Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 13
Hildur Rut Ingimarsdóttir, matarbloggari á Trendnet, hefur getið sér góðan orð- stír með girnilegum og hollum uppskriftum og komið að útgáfu nokkurra matreiðslubóka. Kínóa er hráefni sem Hildur notar mikið, enda er hún mikill aðdáandi Quinola. Hollari valkostur í kínóa „Allir ættu að innleiða kínóa í sitt mataræði enda einstaklega hollt og hægt að gera mikið af bragðgóð- um réttum úr því,“ segir Hildur. Kínóa er planta sem á uppruna sinn í Suður-Ameríku. Uppruninn nær allt að þrjú til fjögur þúsund ár aftur í tímann, þegar Inkarnir áttuðu sig á að fræin í plöntunni voru hæf til manneldis. Það má segja að kínóa sé hin fullkomna ofurfæða en kostir plöntunnar eru meðal annars: n Ein próteinríkasta fæða sem hægt er neyta og inniheldur allar níu amínósýrurnar sem líkami okkar þarf. n Inniheldur allt að tvisvar sinnum meira af trefjum en önnur grjón. Neysla á trefjum hjálpar við að draga úr blóðþrýstingi, minnka kólesteról og þar af leiðandi minnka hættu á hjartasjúk- dómum. n Inniheldur járn sem hjálpar við að halda rauðu blóðkornunum heilbrigðum n Inniheldur magnesíum sem meðal annars hjálpar við að draga úr þreytu. n Létt og mettandi fæða sem eykur seddu í lengri tíma. Einfaldleiki „Að elda kínóa er ekki eins flókið og margir halda,“ segir Hildur. „Gullna reglan er að nota 2 desí- lítra af vatni á móti hverjum 1 desílítra af kínóa og tekur það um 20 mínútur að sjóða. Hægt er að stytta þann tíma niður í 10 mínútur ef kínóað er lagt í bleyti áður.“ Express-línan er foreldað kínóa og þarf því ekki að sjóða það heldur er nóg að setja það í 2 mínútur í örbylgjuofn eða létt- steikja á pönnu. Í Express-línunni eru fjórar teg- undir: Pearl&Black sem inniheldur hvítt og svart kínóa, Pearl&Red sem inniheldur hvítt og rautt kínóa og síðan tvær bragðbættar tegundir, Spicy Mexican og Indian Style Chickpeas. Allar tegundirnar koma í 250 gramma pokum og henta fullkomlega sem meðlæti í staðinn fyrir hrísgrjón, út í salatið, í vefjuna og svo framvegis.“ Hugmyndafræðin „Fyrir utan bragðgóðu og hollu vörurnar, þá var það saga og sýn Quinola á heiminn sem heillaði mig mest,“ segir Hildur. Quinola var stofnað árið 2012 af James Livingstone Wallace, breskum fjárfesti, sem uppgötvaði dálæti fólks á kínóa og ríka arf leifð kínóaplöntunnar á ferðalagi um Perú. Eftir ferðalagið varð ekki aftur snúið og hann yfirgaf fjármálaheiminn til að stofna Quinola. „Heimurinn þarf á meira örlæti að halda, þegar þú kaupir vörur, þá kaupir þú heiminn sem fylgir þeim,“ segir James, en við- skiptamódel Quinola er byggt upp með djúpri virðingu fyrir öllum sem eiga hlut að máli og reynt að gera hlutina öðruvísi án þess að skerða gæði. Flestar Quinola-vörurnar eru Fairtrade-vottaðar, sem staðfestir sanngjarna viðskiptahætti. Qui- nola tryggir ávallt lágmarksverð fyrir uppskeru samstarfsbænda sinna og borgar þeim verð sem tryggir að þeir geti lifað á inn- komunni. Umhverfið í fyrirrúmi „Umhverfið og virðing fyrir því er hjartað í starfsemi Quinola,“ segir Hildur. „Bændurnir sem rækta kínóað nota ekkert skordýraeitur, tilbúinn áburð eða önnur efni, ásamt því sem þeir stunda þurran landbúnað til að varðveita vatns- lindir.“ Til að að vega upp á móti kol- efnisfótspori sjóflutninga á vörum sínum frá Perú til Evrópu, fjárfestir Quinola í skógræktarverkefni í San Martín á Amazonsvæðinu í Perú. Þetta svæði varð fyrir mikilli eyðingu á áttunda áratugnum, en síðan verkefnið hófst árið 2010 hefur um 1,6 milljónum trjáa verið plantað. Það er áætlað að fyrir hver 1.000 tré plöntuð, séu um 17,1 tonn af koltvísýringi fjarlægt úr and- rúmsloftinu. Baráttan gegn plastnotkun hefur aldrei verið meiri en í dag og fyrirtæki eru sífellt að reyna að finna leiðir til að minnka hana. Quinola hefur lagt sitt af mörkum í þessari baráttu með því að láta hlutfall af tekjum fyrir hverja selda vöru renna í þróunarverkefni á Indlandi. Sorphirðumenn þar í landi tína upp plast á víðavangi, sem annars myndi lenda í sjó eða landfyllingum. Plastið er síðan sent í sementsverksmiðjur í Hin fullkomna ofurfæða Quinola er nýtt vörumerki á Íslandi, sem hefur getið sér gott orð erlendis fyrir vörur framleiddar úr kínóa, ásamt því að stunda viðskiptahætti sem bæta umhverfið og samfélögin í kringum sig. Hildur Rut Ingimarsdóttir er himinlifandi með vörurnar frá Quinola og notar þær mikið í eldhúsinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Quinola hentar afar vel í tortillur en er einnig tilvalið sem meðlæti. Quinola er fáanlegt í fjórum bragðtegundum. nágrenninu og nýtt sem eldsneyti í staðinn fyrir kol. Síðan átakið var sett af stað hafa safnast yfir 2,3 tonn af plasti og verið komið í veg fyrir 6 tonna losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. „Ég gæti ekki mælt meira með dásamlegu vörunum frá Quinola,“ segir Hildur að lokum og deilir uppskrift sem inniheldur Quinola. Burrito með kjúklingi, kínóa og guacamole Fyrir 4 Afar fljótlegur og gómsætur réttur sem krakkarnir elska líka! Mæli með 1-2 burrito á mann. 600 g kjúklingalundir (má nota kjúklingabringur eða annað) 1 lítill laukur, skorinn í strimla 2 msk. ólífuolía ½ límóna ¼ tsk. cayennepipar ½ tsk. cumin 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Stórar tortillur Express quinoa spicy mexican Rjómaostur Rifinn cheddarostur Sýrður rjómi Guacamole með cheddarosti 2 avókadó 1 dl rifinn cheddarostur ½ límóna 1 msk. ferskt kóríander (má sleppa) Salt og pipar Cayennepipar 1-2 msk. rauðlaukur 2 tómatar Snyrtið kjúklinginn og skerið í minni bita. Blandið saman ólífu- olíu, límónusafa, cayennepipar, cumin, salti og pipar og veltið kjúklingnum upp úr blöndunni. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr ólífuolíu þar til hann er eldaður í gegn. Smyrjið rjómaosti á tortillurnar, dreifið 2-3 matskeið- um af kínóa á þær, kjúklingi og rifnum cheddarosti. Rúllið tortil- lunum upp í burrito, penslið með ólífuolíu og bakið í 10 mínútur við 180°C. Berið fram með guacamole og sýrðum rjóma. Gómsætt guacamole með cheddarosti Blandið avókadó, cheddarosti, lím- ónusafa, kóríander, salt og pipar með töfrasprota (það er líka gott að stappa þessu saman ef þið eigið ekki töfrasprota). Skerið rauðlauk og tómata smátt og blandið saman við með skeið. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.