Fréttablaðið - 01.10.2020, Síða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
w
v
Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA #NúGeturÞú
Nýr rafmagnaður ID.3
Verið velkomin í reynsluakstur
www.volkswagen.is/id3
Haustlitirnir eru byrjaðir að setja mark sitt á Elliðaárdalinn. Í dag er spáð bjartviðri og sjö stiga hita. Tilvalið er að ganga um borgina og virða fyrir sér litadýrðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI Rökstuddur grunur er
um að slóvakíska tryggingafélagið
NOVIS, sem er með fleiri en fimm
þúsund viðskiptavini á Íslandi og
fær um 160 milljóna króna iðgjöld
frá Íslandi í hverjum mánuði, hafi
ekki fjárfest iðgjöld viðskiptavina
sinna með fullnægjandi hætti.
Gerðar hafa verið athugasemdir við
sölu á tryggingaafurðum félagsins,
bæði á Íslandi og í Slóvakíu, og ung-
verska fjármálaeftirlitið lagði tíma-
bundið bann við nýsölu á vissum
afurðum árið 2018.
Varaseðlabankastjóri fjármála-
eftirlitsins segir að stofnunin hafi
haft viðvarandi eftirlit með starf-
semi íslenskra vátryggingarmiðl-
ara, en heimildir til að grípa inn í
starfsemi slóvakíska fyrirtækisins
hér á landi séu takmarkaðar.
– þfh / sjá síðu 8
Grunur um að
eignir dugi ekki
STJÓRNMÁL „Núna er verið að stíga
skref, byggt á rannsóknum, enn
frekar í þá átt að tryggja að feður
taki frekar þátt í fyrstu vikum og
mánuðum í lífi barnsins.“
Þetta segir Ásmundur Einar,
félags- og barnamálaráðherra, um
fyrirhugað frumvarp sitt um breyt-
ingar á lögum um fæðingarorlof.
„Eyrnamerkingin er til að þvinga
okkur feðurna til að taka fæðingar-
orlof, því reynslan hefur sýnt að ann-
ars er það ekki gert.“ – ab / sjá síðu 4
Foreldrar eigi
jafna þátttöku
Ásmundur Einar
Daðason
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra nýtur mests
trausts ráðherra samkvæmt nýrri
könnun sem Zenter rannsóknir
framkvæmdu fyrir Fréttablaðið.
Alls treysta 18,5 prósent henni
betur en öðrum ráðherrum. Næst
á eftir henni koma Bjarni Bene-
diktsson með 10,8 prósent og Lilja
Alfreðsdóttir með 10,7 prósent.
Traust til Lilju hefur þannig dalað
nokkuð milli ára, en í sambærilegri
könnun Fréttablaðsins í fyrra naut
hún mests trausts allra ráðherra.
Þá hefur Sigurður Ingi Jóhanns-
son, samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra, rétt úr kútnum frá
síðustu könnun og Svandís Svav-
arsdóttir heilbrigðisráðherra
sömuleiðis.
„Hér getur sýnileiki ráðherra,
þar sem þeir þykja standa sig
vel, skipt máli. Þær Svandís og
Katrín hafa verið mjög sýnilegar
út af COVID, ásamt Bjarna að
sjálfsögðu,“ segir Eva H. Önnu-
dóttir, dósent í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands, aðspurð um
breytingar frá síðustu könnun.
„Lilja Alfreðsdóttir var mjög sýni-
leg fyrir ári, sérstaklega í kjölfar
Klausturmálsins, og það gæti
hafa af lað henni „fylgis“ þegar
spurt var um hverjum væri best
treystandi í þeirri könnun,“ bætir
Eva við.
Bjarni Benediktsson er oftast
nefndur þegar spurt er hvaða ráð-
herra njóti minnst trausts. Næst-
flestir nefna Kristján Þór Júlíusson,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra. – aá / sjá síðu 6
Katrínu er best treyst
Forsætisráðherra nýtur mests trausts allra ráðherra samkvæmt nýrri könnun.
Traust til heilbrigðisráðherra eykst. Traust til menntamálaráðherra dalar.
Eva H.
Önnudóttir