Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 6
Sem betur fer höfum við ekki orðið fyrir barðinu á þessu og ég vona að svo verði áfram. Avi Feldman, rabbíní Íslands Heildarkostnaður fyrirtækja vegna launa- hækkunar um áramót nemur 40 til 45 milljörðum króna á ársgrundvelli. SAMFÉ L AG Heimsþing gyðinga kallar eftir því að Íslendingar og aðrar Norðurlandaþjóðir banni nýnasistasamtökin Norrænu mót- stöðuhreyfinguna, sem hefur geng- ið undir nafninu Norðurvígi hér á landi. Finnar hafa nú þegar bannað samtökin sem voru með samrýmd- ar aðgerðir um öll Norðurlönd á Yom Kippur, helgasta degi gyðinga. Í ár hófst Yom Kippur síðastliðið sunnudagskvöld og lauk á mánu- dagskvöld. Avi Feldman, rabbíni Íslands, segist hafa fengið eina til- kynningu er varðaði veggjakrot með hatursáróðri. Hann sjálfur hafi ekki orðið mikið var við samtökin hingað til, utan þess sem birst hafi í fréttum. Á hinum Norðurlöndunum voru skemmdarverk unnin á ýmsum stofnunum gyðinga og áróðri dreift, meðal annars í sýnagógu í sænsku borginni Nörrköping, meðan á trú- arathöfn stóð. „Það er á ábyrgð ríkisstjórna og löggæsluyfirvalda að tryggja að trú- arlegar og samfélagslegar stofnanir gyðinga hafi næga lögregluvernd til að gyðingar geti iðkað trú sína án ógnana og ótta,“ sagði Ronald S. Lauder, forseti heimsþingsins, í yfirlýsingu. Minnti hann á að á Yom Kippur í fyrra hefði hægriöfgamað- ur myrt tvær manneskjur í Halle í Þýskalandi, eftir að hafa reynt að komast inn í sýnagógu. Hæstiréttur Finnlands bann- aði Norrænu mótstöðuhreyfing- una síðastliðinn miðvikudag og úrskurðaði að stefna samtakanna gengi gegn gildum lýðræðislegs samfélags, og að ekki væri hægt að aðskilja samtökin og of beldisverk sem meðlimir þess hefðu framið í landinu. „Tilgangur og starf- semi samtakanna er ekki varið af félagafrelsi eða málfrelsi,“ segir í dómnum. Fyrir rúmu ári komu meðlimir samtakanna víðs vegar af Norður- löndum til Íslands. Stóðu þeir með fána á Lækjartorgi og dreifðu áróðursmiðum. Þurfti lögregla að hafa afskipti af samkomunni og var einn handtekinn þar sem hann neitaði að segja til nafns. Var áróðursmiðum dreift víðar, svo sem á háskólasvæðinu. Avi segir að þau tvö ár síðan hann og fjölskylda hans komu til lands- ins hafi verið afar góð og að viðhorf bæði almennings og yfirvalda hafi verið jákvæð. „Okkur hefur liðið vel og við höfum ekki upplifað hatur eða fordóma í okkar garð,“ segir hann. Hann harmi aðgerðir sam- takanna á Norðurlöndum. „Það er mjög slæmt að fólk skuli sýna slíkt hatur, sérstaklega á þessum degi sem er okkur afar mikilvægur. Sem betur fer höfum við ekki orðið fyrir barðinu á þessu og ég vona að svo verði áfram.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Gyðingar biðja Norðurlönd að banna nýnasistasamtök Norræn nýnasistasamtök voru með samræmdar aðgerðir um öll Norðurlöndin á Yom Kippur, helgasta degi gyðinga. Samtökin voru bönnuð í Finnlandi í síðustu viku og Heimsþing gyðinga kallar eftir því að hin Norðurlöndin fylgi því fordæmi. Rabbíni Íslands hefur fengið eina tilkynningu um aðgerðirnar. Norræna mótstöðuhreyfingin stillti sér upp á Lækjartorgi fyrir ári. Einn var handtekinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK COVID -19 Talsverður vöxtur er í COVID-19 smiti í Stokkhólmi um þessar mundir. Milli tveggja næst- liðinna vikna fjölgaði nýjum smit- um úr 537 í 923 sem er tæplega 72 prósenta aukning. Björn Eriksson, forstöðumaður heilsugæslunnar á Stokkhólms- svæðinu, hefur miklar áhyggjur af stöðunni, að því er fram kemur í frétt sænska sjónvarpsins. Aukn- ingin bendi til þess að margir séu hættir að fylgja tilmælum um sótt- varnir. „Þessu þurfum við að snúa við, hvað sem það kostar,“ undir- strikar Eriksson. Haft er eftir sóttvarnalækninum Maria Rotzén Östlund að vísbend- ingar séu um uppsveiflu í smitum. Hún skori á alla með einkenni að fara í skimun. – gar Áhyggjur vaxa í Stokkhólmi Smit eykst í borginni. MYND/GETTY COVID-19 Kórónaveirufaraldurinn heldur áfram á Spáni og þá sérstak- lega í höfuðborginni Madríd, að sögn spænska dagblaðsins El País. Frá föstudeginum í síðustu viku og fram á mánudag í þessari, greindust alls 13.449 með COVID-19 í Madríd. Vitnar El País til Salvador Illa, heilbrigðismálaráðherra, sem kveður þetta vera mestu aukningu smita til þessa í seinni bylgju farald- ursins í landinu. Fyrir fjórum vikum var fjöldi smita yfir sömu vikudaga sam- tals 9.440. „Það er samfélagssmit í Madríd og við höfum ekki stjórn á faraldrinum og því er nauðsynlegt að við grípa til aðgerða,“ sagði Illa. – gar Stjórnlaust smit í Madrídborg Útbreitt samfélagssmit. MYND/EPA K JAR AMÁL Fram kvæmda stjórn SA á kvað í gær að Lífs kjara- samningurinn gildi á fram. At- kvæða greiðsla fé lags manna SA um upp sögn samninga fór ekki fram. Til efni þessa er til lögur stjórn- valda að að gerðum í átta liðum, sem Katrín Jakobs dóttir for sætis- ráð herra kynnti undir hádegið í gær. Um fang þeirra nemur um 25 milljörðum króna og sagðist Katrín í sam tali við Frétta blaðið bjart sýn á að þær yrðu til þess að friða SA. Fram kom í til kynningu frá SA að tekin hafi verið af staða til tveggja kosta. At kvæða greiðslu fé lags- manna um fram hald eða upp sögn Lífs kjara samningsins og á fram hald samningsins að teknu til liti til að- gerða stjórn valda. Segja sam tökin að heildar- kostnaður fyrir tækja á al mennum v innu ma rk aði veg na lau na- hækkunar 1. janúar nemi 40 til 45 milljörðum króna á ári og að gerðir stjórn valda muni milda þau á hrif. Sam tökin segja að launa hækkanir veiki stöðu at vinnu lífsins og bregð- ast þurfi við þeim kostnaði. „Fram kvæmda stjórn SA telur sættir á vinnu markaði mikil vægar og vill stuðla að þeim. Þær verða þó ekki keyptar á hvaða verði sem er. Verka lýðs for ystan hefur því miður ekki verið til búin til við ræðna um að gerðir til að bregðast við for- sendu bresti í at vinnu lífinu.“ – oæg Útspil stjórnvalda vegi upp á móti launahækkunum 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.