Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 16
11,5 milljónir evra verða greidd- ar út til skuldabréfaeigenda þegar skaðleysissjóðnum verður slitið. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Stjórn eignarhaldsfélags gamla Landsbankans (LBI) og fyrr-verandi meðlimir slitastjórnar bankans hafa komist að samkomu- lagi um að slíta rúmlega 14 millj- óna evra skaðleysissjóði, jafnvirði um 2,3 milljörðum íslenskra króna, en hann var settur á fót við nauða- samninga LBI í árslok 2015. Var sjóðnum ætlað að tryggja starfs- fólki slitastjórnar, ásamt tilteknum lykilstarfsmönnum og ráðgjöfum LBI, skaðleysi til allt að tíu ára gagn- vart mögulegum málsóknum vegna starfa þeirra á meðan slitameðferð bankans stóð. Samkomulagið felur meðal ann- ars í sér að greiðslu upp á samanlagt 2,58 milljónir evra, jafnvirði um 420 milljónir króna, til slitastjórnar og fyrrverandi starfsmanna LBI gegn því að fallast á að skaðleysissjóður- inn verði lagður niður. Greiðslurnar ná til Herdísar Hallmarsdóttur, fyrrverandi formanns slitastjórnar LBI, Kristins Bjarnasonar, sem sat einnig í slitastjórn, Péturs Arnar Sverrissonar, lögmanns og ráðgjafa LBI, og Guðmundar Óla Björgvins- sonar, lögmanns og ráðgjafa LBI, og dánarbús Halldórs Backmans, en hann var um árabil í slitastjórn bankans en lést árið 2017. Engar greiðslur verða hins vegar inntar af hendi til Ársæls Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra LBI um árabil. Samhliða því að skaðleysis- sjóðnum verður slitið mun stjórn LBI kaupa nýja og mun takmarkaðri tryggingu fyrir umrædda fyrrver- andi starfsmenn slitabúsins gegn mögulegum málssóknum. Það sem út af stendur í skað- leysissjóðnum – samtals um 11,55 milljónir evra – verður greitt út til skuldabréfaeigenda LBI. Í lok júní á þessu ári numu heildareignir slita- búsins um 114 milljónum evra. Stærstu skuldabréfaeigendur LBI eru erlendu vogunarsjóðirnir og f jármálafyrirtækin Anchorage Capital, Deutsche Bank, Taconic Capital, Goldman Sachs og David- son Kempner. Sambærilegir skaðleysissjóðir voru einnig settir upp í slitabúum hinna föllnu bankanna við gerð nauðasamnings Glitnis og Kaup- þings. Stjórn eignarhaldsfélags Glitnis náði samkomulagi við Stein- unni Guðbjartsdóttur og Pál Eiríks- son, sem höfðu skipað slitastjórn bankans, um að slíta um átta millj- arða skaðleyssisjóði félagsins gegn því að inna af hendi tvær greiðslur til þeirra að andvirði samtals um 800 milljóna króna á árunum 2016 og 2017. – hae Fella niður skaðleysissjóð gegn 400 milljóna greiðslu  Herdís Hallmars- dóttir, fyrrver- andi formaður slitastjórnar LBI Krónan hefur ekki veikst óeðli-lega mikið miðað við önnur lönd sem eiga jafn mikið eða meira undir ferðaþjónustunni en Ísland og búa við f ljótandi gjald- miðil. Óvíst er hvenær fullri fram- leiðslugetu verður náð og f læðið á gjaldeyrismarkaði verður til þess að setja áframhaldandi þrýsting á að krónan veikist. Þetta skrifar Erna Björg Sverris- dóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í greiningu sem var send á valda viðskiptavini bankans á mánudag. Hún rifjar upp ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í fjölmiðlum en hann hefur kallað ástandið í dag tímabundið og sagt að gengi krónunnar sé mun lægra en fær staðist við eðlilegt framleiðslu- stig. Sökum þessa hefur bankinn verið virkur á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur og hafið reglu- lega gjaldeyrissölu. Erna spyr hvort hægt sé að tala um eðlilegt framleiðslustig og of veika krónu í ljósi þess að tíma- rammi COVID-krísunnar er sífellt að lengjast. Hún segir að stutta svarið sé nei. „Það er ekki augljóst að krónan sé orðin of veik, að minnsta kosti til skemmri tíma litið. Landið er enn þá dýr áfangastaður, þrátt fyrir allt, þó samkeppnishæfnin hafi batnað verulega,“ útskýrir Erna. „Þegar ferðaþjónustan tekur við sér á heimsvísu er hins vegar ljóst að mikil samkeppni verður um ferðamenn og þar mun veik króna styðja við viðspyrnuna.“ Þá bendir hún á að margir kraftar verki í átt- ina að frekari veikingu krónunnar. Í fyrsta lagi hafi erlendir fjárfestar leitast við að losa eignir á Íslandi. Á sama tíma hafi uppsöfnuð fjárfest- ingaþörf lífeyrissjóða aukist og auk þess sé halli á vöru- og þjónustuvið- skiptum. Eini krafturinn sem verki í áttina að styrkingu sé Seðlabank- inn sem telur krónuna of veika og hegðar sér samkvæmt því. Hann sé einn á kaupendahliðinni. „Að mínu mati er ekki hægt að segja að krónan sé of veik eins og sakir standa, að minnsta kosti ekki til skemmri tíma litið. Vissulega er hún veik miðað við fulla framleiðslu- getu en það er algjörlega óvíst hve- nær henni verður náð að nýju. Þar af leiðandi er ég ekki sammála seðla- bankastjóra þegar hann talar um skammtímasveif lu, eðlilegt fram- leiðslustig og of veika krónu.“ – þfh Ekki hægt að tala um of veika krónu Erna Björg Sverrisdóttir Stjórn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, hefur ákveðið að afturkalla kaupauka-greiðslur upp á tugi milljóna króna til ellefu fyrrverandi starfsmanna fjármálafyrirtækisins sem voru samþykktar haustið 2018 og í ársbyrjun 2019 en átti eftir að greiða að hluta út. Þá hefur stjórnin einnig farið fram á það við tvo af þessum sömu starfsmönnum, þá Valdimar Ármann, fyrrverandi for- stjóra GAMMA, og Ingva Hrafn Ósk- arsson, sem var sjóðstjóri hjá félag- inu, að þeir endurgreiði GAMMA samtals um 12 milljónir króna vegna kaupauka sem höfðu þegar verið greiddir til þeirra á árunum 2018 og 2019, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fy r r verand i st a r fsmönnu m GAMMA var tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar félagsins í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu sem GAMMA skilaði á árunum 2017 og 2018. Í sam- ræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam uppsöfnuð skuldbinding GAMMA vegna þessa rúmlega 33 milljónum króna í árslok 2019. Samkvæmt ákvörðun stjórnar GAMMA verður sú fjárhæð því ekki greidd út til starfsmannanna ellefu. Er það mat hennar, samkvæmt heim- ildum Markaðarins, að ekki sé rétt að standa við þær greiðslur þegar í ljós hefur komið að afkoma félags- ins á undanförnum misserum hefur reynst mun lakari en áætlanir þáver- andi stjórnenda GAMMA gerðu ráð fyrir. Samanlagt tap GAMMA á síð- ustu átján mánuðum nemur tæplega 500 milljónum króna. Á meðal fyrrverandi starfsmanna GAMMA sem munu ekki fá kaup- auka sína greidda út að fullu eru Agnar Tómas Möller og Jónmundur Guðmarsson, en þeir starfa í dag hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast þess að Valdimar Ármann og Ingvi Hrafn endurgreiði félaginu þá fjármuni sem þeir fengu í kaup- auka á sínum tíma kemur hins vegar til vegna reksturs fagfjárfestasjóðs- ins Novus, sjóðs í stýringu GAMMA og eiganda Upphafs fasteignafélags. Sjóðfélagar Novus töpuðu háum fjárhæðum þegar upplýst var um það fyrir um ári að eignir Upphafs voru stórlega ofmetnar og var virði félagsins lækkað úr 5,2 milljörðum í 40 milljónir. Ingvi Hrafn var sjóð- stjóri Novus en hann lét af störfum eftir að tilkynnt var um bága fjár- hagsstöðu sjóðsins. Í skýringum til sjóðfélaga í sept- ember 2019 á endurmetnu virði NOVUS kom fram að raunveruleg framvinda margra verkefna Upp- hafs, sem stóð í framkvæmdum og sölu á yfir 400 íbúðum á höfuðborg- arsvæðinu, hafi reynst ofmetin. Þá hafi kostnaður við framkvæmdir verið langt yfir áætlunum auk þess sem fyrri matsaðferðir tóku ekki að fullu tillit til fjármagnskostnaðar félagsins sem hækkaði verulega við útgáfu skuldabréfs að fjárhæð 2,7 milljarðar í júní í fyrra. Samkvæmt niðurstöðum endur- skoðu na r f y r ir t æk isins Gr a nt Thornton á starfsemi Novus og Upphafs á árunum 2013 til 2019 skorti verulega á formfestu við ákvörðunartöku og þá hafi sami ein stak ling ur oft setið við stjórn- völ inn og stýrt fram kvæmd fé lags- ins án virkr ar aðkomu eða eft ir lits frá stjórn eða öðrum aðilum. Þá var virði eigna sjóðsins metið með mis- mun andi hætti á milli ára og óljóst hvernig for send ur að baki verðmats voru fundn ar í sum um til fell um. Eft ir stöðvar verka í eigu Novus hafi verið veru lega van metn ar. Gamma hefur  tilkynnt um nokkur tilvik þar sem grunur er um óeðlilegar greiðslur til Péturs Hannessonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs. Þegar gengið var endanlega frá kaupum Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars 2019 var kaup- verðið áætlað 2,54 milljarðar. Fyrir félagið greiddi Kvika 839 milljónir í reiðufé en afgangurinn var í formi hlutdeildarskírteina í sjóðum GAMMA og árangurstengdra þókn- anatekna þegar langtímakröfur á sjóði GAMMA innheimtast. Sökum lakari afkomu GAMMA en áætlanir gerðu ráð fyrir hefur kaupverðið tekið umtalsverðum breytingum til lækkunar. hordur@frettabladid.is Stjórn GAMMA krefst endurgreiðslu bónusa  Fyrrverandi starfsmenn fá ekki tugmilljóna kaupauka sem átti eftir að greiða út til þeirra. Stjórnin krefur fyrrverandi forstjóra og sjóðstjóra að endurgreiða félaginu bónusa. Ákvörðunin var tekin vegna slæmrar stöðu Novus-sjóðsins.   Valdimar Ármann hætti störfum sem forstjóri GAMMA í september 2019. 12 milljónum nemur sú fjár- hæð sem Valdimar og Ingva Hrafni er gert að endur- greiða GAMMA. 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.