Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 25
Við mælum með
styrktarþjálfun að
minnsta kosti tvisvar í
viku. Einnig er gott að
stunda göngur, sem eru
hressandi fyrir alla.
Í dag er mun algengara að fólk fái aðstoð inn á heimilið í formi félagslegrar aðstoðar og einnig
að létt sé undir með heimilisþrif til
að létta undir með fjölskyldunni.
Þegar heilsan brestur getur skipt
sköpum að fá heimaþjónustu.
Félagsleg þjónusta sveitarfélaga og
heimahjúkrun geta breytt miklu
fyrir þá sem ekki geta búið einir
heima. Sumir velja að fá persónu-
lega þjónustu heim á sínum eigin
forsendum og styrkja sig í leiðinni
með heimahreyfingu frá Sóltúni
Heima.
Mikilvægt að halda
virkni og styrkja sig
Mjög mikilvægt er að aldraðir
haldi virkni, andlegri líðan og
líkamlegri heilsu, ekki síst á
þessum tímum þegar fólk heldur
sig meira heima af ótta við smit af
COVID-19.
Sóltún Heima býður upp á
heimaþjónustu, heimahjúkrun og
heilsueflingu fyrir fólk. Áhersla er
lögð á persónulega þjónustu við
aldraða og aðstandendur þeirra.
Ásdís Halldórsdóttir, íþróttafræð-
ingur og forstöðumaður heilsu &
vellíðunar hjá Sóltúni Heima, segir
að þegar heilsunni hrakar vegna
aldurs eða sjúkdóma geti orðið
meiri þörf fyrir aðstoð við athafnir
daglegs lífs og hreyfingu.
„Við mælum með því að leggja
áherslu á hreyfingu og sérstaklega
styrktarþjálfun nú sem endranær.
Sérstaða okkar hjá Sóltúni Heima
er að liðsinna öldruðum á sínu
heimili með þær þarfir sem ein-
staklinginn vantar að uppfylla og
um leið styrkjast með markvissum
æfingum þannig að viðkomandi
verði sjálfstæðari,“ segir Ásdís.
Hreyfing minnkar verki
Við vitum að hreyfing minnkar
verki og þegar árin færast yfir er
nauðsynlegt að stunda reglulega
hreyfingu. Stór hluti fólks finnur
fyrir breytingum í líffærakerfinu,
liðir verða stífari, vöðvarýrnun
verður, minni kraftur, hreyfingar-
skerðing, liðbrjósk eyðist og þessu
fylgja oft verkir. „Við mælum með
styrktarþjálfun að minnsta kosti
tvisvar í viku. Einnig er gott að
stunda göngur, sem eru hress-
andi fyrir alla, ekki síst andann
á þessum tímum; náttúran og
súrefnið nærir okkur, auk þess er
mjög gott að gefa sér tíma í slökun,
stunda djúpöndun og hugleiðslu
í nokkrar mínútur á dag, til að
draga úr spennu og auka vellíðan,“
segir Ásdís.
Heimahreyfing Sóltúns Heima
er danskt æfingakerfi sem
heitir DigiRehab og er hannað af
dönskum sjúkraþjálfurum. Það
hefur reynst mörg þúsund eldri
borgurum í Danmörku mjög vel
og bætt lífsgæði. Hér á landi hefur
heimahreyfingin verið í boði
í nokkur ár. Sérhæfður starfs-
maður kemur heim tvisvar í viku,
leiðbeinir og fer eftir sérsniðnu
æfingakerfi þar sem áherslan
er lögð á að bæta styrk og jafn-
vægi. Flestir fara í þriggja mánaða
prógramm en margir hafa verið í
áskrift hjá okkur í marga mánuði
og sumir í upp undir þrjú ár,“
bendir Ásdís á.
Gönguhraði
Gönguhraði og skreflengd
minnkar með aldrinum en göngu-
hraði getur gefið til kynna byltu-
hættu hjá eldra fólki. Aðrir þættir
hafa einnig áhrif eins og til dæmis
slæm sjón, BMI-stuðull og stoð-
kerfisvandamál. Ef gönguhraði
einstaklings minnkar um meira
en 0,15 m/s að meðaltali á ári,
þá er það vísbending um aukna
byltuhættu,“ segir Ásdís. „Regluleg
hreyfing með áherslu á styrktar-
þjálfun getur aukið gönguhraða,
bætt jafnvægið og minnkað hættu
á byltum. DigiRehab mælir göngu-
hraða á sex vikna fresti. Eitt af
okkar markmiðum er að viðhalda
eða auka gönguhraða til að bæta
öryggi og lífsgæði,“ bætir Ásdís við.
Heimilisaðstoð sem
skiptir fjölskylduna máli
Þórdís Gunnarsdóttir er teymis-
stjóri heimaþjónustu hjá Sóltúni
Heima, en boðið er upp á margvís-
lega þjónustu fyrir eldri borgara
sem búa heima. Fólk ætti að fjár-
festa í heilsunni og eyða í sjálft sig
til að njóta æviáranna.
„Við getum komið inn með
félagslegt innlit, aðstoðað við
lyfjagjafir, heimahjúkrun, farið í
verslun fyrir fólk eða aðstoðað það
við að kaupa inn á netinu. Einnig
getum við hjálpað einstaklingnum
að komast í samband við ætt-
ingja sína í snjalltæki. Það skiptir
sköpum í lífsgæðum fólks.
Við aðstoðum við heimilisstörf
eins og að skipta á rúmum, þvo og
ganga frá þvottinum. Við erum
mjög sveigjanleg með verkefni og
göngum í það sem við erum beðin
um. Einnig förum við í göngutúra
með okkar fólk.
Svo er mikil eftirspurn eftir
heimahreyfingunni okkar sem
tekur aðeins 20-30 mínútur í senn.
Fólk er alsælt með þessa þjónustu
og finnur fljótt mun á sér. Síðan er
vinsælt að tvinna saman heima-
hreyfingu og aðstoð við böðun.
Bónusinn er gott kaffispjall,“ segir
Þórdís.
„Við leggjum mikla áherslu
á sóttvarnir þegar við komum
inn á heimili fólks og fylgjum
öllum reglum. Einnig tökum við
að okkur heimilisþrif. Við fáum
mikið hrós fyrir fagleg þrif og góða
nærveru okkar íslenskumælandi
starfsfólks,“ segir Þórdís.
Mikilvægt að létta
á fjölskyldunni
Reynslan hefur sýnt að aukin
aðstoð inni á heimili aðstandenda
léttir mikið á fjölskyldunni. Þórdís
leggur áherslu á að fjölskyldan
hittist og njóti samverustunda
í kærleika og gleði. „Á tímum
kóróna veirunnar halda margir
aldraðir sig meira heima, þá draga
þeir að sjálfsögðu úr líkum á að
smitast en við megum ekki gleyma
að sinna okkar líkamlegu og and-
legu þörfum og athöfnum daglegs
lífs. Sumir geta heldur ekki búið
einir án aðstoðar, eiga kannski
engan að og þar getum við komið
inn,“ heldur Þórdís áfram. „Einnig
getum við verið til staðar fyrir
fólk þegar makinn þarf að fara að
heiman. Við lesum bækur, dag-
blöð, spilum eða styttum stundir á
annan hátt. Þessi aðstoð dregur úr
einangrun fólks. Við mælum með
að aðstandendur nýti sér þjónustu
okkar, svo að gæðastundir fjöl-
skyldunnar verði f leiri og betri.“
Sóltún Heima er rekið af Sóltúni
öldrunarþjónustu ehf. en hún rekur
einnig Sólvang hjúkrunarheimili í
Hafnarfirði. Margir þekkja Sóltún
hjúkrunarheimili í Sóltúni en það
er tengt fyrirtæki Sóltúns. Frekari
upplýsingar má fá í síma 5631400
eða á soltunheima.is.
Algengt að fá aðstoð inn á heimilið
Sóltún Heima er rekið af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf. og býður upp á margvíslega þjónustu til
að létta undir með öldruðum sem búa heima. Aðstandendur eru afar þakklátir fyrir aðstoðina.
Ásdís Halldórsdóttir og Þórdís Gunnarsdóttir starfa hjá Sóltúni Heima, þar sem margvísleg aðstoð er í boði fyrir eldri borgara sem búa heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 EFRI ÁRIN