Fréttablaðið - 30.09.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Krónan
mælir með!
Besta uppskeran núna!
Mmm ...
Mangó
n Biden 91%
n Trump 9%
✿ Val þeirra sem tóku af-
stöðu til frambjóðenda
S TJÓRNM ÁL Tæp átta prósent
íslenskra kjósenda myndu kjósa
Donald Trump, sitjandi forseta í
Bandaríkjunum, gætu þeir kosið
í forsetakosningum sem fara þar
fram í nóvember. Tæp 82 prósent
myndu kjósa Joe Biden, frambjóð-
anda Demókrata. Átta prósent vissu
ekki hvað þau myndu kjósa og tæp
þrjú prósent vildu ekki svara spurn-
ingunni. Þetta eru niðurstöður
könnunar sem Zenter rannsóknir
framkvæmdu fyrir Fréttablaðið 23.
til 28. september.
„Íslendingar hafa alltaf fylgt
Demókrötum fremur en Repúbli-
könum, líkt og f lestir í Evrópu,“
segir Eiríkur Bergmann, prófessor
í stjórnmálafræði. Vantraust í garð
Trumps sé þó mun meira nú en áður
hefur sést í garð Repúblikana.
Samkvæmt könnuninni munar
langminnstu á frambjóðendunum
meðal kjósenda Miðflokksins. Um
55 prósent þeirra myndu kjósa
Biden en 45 prósent Trump. Kjós-
endur Framsóknarf lokksins hafa
aðra skoðun á sviði bandarískra
stjórnmála. Hver einasti kjósandi
f lokksins sem svaraði könnuninni
sagðist myndu kjósa Biden.
„Þetta segir mikla sögu og sýnir
að það var raunverulegur munur
á þeim sem fóru úr Framsókn og
yfir í Miðf lokkinn á sínum tíma,“
segir Eiríkur. Þetta bendi til þess að
klofningurinn hafi verið efnislegur,
ekki aðeins persónupólitískur.
Nánar er rætt við Eirík á vef
Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar
sem ítarlega er greint frá niðurstöð-
um könnunarinnar en hún var send
á könnunarhóp Zenter rannsókna í
síðustu viku. Í hópnum voru 2.500
einstaklingar á Íslandi, átján ára og
eldri og voru svör þeirra metin eftir
kyni, aldri og búsetu. Svarendur
voru 1.281, eða 51 prósent. – aá
Mikill stuðningur við Biden
Átta prósent íslenskra kjósenda myndu kjósa Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum í haust.
Mestur stuðningur við Trump er meðal kjósenda Miðflokksins en, hann á engan stuðning í Framsókn.
Meira á frettabladid.is
Katrí n Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur blaðamannafund í gær undir berum himni fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem kynntar voru aðgerðir stjórnvalda til að minnka
líkur á að til uppsagnar Lífskjarasamningsins kæmi. Í framhaldi hættu Samtök atvinnulífsins við boðaða kosningu um virkjun uppsagnarákvæðis. Sjá síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI Stjórn GAMMA, dóttur-
félags Kviku banka, hefur ákveðið
að afturkalla kaupaukagreiðslur
upp á tugi milljóna til ellefu fyrr-
verandi starfsmanna fjármála-
fyrirtækisins, sem samþykktar voru
haustið 2018 og í ársbyrjun 2019, en
átti eftir að greiða út að hluta.
Þá hefur stjórnin farið fram á það
við Valdimar Ármann, fyrrverandi
forstjóra GAMMA, og Ingva Hrafn
Óskarsson, sem var sjóðstjóri
GAMMA:Novus, að þeir endur-
greiði félaginu samtals um 12 millj-
ónir, vegna kaupauka sem höfðu
þegar verið greiddir til þeirra. Sú
ákvörðun kemur til vegna slæmrar
fjárhagsstöðu Upphafs fasteigna-
félags, sem var í eigu Novus, og upp-
lýst var um í fyrra.
– hae / sjá Markaðinn
Endurgreiði
milljóna bónusa
til GAMMA