðferðar sem forvarnar við geðlægð ung- menna. Lagður var spurningalisti fyrir íslensk ungmenni í níunda bekk og þeim ungmennum sem sýndu mörg einkenni geðlægðar var boðið á námskeiðið. Niðurstöður rannsókna þeirra sýna að marktækt meiri líkur voru á því að ungmenni sem ekki sátu námskeiðið hefðu þróað með sér geðlægð eða óyndi en þau sem fóru á námskeiðið. „Þetta sýnir að með því að hafa áhrif á hugsun og hegðun er hægt að hafa áhrif á og breyta líðan.“ Eiríkur segir um 17 prósent full- orðinna einstaklinga upplifa alvar- lega geðlægð á lífsleiðinni en um 20-25 prósent ungmenna. Þá sé algengi geðlægðar talið vera að aukast í vestrænu samfélagi. „Því fyrr sem geðlægð gerir vart við sig því líklegra er að endurtekin geð- lægð verði síðar og vari lengur,“ segir Eiríkur og leggur áherslu á hversu mikilvægt sé að grípa inn í sem fyrst. „Jafnvel minnsti bati vegur þungt á vogarskálum bæði einstaklinga og þjóðar, svo það er mikilvægt að koma í veg fyrir fyrstu bylgjuna. A lþjóða hei lbr igði smá la stof n- unin telur geðlægð vera eina helstu ástæðu fötlunar í heiminum og að árið 2030 verði alvarleg geðlægð í þriðja sæti yfir þá sjúkdóma sem valdi mestri efnahagslegri byrði í heiminum,“ segir Eiríkur. Þá segir hann ekki miklu fjár- magni veitt í forvarnir þrátt fyrir að margsinnis hafi verið sýnt fram á jákvæð áhrif þeirra. „Mér finnst umhugsunarvert hvernig við getum notað forvarnir til að koma í veg fyrir þróun sjúkdóma í stað þess að vera alltaf að takast á við sjúkdóma. Það tekur kannski ár og daga en getur verið árangursríkt. “ Inntur eftir því hvort forvarnir séu enn mikilvægari nú vegna farald- ursins, segist Eiríkur telja líklegt að svo sé. „Það er mjög líklegt að svona meiriháttar áföll hafi áhrif ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka and- lega. Við höfum til að mynda heyrt að áhrif hrunsins hafi komið fram mörgum árum síðar,“ segir hann. „Ég held að við þurfum virkilega að huga að andlega þættinum og áhrifunum sem það hefur á ung- menni að geta til að mynda ekki mætt í skóla og fá ekki þau félagslegu samskipti sem því fylgir,“ segir Eirík- ur. Erindið verður flutt á hádegi í dag og er streymt beint á vef Nýsköp- unarviku. birnadrofn@frettabladid.is Námskeið við geðlægð hafa reynst vel meðal ungmenna Eiríkur Örn Arnarson, prófessor og sérfræðingur í klínískri sálfræði, flytur í dag erindi um forvarnir gegn geðlægð ungmenna. Hann segir mikilvægt að grípa inn í sem fyrst, sýni ungmenni merki um geð- lægð. Hann hefur þróað námskeið byggt á hugrænni atferlismeðferð sem lofar góðu meðal ungmenna. Eiríkur Örn Arnarson hefur þróað námskeið fyrir ungmenni sem sýna merki um geðlægð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNMÁL Dómsmálaráðuneytið hefur kynnt drög að breytingum á áfengislögum sem heimila innlend- ar vefverslanir með áfengi og sölu á bjór á framleiðslustað. Frumvarpið er nú til umsagnar í samráðsgátt. Sá hluti frumvarpsins sem snýr að vefverslun er óbreyttur frá frum- varpi sem kynnt var í samráðsgátt í fyrra. Embætti landlæknis lagðist gegn frumvarpinu og sagði að allar aðgerðir sem gætu leitt til aukinnar notkunar áfengis hefðu í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. Varðandi sölu í brugghúsum segir í drögunum að horft hafi verið til lagasetningar á hinum Norður- löndunum, sérstaklega Finnlands. Markmiðið sé að styðja við smærri brugghús og jafna samkeppnis- stöðu þeirra. Þeir sem fengju slíkt leyfi mættu hvorki framleiða meira en 500 þúsund lítra á ári né selja áfengi sterkara en 12 prósent. – ab Gætu selt bjór í brugghúsum 3,5% hækkun vísitölu neyslu- verðs síðustu tólf mánuði. 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.