Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 48
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, Elísabet Sigurjónsdóttir Sléttuvegi 7, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. september. Útför hennar verður frá Lindakirkju fimmtudaginn 1. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á MS félagið. Sigurjón Agnar Daníelsson Aníta Sædís Ingimarsdóttir Daði Elísson Mattína Sigurðardóttir systur og barnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Ólafsdóttir Hraunvangi 1, áður Klukkubergi 41, Hafnarfirði, lést 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Robert Ólafur Grétar Mckee Helga Margrét Sveinsdóttir Magnús Ásgeirsson Sigrún Ingjaldsdóttir Gyða Ásgeirsdóttir Ásdís Ásgeirsdóttir Guðmundur Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sæberg Þórðarson fasteignasali, Hlaðhömrum 2, áður Áshamri, Mosfellsbæ, lést á Vífilsstöðum þann 15. september. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju þann 2. október kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Magný Kristinsdóttir Hekla Karen Sæbergsdóttir Friðrik Guðmundsson Hulda Katla Sæbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, langalangafi og langalangalangafi, Hörður Reynir Hjartarson Hveragerði, lést á heimili sínu Ási, sunnudaginn 27. september. Helgi Harðarson Hjörtur Lárus Harðarson G. Svava Guðmundsdóttir Ingibjörg Pála Harðardóttir Þórður Rúnar Þórmundsson Lilja Hafdís Harðardóttir Frank Þór Franksson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Theodór S. Ólafsson vélstjóri og fyrrv. útgerðarmaður, Bessahrauni 6 í Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þann 16. september sl. Útförin mun fara fram frá Landakirkju föstudaginn 2. október kl. 13.00. Margrét Sigurbjörnsdóttir Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen Hafþór Theodórsson Hanna R. Björnsdóttir Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson Bára Theodórsdóttir Tommy Westman Björk Theodórsdóttir Harpa Theodórsdóttir Örvar G. Arnarson og fjölskyldur. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Erling Andreassen flugvirki, lést á Landspítalanum á Hringbraut miðvikudaginn 23. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 2. október klukkan 13.00 og verður henni streymt á slóðinni www.facebook.com/groups/erlingandreassen Ásta Andreassen Ásgeir H. Bjarnason Erna Andreassen Þráinn Jóhannsson Sverrir Andreassen Brynja Andreassen Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Björn Ágúst Magnússon sendi mynd af íslenskum hestum til National Geographic í Bandaríkjunum og fékk orðsendingu um að hún hefði hitt ritstjórann David Y. Lee í hjartastað, hann hefði sett hana í f lokk uppáhaldsmynda. „Það er vissu- lega heiður fyrir mig að ritstjóri í þessu virta útgáfufyrirtæki kunni svona vel að meta það sem ég er að gera,“ segir Björn Ágúst. Að hans sögn hefur ljósmyndun verið yndi hans og ánægja síðustu 23 árin, eða allt frá því að hann fékk fyrstu mynda- vélina í jólagjöf árið 1997. „Þá byrjaði ballið,“ segir hann glettinn og bætir við: „Ég gæti kannski lifað á ljósmyndun en ég hef líka mjög gaman af að matreiða og ákvað samt að verða ekki matreiðslu- maður því þá mundi ég líklega missa ánægjuna sem ég hef af því að elda og fengi heldur ekki að njóta matarins sjálfur.“ Hestamyndina tók Björn Ágúst uppi í Hvalfjarðarsveit. „Ég er sveitastrákur, alinn upp á Eystri-Leirárgörðum og á Vestri-Leirárgörðum er hrossaræktarbú. Það er stutt á milli bæjanna og þar býr gott fólk. Ég þurfti að stoppa til að opna hlið, sá hestana og skýjafarið og tók þessa mynd. Fremst er Vár og myndin heitir það.“ Björn Ágúst kveðst eiga fullt af mynd- um víða að. „Ég hef ferðast mikið. Var til dæmis í Afríku í nóvember í fyrra og hef farið ótal sinnum til Danmerkur. Mamma býr þar og ég er mömmu- strákur! Hún skellti sér í nám þegar hún var á svipuðum aldri og ég er núna og hefur starfað á bráðamóttöku í tuttugu ár. Á COVID-tímum get ég ekki heimsótt hana en við tölum saman í oft í viku.“ Nú er Björn Ágúst að koma sér upp eigin ljósmyndasíðu. „Ég heiti Björn eftir afa og Ágúst eftir langafa og það stytt- ist í að síðan bjornagust.is fari í loftið. Ég hef lítið komið mér á framfæri en á National Geographic er netsamfélag og þar er gott að fá endurgjöf á myndirnar. Það er margt sem fylgir myndatökum því með þeim skynjar maður heiminn á nýjan hátt. Mér finnst gaman að segja sögur og það vil ég að mínar myndir geri. Ég hef þroskast og þróast og myndirnar með.“ gun@frettabladid.is Vil að myndir segi sögur Hestamynd Björns Ágústs Magnússonar heillaði David Y. Lee, ritstjóra National Geographic, sem setti hana í heiðursflokk. Myndin heitir Vár eftir aðalfyrirsætunni. „Það er stormur og frelsi í faxins hvin,“ orti Einar Ben og rifjast upp þegar horft er á myndina Vár. MYND/BJÖRN ÁGÚST MAGNÚSSON Björn segir styttast í að myndasíðan bjornagust.is fari í loftið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er margt sem fylgir mynda- tökum því með þeim skynjar maður heiminn á nýjan hátt. Merkisatburðir 1966 Útsendingar íslenska sjónvarpsins hefjast. Fyrstur á skjáinn er Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Ása Finns- dóttir er þula fyrsta kvöldið. 1994 302 metra löng brú yfir Kúðafljót er tekin í notkun. Við það styttist hringvegurinn um átta kílómetra. 1996 Eldgos hefst undir Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna. 2005 Umdeildar skopteikningar af Múhameð spámanni birtast í danska dagblaðinu Jyllandsposten. 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.