Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það sem einkennir oft fólk sem er raunveru- lega fært um að gera samfélagi sínu gagn, er skyn- bragð á hvenær þörf er á kröftum þess og hvenær ekki. Við skorum á stjórnvöld að bæta um betur í umönnun, vernd og þátttöku barna. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn. Meðvitund um tilvist og efni sáttmálans hefur aukist á undanförnum árum og sífellt fleiri börn fá tækifæri til þess að fræðast um eigin réttindi og njóta þeirra. Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld hafi sett málefni barna í forgang og stefni nú að betri innleiðingu sáttmálans hér á landi. Í skýrslu okkar um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barna- réttarnefndar Sameinuðu þjóðanna kemur fram að stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans. Birtist það meðal annars í skorti á leiðbeiningum til þeirra sem taka ákvarðanir í mál- efnum barna um hvernig eigi að meta hvað sé barni fyrir bestu og skorti á tækifærum barna og ungmenna til þátttöku í málum sem þau varða. Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun. Við teljum að til þess að stjórnvöld uppfylli skyldur sínar þurfi að huga betur að fötluðum börnum. Tryggja þarf að þau njóti tækifæra og mannréttinda sem þeim ber samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, til jafns við önnur börn. Efla þarf tækifæri til náms, vinnu, menningar og tómstunda fyrir fötluð börn og ungmenni. Stjórnvöld eru jafnframt minnt á að öll börn eiga sama rétt, óháð uppruna þeirra eða lagalegri stöðu. Bæta þarf til muna aðstæður barna sem flytja til Íslands, hvort sem þau sækja hér um vernd eða setjast að á öðrum forsendum. Vinna þarf markvisst gegn fordómum og tryggja jafnræði í þjónustu. Þá búa á Íslandi fleiri börn en fullorðnir við fátækt, ólíkt hinum Norðurlöndunum. Mikilvægt er að jafna efnahagslega stöðu barna og uppræta þá mis- munun sem börn verða fyrir vegna fátæktar. Við skorum á stjórnvöld að bæta um betur í umönn- un, vernd og þátttöku barna. Hér hefur verið fjallað um brot þeirra athugasemda sem finna má í sameigin- legri skýrslu félagasamtaka til Barnaréttarnefndarinn- ar. Við hvetjum almenning til þess að kynna sér efni skýrslunnar og tala fyrir réttindum barna. Greinin er skrifuð fyrir hönd níu félagasamtaka. Öll börn eiga sama rétt Eva Bjarnadóttir sérfræðingur hjá UNICEF Listræna Íslenski, Pepsi Max- og Vin- sældalisti Rásar 2 þurfa að stíga til hliðar. Allra eyru beinast nú að Kínverska listanum. Líkt og fram hefur komið hafa óprúttn- ir kommúnistar í Austurlöndum fjær tekið saman leynilista yfir íslenska ráðamenn, líklegast með það að markmiði að valda óskunda. Listinn hefur ekki verið birtur í heild en hrollur fer um mann við að hugsa til þess að Kínverjar búi yfir síma- númeri fyrrverandi forstjóra Póstsins eða hafi undir höndum kennitölu þingmanns Pírata. Vekur furðu að ekki sé búið að hóa saman Þjóðaröryggisráði niður í kjallara á Kef lavíkur- f lugvelli. Kappsmál í lífinu Nú er svo komið að búið er að finna alls konar ný orð yfir ýmislegt. Fólki líður eins og það sé statt í tvöfaldri hátíðarútgáfu af Kappsmáli þar sem búið er að finna alls konar önnur heiti yfir það sem það leitar að. Fetaostur heitir eitthvað allt annað af því Grikkir þykjast eiga nafnið. Salatostur heitir hann núna ... eða veisluostur – allt eftir því hvort hann er ætlaður í salat eða veislu. Sennilega er bannað að nota salatost í veislur og öfugt. Gámaþjónustan heitir Terra – ómögulegt að segja hvers vegna. Og nú heitir Þjóðleik- húsið „Þjóð – leik – húsið“ á nýju merki þess. Lengst af hefur íslensk verkalýðshreyfing liðið fyrir þrásetur rogginna karla á valdastóli. Formenn verkalýðsfélaga hikuðu ekki við að sitja jafnvel áratugum saman á formannsstóli félaga sinna og margir sitja enn. Þeir litu á það sem móðgun ef einhver vogaði sér að bjóða sig fram til forystu, og enn meiri móðgun ef sá aðili var verka- manneskja, kona eða hvort tveggja. Eftir hallarbyltingu í forystu stærstu stéttar- félaganna eru konur nú fremstar meðal jafningja í framlínu hreyfingarinnar. Hin nýja forysta færir umbjóðendum sínum ekki aðeins ferskari og öflugri kjarabaráttu en áður, heldur hefur hún búið til pláss í umræðunni fyrir jaðarhópa innan hreyf- ingarinnar sem setið hafa á hakanum. Þegar betur er að gáð er auðvitað ekki um neina jaðarhópa að ræða, heldur fjölmennar stéttir sem forystan lét sig lítt varða þangað til konur tóku við taumunum. Láglaunakonur hafa eignast öflugan talsmann sem lét ekki trufla sig þótt jafnvel svokallaðir jafnaðarmenn á sviði stjórnmála reyndu að kveða hana í kútinn. Hún þrammaði úr einu sveitarfélagi í annað og knúði fram betri kjör fyrir umbjóðendur sína. Útlendingar sem hingað koma til að vinna eru ekki lengur hataðir og smáðir af verkalýðshreyf- ingunni, heldur hafa fengið málsvara og raunhæfan vettvang að leita til. Hin nýja forysta verkalýðshreyfingarinnar samanstendur af ungu og öflugu fólki af báðum kynjum. Hennar fyrsta verk var að gera kjarasamn- ing við atvinnurekendur sem margir telja að marki tímamót í kjarabaráttu vinnandi stétta. Nú þegar forystan stendur frammi fyrir því erfiða verki að verja þá áfangasigra sem unnust síðasta sumar, standa vörð um þær kjarabætur sem barist var fyrir síðasta vor og verja kjör vinnandi fólks sem horfir fram á erfiða tíma um ófyrirséða framtíð, finnst hrútunum sæmandi að stíga fram á sviðið. Gylfi Arnbjörnsson segir í viðtali við Morgun- blaðið að honum hafi ekki líkað sú orðræða sem var að ryðja sér til rúms innan verkalýðshreyfingar- innar og þess vegna hafi hann ekki gefið aftur kost á sér til forsætis Alþýðusambands Íslands. Engu að síður telur hann rétt að stíga fram á þessum við- kvæma tímapunkti, þegar hreyfingin berst fyrir tilvist Lífskjarasamningsins og launahækkunum sem vinnandi fólk er með pappír upp á, og færa atvinnurekendum gjafir. Með útspili sínu hefur hann ekki aðeins fallið í gryfju hrútsins sem telur endalausa eftirspurn eftir sinni lafþreyttu speki, heldur einnig afhjúpað sig sem úlf í sauðargæru. Það sem einkennir oft fólk sem er raunverulega fært um að gera samfélagi sínu gagn, er skynbragð á hvenær þörf er á kröftum þess og hvenær ekki. Það ber virðingu fyrir verkum annars fólks í þágu sam- félagsins og treystir þeim sem tekið hafa farsællega við keflinu. Það þekkir sinn vitjunartíma. Hrútur - heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN dagar til jóla!3 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.