Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 51
ÉG HELD AÐ ÉG SÉ EINS OG MARGIR ÍSLEND- INGAR, EIGI Í ÁSTAR-HATURS- SAMBANDI VIÐ LANDIÐ OKKAR. Sýningin Allar leiðir liggja heim, stendur yfir í Þulu galleríi við Laugaveg. Þar er að finna verk eftir Aðal-heiði Daly Þórhallsdóttur. Á sýningunni eru níu olíu- verk. Eitt verkanna er sería sem saman- stendur af átta myndum en á þær er letraður málshátturinn: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. „Þetta er uppáhaldsmálshátturinn minn og hann hefur oft verið mér ofarlega í huga,“ segir Aðalheiður. „Ég hef átt heima í útlöndum í nær sex ár. Fyrst í Kanada þar sem ég lærði í Ontario College of Art and Design í Toronto og svo flutti ég til Berlínar fyrir rúmu ári. Þegar ég er með heimþrá hugsa ég: Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Ísland er ekki eins frábært og þú heldur. Ég held að ég sé eins og margir Íslendingar, eigi í ástar-haturssambandi við landið okkar. Samt eru fjöllin stórkostleg og mennirnir eru alveg ágætir.“ Aðalheiður segir að rauði þráð- urinn í sýningunni sé heimilið. „Ég missti landvistarleyfi í Kanada vegna tæknilegra mistaka og þá var fótunum dálítið kippt undan mér. Það var mjög sérstök tilfinning að missa heimilið, en þarna hafði ég átt heima í fimm ár. Í Berlín vildi ég skapa nýja tilfinningu fyrir því að vera heima. Ég fór í litlar búðir og leitaði að hlutum eins og fallegum bolla sem ég gæti gert að mínum, sett í tóma íbúð og lífgað þannig upp á hana. Þegar kórónaveiran skall á í Þýskalandi var ég í göngufæri við stúdíóið mitt, og þar sem ég var ein mátti ég fara þangað. Það eina sem kom upp í huga minn var heimilið og þess vegna eru myndirnar af hlutum sem eru á heimilum: blóma- vösum, skeiðum og alls kyns smá- hlutum.“ Málverk Aðalheiðar hafa verið á sýningum bæði í Evrópu og Norð- ur-Ameríku og eru verk hennar í einkaeigu víðs vegar. Árið 2018 var Aðalheiður valin til að sýna verk sín í Kaupmannahöfn í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands, ásamt fleiri íslenskum myndlistar- mönnum. Hún býr, eins og áður segir, í Berlín en stefnir á að f lytja heim. Sýning hennar í Þulu stendur til 11. október. Tilfinning fyrir því að vera heima Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir sýnir níu olíuverk í Þulu galleríi. Málaði myndirnar í Þýskalandi á kóvidtímum og vitanlega kom heimilið, og hlutir þar, upp í hugann. Það eina sem kom upp í huga minn var heimilið, segir Aðalheiður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LEIKHÚS Oleanna David Mamet Borgarleikhúsið Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Leikendur: Hilmir Snær Guðnason og Vala Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason / Gunnar Gunnsteinsson Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui Tónlist: Garðar Borgþórsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson og Þorbjörn Steingrímsson Eftir margra mánaða bið eru leik- húsin loksins að opna sínar dyr á ný og vonandi verða þær áfram opnar. Oleanna eftir David Mamet var tveimur vikum frá frumsýningu síðastliðið vor þegar COVID-19 skall á og öllu var skellt í lás. Síðan þá voru gerð leikaraskipti í bland við leik- stjóratilfæringar og opnar nú sýn- ingin leikárið í Borgarleikhúsinu. Á yfirborðinu snýst Oleanna um röð samtala milli karlkyns kennara og kvenkyns nemanda, sem fara fram á nokkurra vikna tímabili á skrifstofu hans. En undir niðri kraumar valdabarátta kynjanna þar sem aðeins ein manneskja getur staðið uppi sem sigurvegari. Tækni- legir hæfileikar Davids Mamet sem leikskálds eru óumdeilanlegir. Hálf- kláraðar hugsanir, hikorð og trufl- anir spila stór hlutverk í textanum. Málgleði kennarans einkennir fyrri hluta verksins en ásakanir nemandans hinn seinni. Algjört skilningsleysi á milli persónanna og niðurbrot hlustunar umlykur þessi samskipti. Mamet skoðar grá svæði samfélagsins af áhuga, en gengur iðulega of langt í drama- tískum vendingum, sérstaklega hvað varðar ásakanir og viðbrögð nemandans, til þess að rannsóknin gangi upp. Þessi þrætuhyggja, þar sem tveir einstaklingar stangast á í valda- baráttu, ætti að skapa drama- tíska sýningu, en slíkt veltur á því hvernig verkið er framsett. Mikið mæðir á Hilmi og Völu sem þurfa ekki einungis að takast á við brota- kenndu setningarnar, heldur einnig innra ferðalag karakteranna. Hilmir Snær Guðnason tekst á við hlut- verk sitt af æðruleysi og áreynslu- leysi, þar sem reiði kennarans stig- magnast við hverja senu. En hann nær ekki að fanga örvæntinguna sem ýtir honum fram af brúninni. Vala Kristín Eiríksdóttir svarar honum með rísandi styrk og sýnir hvers megnug hún er sem leikkona, þegar hún fer með magnaða ræðu um eiginleika og afleiðingar órétt- lætis. Gallinn er sá að neistann vantar á milli þeirra, sérstaklega í byrjun, sem er nauðsynlegur til að kynda undir textanum, eins og þau séu hvort í sínu horni frekar en að mætast í hringleikahúsinu. Hilmir Snær og Gunnar Gunn- steinsson eru báðir skrifaðir fyrir leikstjórninni, sá síðari tók við þegar leikaraskiptin áttu sér stað. Þeir spila með fjarlægð á milli persóna, sem endurspeglun á samfélagslegri stöðu þeirra, en ná sjaldan að fanga ókyrrðina í textanum. Niðurstaðan verður hálfkláraðar hugmyndir og óskipulagt tilfinningarót, fremur en afgerandi túlkun á leikritinu. Sean Mackaoui er mikill happa- fengur f y rir listalíf landsins. Leikmyndir hans bera ætíð sterk fingraför og hann leitar töluvert í táknmyndir, sem virka reglulega vel. Þó tók umbreytingin fyrir síð- ustu senuna of langan tíma. Bless- unarlega var búningur kennarans endurhugsaður miðað við myndir í leikskrá. Einkennisbúningur feðra- veldisins er ekki lengur þykk þrí- skipt jakkaföt heldur stakur jakki og dýrir skór sem henta bæði á skrifstofuna sem og í grillveisluna. Á meðan kennarinn verður meira og meira berskjaldaður, brynjar nemandinn sig með faglegri fatn- aði. Umræðan um jafnræði kynj- anna, of beldi og forréttindi er á allt öðrum stað heldur en hún var fyrir þrjátíu árum. Jafnræði þýðir ekki að líf annarra verði lagt í rúst, en líf alltof margra hefur verið lagt í rúst vegna skorts á jafnræði. Oleanna veltir upp mörgum spurningum og tæknin sem Mamet beitir er ansi merkileg, en nú er kominn tími á ný leikrit, nýjar raddir og ný sjónar- mið. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Neistann vantar í leik- rit sem má muna sinn fífil fegri. Hringleikahús málstaðanna Undir niðri kraumar valdabarátta kynjanna, segir gagnrýnandinn. Fyrirlestur um konur í buxum. Sjókonur í buxum er yfirskrift Föstudagsf léttu Borgarsögu-safns, sem fer fram í Sjóminja- safninu í Reykjavík föstudaginn 2.  október klukkan 12.10-13.00. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagn- fræðingur fjallar um buxnanotkun íslenskra kvenna í sögulegu ljósi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar konur sem klæddust buxum til sjós og létu reyna á mörk samfélagsins hvað varðar kvenlega hegðun, klæðaburð og framkomu. Vegna sótt varnaviðmiða er aðeins pláss fyrir 25 gesti og af þeim sökum nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á sjominja- safnid@reykjavik.is. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við Reykjavíkurakademíuna og einn af aðstandendum heimildar- söfnunarverkefnisins Huldukon- ur. Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700–1960 (huldukonur.is). Sjókonur í buxum Píanistinn Romain Collin býður GDRN til leiks á þriðju tónleikum sínum í Hannesar- holti laugardagskvöldið 3. október kl. 20. Guðrún Ýr Eyfjörð er konan á bak við sviðsnafnið GDRN, en hún hefur skinið skært í íslensku tónlistarsenunni á undanförnum árum. GDRN hóf tónlistarferil sinn á tíu ára klassísku fiðlunámi, þar til hún hóf nám í djasssöng og djass- píanóleik, sem leiddi hana á end- anum á þá braut sem hún er núna. Eftir útgáfu fyrsta lagsins hlaut hún verðlaun sem áhugaverðasti nýi tónlistarmaðurinn á Íslensku tón- listarverðlaununum 2017. Fyrsta plata hennar, Hvað ef, frá 2018, var útnefnd plata ársins á tónlistar- verðlaunum Grapevine og útnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Hún sópaði að sér fernum verð- launum á Íslensku tónlistarverð- laununum 2019, fyrir lag, plötu og vídeó og var valin söngkona ársins. Collin mætir GDRN M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.