Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 26
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Umsjónarmaður gönguferð-anna er Kolbrún Björnsdótt-ir, lærður leiðsögumaður með óbilandi ást á útiveru. Hún segir stemninguna í hópnum góða og að vinaböndin styrkist með hverri gönguferð. Verkefnið var sett á ís í vetur vegna COVID eins og annað starf Ferðafélagsins, en fór svo aftur af stað nú um miðjan september. „Þannig að segja má að við séum nýbyrjuð aftur og bjóðum öll áhugasöm með okkur,“ segir Kolbrún. „Hugsanlega hefur þetta ástand einhver áhrif en þá er gott að hafa í huga að það er fátt betra fyrir okkur en að hreyfa okkur úti í náttúrunni. Nema þá að hreyfa okkur úti í náttúrunni í skemmti- legum félagsskap. Það styrkir svo sannarlega ónæmiskerfið.“ Kolbrún segir hópinn ótrúlega skemmtilegan. Fólkið kemur úr ólíkum áttum en á það sameigin- legt að njóta þess að vera úti. „Allir þátttakendurnir eru í góðu gönguformi, við göngum allaveganna frekar rösklega og stundum líður mér eins og ég þurfi að hafa mig alla við,“ segir Kolbrún hlæjandi. „En það þarf enginn að óttast að vera skilinn eftir, við erum alls ekki að flýta okkur og njótum þess líka að spjalla. Þetta eru fyrstu göngurnar mínar með þessum hópi og ég get með sanni sagt að ég hlakka til hverrar göngu. Mér finnst eins og ég sé að eignast fullt af skemmtilegum vinum sem eru fullir af visku. Ég kem allaveganna aldrei að tómum kofanum ef það er eitthvað sem ég er að velta fyrir mér og það er eiginlega magnað hversu mikil þekking er innan hópsins, á öllu á milli himins og jarðar. Þetta eru reynsluboltar í lífinu sem eru alger forréttindi að fá að ganga með.“ Frábær hreyfing og yndislegt fólk og félagsskapur Einn af þátttakendunum í göngu- hópnum er Steinunn Steinarsdótt- ir. Steinunn er vanur göngugarpur en hún er félagi í Ferðafélagi Íslands og hefur í gegnum árin farið í lengri og styttri gönguferðir með félaginu. „Ég er fyrir stuttu byrjuð að taka þátt í þessum gönguferðum eldri borgara. Ég tek þátt í þeim vegna þess að þær henta eldra fólki mjög vel hvað gönguleið og hraða snertir,“ segir Steinunn og bætir við að þær séu líka á góðum tíma. „Félagsskapurinn er frábær, þetta er yndislegt fólk og skemmti- legt. Það er mikið spjallað og hlegið og auðvitað leyst úr heims- málum hinnar líðandi stundar.“ Steinunn segir að gönguhópur- inn gefi sér frábæra hreyfingu og útivist sem henti henni mjög vel. „Og ekki síst félagsskap og nær- veru annarra, sem er okkur öllum nauðsynleg til að líða vel,“ bætir hún við. Nærvera annarra nauðsynleg til að líða vel Gönguferðir eldri og heldri hafa verið haldnar af Ferðafélagi Íslands af og til í tíu ár og hafa þær verið með fjöl- breyttu sniði. Í haust hittist hópurinn tvisvar í viku og gengur saman, ýmist í Elliðaárdal eða Öskjuhlíð. Eldri og heldri gönguhópur Ferðafélags Íslands nýtur náttúru og góðs félagsskapar tvisvar í viku. Kolbrún er leiðsögumaður hópsins sem hún segir mjög skemmtilegan, en þátttakendur koma úr öllum áttum. Steinunn gengur mikið á fjöll, en hún er nýfarin að taka þátt í gönguferðum eldri borgara með Ferðafélaginu. Hópurinn hittist tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 10. Á mánudögum við Árbæjarlaug og á fimmtudögum við Perluna. „Við förum ólíkar leiðir um svæðið og veljum þær aðeins eftir veðri,“ segir Kolbrún. „Og svo framarlega sem enginn í hópnum er að flýta sér, þá nýtum við okkur það stundum ef veður er gott að ganga aðeins lengur en þessar 60-90 mínútur sem gert er ráð fyrir.“ Í ferðunum fræðist hópurinn í leiðinni um svæðið sem er gengið á. „Ég þekki nú aðeins til í Árbæn- um, þar sem ég ólst þar upp, en á svæðinu í kringum Perluna höfum við meðal annars nýtt þau fjöl- mörgu skilti sem þar er að finna og segja frá sögu svæðisins,“ útskýrir Kolbrún. „En svo erum við að spá í að færa okkur örlítið á milli staða. Okkur langar allaveganna að heimsækja aðeins stígana í Heið- mörk.“ Kolbrún segir einfalt að vera með í gönguhópnum en fyrir þau sem hafa áhuga á að vera með í þessum skemmtilega félagsskap, eru allar upplýsingar um hann á heimasíðu Ferðafélags Íslands og hægt er að skrá sig þar, eða með því að hringja á skrifstofu FÍ. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Svörum fyrirspurnum fúslega í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 83 08 8 ABENA ÞVAGLEKAVÖRUR FÁST Í REKSTRARLANDI samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands og Ríkiskaupum OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17. Abena hjálparvörurnar við þvagleka eru alhliða lausnir fyrir alla þá sem glíma við þvagleka. Sérfræðingar okkar aðstoða við rétt val og veita persónulega og faglega þjónustu. Skírteinishafar geta leitað beint til Rekstrarlands. Við komum vörunum heim til notenda. 4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U REFRI ÁRIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.