Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, María Jóhannsdóttir stendur vaktina hjá Lyfsalanum, Urðarhvarfi, en apótekið var opnað í byrjun september í nýju og glæsilegu húsnæði. Hún er sérmenntuð sem klínískur lyfjafræðingur og hefur yfirgrips- mikla þekkingu á lyfjum. „Ég lauk námi í lyfjafræði fyrir 27 árum og hef unnið við mitt fag upp frá því. Mig langaði til að bæta við mig þekkingu og hóf því nám í klínískri lyfjafræði. Um er að ræða þriggja ára sérnám fyrir lyfjafræðinga, sem fer fram sem starfsnám á Land- spítala Íslands. Námið er sett upp sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítalans, University College London og Royal Pharma- ceutical Society í Bretlandi. Það var sett á laggirnar haustið 2016 og ég var önnur tveggja lyfjafræðinga sem hóf nám það ár. Aðeins tveir nemendur eru teknir inn á ári. Í sérnáminu fékk ég tækifæri til að vinna á flestum deildum spítalans í nánu samstarfi við lækna og hjúkrunarfræðinga. Það var farið yfir lyfjatengd mál sem snertu sjúklinga, eins og að skoða heild- rænt hvaða lyf þeir voru að taka og hvers vegna, skoða milliverkanir við önnur lyf og fleira,“ segir María, sem útskrifaðist fyrir ári síðan. „Lyfjafræðingar eru sérfræð- ingar í lyfjum og því sem sem við kemur notkun þeirra og verk- unum. Í klínískri lyfjafræði bætti ég við mig þekkingu á sjúkdómum og hvernig hægt er að stuðla að því að sjúklingar fái bestu lyfjameð- ferð gegn þeirra sjúkdómum og þar með hámarksávinning samkvæmt gagnreyndri, klínískri nálgun lyfjameðferðarinnar,“ segir hún. Nýtir menntunina úti í samfélaginu Þegar Maríu bauðst að koma til starfa hjá Lyfsalanum ákvað hún að láta slag standa. „Mig langaði að nýta menntun mína sem klínískur lyfjafræðingur úti í samfélaginu. Fjölmargir koma í apótekið á hverjum degi og það er gott að fólk geti leitað beint til lyfjafræðings með spurningar sem varða lyf. Sá hópur sem tekur hvað flest lyf eru eldri borgarar. Það getur verið mikilvægt að fara reglu- lega yfir lyfjanotkun eldra fólks og til dæmis skoða hvort hægt sé að fækka þeim lyfjum sem það tekur. Fólk í þessum aldurshópi er oft í svokallaðri fjöllyfjameðferð, en það þýðir að fólk tekur fimm eða fleiri gerðir af lyfjum á degi hverjum. Mikilvægt er að fara yfir lyfin sem fólk er að taka, athuga hvort ábending sé fyrir lyfinu og hvort viðkomandi muni eftir að taka lyfin sín almennt ,“ segir María, en sem klínískur lyfja- fræðingur getur hún komið með tillögur að breytingum í samráði við lækna. „Mig langar til að færa þessa þekkingu og þjónustu meira út í heilsugæslurnar og apó- tekin, þannig að hægt sé að vinna í þessum grunnþáttum áður en fólk fer að veikjast og koma inn á sjúkrahúsin. Það er hagur alls sam- félagsins að fólk sé að nota lyfin sín rétt og ekki að óþörfu,“ segir hún. Aðstoð og leiðbeiningar María segir að hjá Lyfsalanum geti fólk fengið faglega aðstoð og leið- beiningar varðandi hin ýmsu lyf. „Í þessu sambandi má sem dæmi nefna innöndunarlyf við astma og lungnasjúkdómum. Það eru ekki allir sem vita hvernig á að taka þessi lyf og þurfa kennslu í því svo lyfin geri sitt gagn. Við förum yfir það með fólki hversu djúpt og kröftugt á að anda þeim að sér. Svo eru margir sem verða að taka lyf við sykursýki og þurfa að læra að nota insúlínpenna og sprauta sig sjálfir. Það er mikilvægt að fólk fái réttar leiðbeiningar strax í upphafi María er lyf- söluleyfishafi hjá Lyfsalanum Urðarhvarfi. Hún hefur um þrjátíu ára starfsreynslu í sínu fagi sem lyfjafræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Lyfsalinn er með þrjú apótek, við Urðarhvarf 8, í Glæsibæ og bílaapótek við Vesturlandsveg. Apótekið Lyfsalinn Urðarhvarfi var opnað í byrjun september í nýju og glæsilegu húsnæði. Framhald af forsíðu ➛ svo lyfin virki eins og þau eiga að gera,“ bendir hún á. María leggur líka áherslu á að lyfjafræðingar Lyfsalans séu alltaf til staðar fyrir viðskipta- vinina. „Við leggjum áherslu á að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni, á hagkvæmu verði. Við lyfjafræðingarnir erum mikið í afgreiðslu og bjóðum fólki upp á faglega og persónulega ráðgjöf. Það skiptir miklu máli að gefa sér tíma til að tala við viðskiptavinina og svara þeim spurningum sem brenna á þeim varðandi lyf, og ráðleggja og fræða um rétta notkun lyfja,“ segir hún. Breið vörulína í Lyfsalanum Auk lyfja er breið lína af vítamín- um, snyrtivörum, stuðningsvörum og barnavörum hjá Lyfsalanum. „Við erum með snyrtivörur sem innihalda ekki óæskileg efni heldur eru hreinar og náttúru- legar. Hjá okkur fást líka næringar- drykkir sem fólk fær niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum. Þá erum við með úrval af stuðningsvörum, svo sem hlífar fyrir úlnliði og hné, bakstuðning, stuðning við kálfa og læri og einnig stuðningsbuxur. Í Orkuhúsinu starfa, auk Lyfsalans, læknar og sjúkraþjálfarar, og mið- ast vöruúrvalið líka við þann hóp sem þangað kemur. Það fólk sem ekki á heimangengt getur fengið lyf og vörur send heim,“ segir María. Hagnýt þekking á lyfjum Lyf gegna lykilhlutverki í að viðhalda heilsu, koma í veg fyrir veikindi, meðhöndla og lækna langvarandi sjúkdóma, að sögn Maríu. „Í dag er aukin krafa þjóðfélags- ins um að sjúklingar séu vel upp- lýstir um sjúkdóm sinn, sjúkdóms- þróun og meðferðarmöguleika, fái bestu gæði og verkun hvað lyfjameðferð varðar, samkvæmt gagnreyndum, klínískum rann- sóknum og leiðbeiningum. Hins vegar fjölgar ört tilfellum sem sýna að brýn þörf er á að grund- vallaratriði í sambandi við lyfjaval og notkun lyfja sé rétt. Rétt notkun lyfja er stórt skref í átt að aukinni hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Allir starfsmenn í þverfaglegum teymum gegna mikilvægu hlut- verki gagnvart sjúklingnum, til að stuðla að því að sjúklingar fái bestu lyfjameðferð gegn sjúkdómum og þar með hámarksávinning samkvæmt gagnreyndri, klínískri nálgun lyfjameðferðar,“ segir María. Þegar hún lítur til baka segist hún hafa lært hversu mikilvægur heildarferill sjúklings er eftir inn- lögn á spítala. „Flutningur á milli deilda stofnunarinnar, ásamt útskrift og eftirfylgni, eru lykilatriði varðandi velferð sjúklingsins. Eftirfylgni heilbrigðisstarfs- fólks við sjúklinga eftir innlögn þarfnast betri skilgreiningar, og í því felast mörg tækifæri til best- unar lyfjameðferðar fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Mín framtíðar- sýn er að klínískir lyfjafræðingar komi í meira mæli inn í þverfagleg teymi við innlögn og útskrift sjúklinga á Landspítalanum, ásamt eftirfylgni í heilsugæslu og apótekum eftir að heim er komið. Það er tímabært að nýta þá hag- nýtu þekkingu sem klínískir lyfja- fræðingar búa yfir, til að styrkja þverfagleg teymi heilbrigðiskerf- isins hér á landi og tryggja um leið aukna velferð sjúklinga á þeirra sjúkdómsvegferð. Stuðningur, eftirlit og eftirfylgni við sjúklinga og fjölskyldur þeirra er einn mikilvægasti hlekkurinn í því að ná tilskyldum árangri í meðferð sjúklinga til lengri tíma og það er mín reynsla að klínískir lyfja- fræðingar spila þar lykilhlutverk gagnvart sjúklingnum. Kröfur samfélagsins um aukna þjónustu í heilbrigðiskerfinu mun skila sér til hagræðingar í lyfjakostnaði og aukinni meðvitund almenn- ings um lyf og lyfjatengd mál í komandi framtíð,“ segir María að lokum. Nánari upplýsingar fást á vef- síðunni www.lyfsalinn.is 2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U REFRI ÁRIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.