Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Krónan mælir með! Besta uppskeran núna! Mmm ... Mangó n Biden 91% n Trump 9% ✿ Val þeirra sem tóku af- stöðu til frambjóðenda S TJÓRNM ÁL Tæp átta prósent íslenskra kjósenda myndu kjósa Donald Trump, sitjandi forseta í Bandaríkjunum, gætu þeir kosið í forsetakosningum sem fara þar fram í nóvember. Tæp 82 prósent myndu kjósa Joe Biden, frambjóð- anda Demókrata. Átta prósent vissu ekki hvað þau myndu kjósa og tæp þrjú prósent vildu ekki svara spurn- ingunni. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið 23. til 28. september. „Íslendingar hafa alltaf fylgt Demókrötum fremur en Repúbli- könum, líkt og f lestir í Evrópu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vantraust í garð Trumps sé þó mun meira nú en áður hefur sést í garð Repúblikana. Samkvæmt könnuninni munar langminnstu á frambjóðendunum meðal kjósenda Miðflokksins. Um 55 prósent þeirra myndu kjósa Biden en 45 prósent Trump. Kjós- endur Framsóknarf lokksins hafa aðra skoðun á sviði bandarískra stjórnmála. Hver einasti kjósandi f lokksins sem svaraði könnuninni sagðist myndu kjósa Biden. „Þetta segir mikla sögu og sýnir að það var raunverulegur munur á þeim sem fóru úr Framsókn og yfir í Miðf lokkinn á sínum tíma,“ segir Eiríkur. Þetta bendi til þess að klofningurinn hafi verið efnislegur, ekki aðeins persónupólitískur. Nánar er rætt við Eirík á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem ítarlega er greint frá niðurstöð- um könnunarinnar en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna í síðustu viku. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra metin eftir kyni, aldri og búsetu. Svarendur voru 1.281, eða 51 prósent. – aá Mikill stuðningur við Biden Átta prósent íslenskra kjósenda myndu kjósa Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum í haust. Mestur stuðningur við Trump er meðal kjósenda Miðflokksins en, hann á engan stuðning í Framsókn. Meira á frettabladid.is Katrí n Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur blaðamannafund í gær undir berum himni fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem kynntar voru aðgerðir stjórnvalda til að minnka líkur á að til uppsagnar Lífskjarasamningsins kæmi. Í framhaldi hættu Samtök atvinnulífsins við boðaða kosningu um virkjun uppsagnarákvæðis. Sjá síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Stjórn GAMMA, dóttur- félags Kviku banka, hefur ákveðið að afturkalla kaupaukagreiðslur upp á tugi milljóna til ellefu fyrr- verandi starfsmanna fjármála- fyrirtækisins, sem samþykktar voru haustið 2018 og í ársbyrjun 2019, en átti eftir að greiða út að hluta. Þá hefur stjórnin farið fram á það við Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóra GAMMA, og Ingva Hrafn Óskarsson, sem var sjóðstjóri GAMMA:Novus, að þeir endur- greiði félaginu samtals um 12 millj- ónir, vegna kaupauka sem höfðu þegar verið greiddir til þeirra. Sú ákvörðun kemur til vegna slæmrar fjárhagsstöðu Upphafs fasteigna- félags, sem var í eigu Novus, og upp- lýst var um í fyrra. – hae / sjá Markaðinn Endurgreiði milljóna bónusa til GAMMA 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.