Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 40
Skotsilfur Færa fornminjar til að rýma til fyrir uppistöðulóni Það fór ekki mikið fyrir hálfs árs afmæli efna-hagskreppunnar af völdum heimsfarald-ursins í seinustu viku, sem formlega hófst þann 23. mars þegar markaðir féllu eins og steinn eftir að veiran hóf innreið sína í Evrópu. Það virðist ekki sérstaklega umdeilt að hin efnahagslega glíma við faraldurinn hefur gengið eins vel og óska hefði mátt hér á landi: Aðgerðir stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum og starfsfólki þeirra voru skjótar og hnitmiðaðar, og það sem líklega hefur vegið þyngst er að Seðlabanki Íslands hefur getað beitt sér af miklu af li. Þar leikur stór gjaldeyrisvaraforði lykilhlutverk og treystir kjölfestu verðbólguvæntinga – þótt stærsta útf lutningsgrein landsins hafi þurrkast út, krónan hafi fallið um 16% á árinu og verðbólga farið yfir markmið, vænta fjárfestar og fyrirtæki þess að verðbólga verði við eða undir markmiði horft til lengri tíma. Það er markverður árangur. Þótt efnahagsviðbrögð víða um heim hafi miðað fyrst og fremst að því að fylla holu tapaðrar eftir­ spurnar sem kórónaveiran hefur valdið, er brýnasta verkefnið að örva fjárfestingu í arðbærum verk­ efnum sem geta lyft löskuðum og skuldsettari hagkerfum upp úr kreppunni. Þessari skoðun lýsti bankastjóri seðlabankans í Minn e­ apolis, Neel Kashkari, nýlega í við­ tali við Bloomberg fréttaveituna – aukin skuldsetning í Bandaríkjun­ um yrði ekki vandamál ef hún færi í fjárfestingar í framtíðinni – öðru máli gegndi ef skuldsetningu væri beitt til að örva neyslu til skemmri tíma. Uppfærð fjármálaáætlun íslenska ríkisins gerir ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs vaxi úr 23% í um 55% árið 2022, sem hlutfall af lands­ framleiðslu. Vísbendingar að hausti benda til að kreppan verði dýpri en spáð hefur verið og því hætt við að skuldaaukningin verði meiri. Á sama tíma er vaxandi umræða um að leiðin úr kreppunni verði studd með enn frekari hækkun launa og annarra bóta, bæði hjá hinu opin­ bera og einkageiranum. Hefur það meðal annars verið rökstutt með að hefðbundin efnahagslögmál falli úr gildi við núverandi aðstæður og vextir séu svo lágir að skuldsetning borgi sig, þar sem hagvöxtur fram­ tíðar verði hærri en vaxtastigið í dag. Í viðtalsþættinum Sprengisandi um síðastliðna helgi, líkti Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmað­ ur og ráðherra, því að hækka laun við núverandi aðstæður þegar verð­ mætasköpun hagkerfisins hefur fengið þungt högg, við að „hífa sig upp á axlaböndunum“. Sumir virð­ ast hafa fengið innblástur af svo­ kallaðri „nútíma­peningahagfræði“ (MMT) sem telur að ríki með sjálf­ stæðan gjaldmiðil og ótakmarkað peningaprentunarvald, geti eytt áður en fjármunanna er af lað og svo rétt sig af með skattheimtu í þann mund þegar efnahagsslakinn líður undir lok og verðbólgan lætur á sér kræla. Þótt skiptar skoðanir séu um ágæti þeirrar kenningar er það minna umdeilt að einungis stór lokuð hagkerfi með litlar erlendar skuldir, svo sem Bandaríkin, Japan, Bretland og Kanada, gætu leyft sér að hugsa með þeim hætti, hvað þá opin örhagkerfi eins og hið íslenska. Ein smæsta mynt í heimi þarf að stökkva hærra en hinar stærri. Ísland getur ekki leyft sér sömu hluti og Japan og Bandaríkin sem dæmi. Árið 2019 skuldaði íslenska ríkið 23% af landsframleiðslu, áberandi lítið meðal vestrænna ríkja, en mun að óbreyttu skulda nálægt 60% af landsframleiðslu á árinu 2022. Ef allar skuldir íslenska ríkisins yrðu endur f jármagn­ aðar á núverandi fjármögnunar­ kjörum ríkisins á næstu árum, yrði greiðslubyrðin mjög há í alþjóð­ legum samanburði og einkum ríki (meðal OECD) við eða fyrir ofan okkur sem talin eru með ósjálf bæra skuldastöðu, s.s. Ítalía, Grikkland, Tyrkland, Brasilía og Suður Afríka. En þannig byrja f lestar skulda­ kreppur, lágir langtímavextir, sem eru vísbending um daprar hag­ vaxtarhorfur, freista til lántöku til óskynsamlegra og ósjálf bærra ráð­ stafana, sem svo hækkar vextina og dregur úr vaxtahorfum þangað til ekki er lengur hægt að vaxa út úr skuldahítinni. Við hífum okkur ekki upp á axlaböndunum úr því. Axlabandakenningin  Agnar Tómas Möller sjóðstjóri hjá Kviku eignastýr- ingu Þý sk al an d Fr ak kl an d H ol la nd Be lg ía Au st ur rík i Sv iss Li th áe n Ís ra el Sí le Kó lu m bí a D an m ör k N ýj a S já la nd Po rt úg al Íta lía Br as ilí a Fi nn la nd Le tt la nd Br et la nd Ás tr al ía Ís la nd 2 02 2 Su ðu r-A fr ík a Írl an d St ór a- Br et la nd Ka na da Un gv er ja la nd Sv íþ jó ð N or eg ur Ís la nd 2 01 9 Gr ik kl an d Ja pa n Sp án n Pó lla nd M ex ík ó Ei st la nd Té kk la nd Ba nd ar ík in Ty rk la nd ✿ Vaxtabyrði (% af GBP) OECD ríkja miðað við núverandi vaxtastig (10 ár) á öllum skuldum -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8% Tyrkneskir verkamenn færa hina 600 ára Er Rizk-mosku úr stað vegna virkjanaframkvæmda. Ilisu-stíf lan nýtir fallvatn úr hinu sögufræga Tigris-f ljóti. Alls hafa þrjár túrbínur verið gangsettar og þrjár eru eftir. Uppsett af l virkjunarinnar verður um 1200 megavött og uppistöðulónið verður um það bil 10,4 milljarðar rúmlítra, sem er um það bil fimm sinnum stærra en Hálslón við Kárahnjúkavirkjun. MYND/GETTY Krefjandi gigg Í þriðja skiptið á rúmum þremur árum leitar Landsvirkjun nú eftir fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróun- ar- og markaðssviðs. Í febrúar 2013 var Björgvin Skúli Sigurðsson ráðinn í starfið, en hann hætti réttum fjórum árum síðar. Birna Ósk Einarsdóttir var ráðin í kjölfarið, en lét af störfum eftir nokkra mánuði í starfi. Stefanía G. Halldórsdóttir var svo ráðin í janúar 2018, en hún hefur nú einnig hætt og ráðið sig til fjárfestingafélagsins Eyris. Staðreyndin er auðvitað sú að áhersla Landsvirkjunar á að laða til landsins gagnaver og kísilfram- leiðslu hefur ekki gefist vel, þó að ytri aðstæður spili vissulega stórt hlutverk í þeirri þróun. Spurningin er auðvitað sú hvort það skrifist allt á viðskiptaþróunarsvið fyrir- tækisins? Sjaldséð lokun Nýsköpunarmið- stöð verður lögð niður ef frumvarp Þór- dísar Kolbrúnar Reykfjörð, ráðherra nýsköp- unarmála, nær fram að ganga. Fyrir utan þá sem eru á launaskrá Nýsköpunarmiðstöðv- ar voru allir sammála um að skyn- samlegt væri að finna verkefnum stofnunarinnar nýjan farveg, enda barn síns tíma á margan hátt. Stóru fréttirnar eru þær að loks hefur einhver ráðamanna þjóðarinnar kjark til að leggja niður gagnslausa ríkisstofnun og spara með því hundruð milljóna króna á hverju ári. Auðvitað er leitt þegar störf eru lögð niður, en sérfræðingar í nýsköpun eiga væntanlega ekki erfitt með að búa sér til ný verkefni. Langt yfir strikið Verkalýðs- hreyfingin beitir ýmsum brögð- um til þess að ná sínu fram á þessum síðustu og verstu. BHM reyndi að telja fólki trú um að hér væri „eftirspurnar- kreppa“ til þess að réttlæta hækkun á atvinnuleysisbótum. Alþýðusamband Íslands, undir forsæti Drífu Snædal, notar orðið „ferðaþjónustukreppa“ til þess að koma í veg fyrir skynsamleg úrræði fyrir atvinnulífið, til dæmis lækkun tryggingagjalds- ins. Vörumerkjafræðin eru notuð til þess að vekja upp villandi hug- hrif. ASÍ fór síðan svo langt yfir strikið í ýkjum og afvegaleiðingu að fæstir muna eftir öðru eins. Sambandið lagðist gegn lækkun tryggingagjalds þvert á atvinnu- greinar þar sem tryggingagjaldið er „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Málflutningur af þessu tagi fer langleiðina með að stimpla ASÍ út úr vitrænni um- ræðu um efnahagsmál. 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.