Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 28
Á hjúkrunarheimilinu Drop-laugarstöðum, sem velferðar-svið Reykjavíkurborgar rekur, er 81 íbúi. „Aldursbilið er breitt. Hér búa tveir einstaklingar undir fertugu og tveir yfir hundrað ára. Stærsti hópurinn er ein- staklingar fæddir 1920-40. Íbúar Droplaugarstaða þurfa daglega hjúkrun og aðhlynningu og hafa verið tilnefndir af miðlægri mats- nefnd er metur færni,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður. Flóknir og skrítnir tímar Húsið er á fjórum hæðum og skipt í fjórar deildir. Á fyrstu hæð eru þrír MND-sjúklingar á sérhæfðri hjúkr- unardeild. Deildunum á næstu þremur hæðum er skipt í þrjár 8-10 manna einingar. Allir íbúar á Droplaugarstöðum eru í einbýli með baði. Tímarnir vegna COVID-19 faraldursins hafa verið skrítnir og flóknir og var einingunum breytt í sóttvarnahólf. „Það er erfitt að geta ekki haldið veislur og fengið fólk inn á heimilin eins og við vildum. En til þess að bæta ástandið bættum við tæknimálin hjá okkur í vor. Við fjárfestum í stórum sjón- vörpum fyrir hverja einingu, þar sem viðburðum er streymt fyrir íbúa. Um daginn héldum við til dæmis stólajóga sem var sýnt á öllum deildum. Einnig héldum við okkar eigin Eurovision, eða Dropa- vision í vor. Þá var samkeppni á milli eininganna og starfsfólk og íbúar unnu saman að því að búa til atriði við Eurovisionlagið hans Daða. Allar einingarnar tóku þátt, enda voru allir ótrúlega til í þetta og skemmtu sér konunglega.“ Fyrsta flokks aðstaða Droplaugarstaðir hafa góða aðstöðu bæði úti og inni við og er heimilið vel útbúið tækjakosti. Allir íbúar Droplaugarstaða eiga kost á því að nýta sér sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. „Fólk er misvel í stakk búið að mæta til sjúkraþjálfara, en þeir fara til íbúa ef þess er þörf og framkvæma teygjur og tog með þeim. Í garðinum er gróðurhús sem er upphitað allan veturinn og gefur kost á öðru umhverfi. Einnig eru gönguleiðir í fallega garð- inum okkar upphitaðar, svo íbúar komast í göngur allan ársins hring. Hér er líka starfandi hárgreiðslu- stofa og snyrtistofa. Síðan í byrjun árs höfum við verið að breyta verklagsreglum. Matartíminn er orðinn eins konar samverustund í borðstofu eininganna, en þar kemur stór hluti íbúanna saman. Einnig hvetjum við starfsfólkið til að breyta viðhorfi frá því að vera að „leysa vandamál“ yfir í að njóta með íbúunum. Þá hefur næringarfræðingur hjálpað okkur að auka gæði matarins og gera sérfæði eins og maukfæði áhugaverðara fyrir íbúana.“ Gæðavottun fyrir framtíðina Mikilvægur árangur náðist í ár þegar Droplaugarstaðir hlutu ISO-gæðavottun, fyrst hjúkrunar- heimila á Íslandi. „Ég kom hingað í byrjun ágúst 2018 úr Blóðbank- anum og sá mikilvægi þess að setja upp virkt gæðakerfi fyrir heimilið. Ég myndaði gæðaráð með starfs- fólki og fékk hver og einn sitt hlutverk. Það var gott að koma inn á vinnustað þar sem allir voru tilbúnir að taka skrefið með mér, því mér hefði aldrei tekist þetta ein á svo skömmum tíma. Eitt af því sem hjálpaði mikið var ábendinga- kerfi, sem við tókum upp í janúar 2019. Þar geta starfsmenn, íbúar og aðstandendur sent inn kvartanir eða hrós, óskir um umbætur og fleira. Við notum CCQ-kerfi til að halda utan um allt gæðastarfið og tryggja að allt sé unnið sam- kvæmt verklagsreglum. Kerfið er í skýinu og starfsmenn geta skoðað leiðbeiningar, fundið gátlista og annað í símanum. Það er mikilvægt á vinnustað eins og okkar. Það er himinn og haf á milli þess að setja gæðareglur eða gera gæða- handbók og að fá raunverulega vottun. Vottunin heldur okkur á tánum í gæðastarfinu. Gæðastarfi er aldrei lokið og stór hluti þess er sífelld endurskoðun og umbóta- starf. Því um leið og vottun fæst þarf að viðhalda henni og úttekt er gerð árlega. Þetta er miklu meira en bara prik í kladdann. Þó að einn yfirmaður hætti, þá deyr ekki starf- ið. Næsti er knúinn til að viðhalda því, ætli hann að halda vottuninni. Ég veit að þetta umbótastarf okkar hefur nú þegar skilað miklu og við munum halda áfram að gera gott starf betra.“ Droplaugarstaðir hljóta ISO-vottun Frá árinu 2018 hefur starfsfólk Droplaugarstaða unnið að því að bæta gæðastaðla og gæði þjón- ustunnar og hefur heimilið nú hlotið ISO gæðavottun, fyrst íslenskra hjúkrunarheimila. Jórunn, forstöðumaður Drop- laugarstaða hefur náð mjög góðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íbúar Droplaugarstaða eiga kost á því að nýta sér sjúkra- og iðjuþjálfun. Ultra Macular augnvítamín og fjölvítamín · Fæst í öllum helstu apótekum ULTRA MACULAR Augnvítamín + fjölvítamín Sannreynd meðferð á aldursbundinni augnbotnahrörnun. Samsetning Ultra Macular er byggð á niðurstöðum rannsóknar á þessu sviði, AREDS2. Ultra Macular er bæði augnvítamín og fjölvítamín og er því heildarvítamínlausn fyrir líkamann. Hagkvæmur valkostur • Fullkomin samsetning 16 vítamína og steinefna (100% RDS) • Inniheldur andoxunarefnið lycopene • Aðalbláber sem styðja við nætursjón • B12 vítamín • Ráðlagt af augnlæknum • Hylki sem er auðvelt að kyngja REPOSE LÉTTIR UNDIR MEÐ ÞÉR Ný byltingarkennd vara sem aðstoðar einstaklinga sem eru í áhættuhópi fyrir þrýstingssár. stefaniaf@icepharma.is . 520-4322 6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U REFRI ÁRIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.