Fréttablaðið - 01.10.2020, Qupperneq 40
ÞAÐ VAR LAGT UPP
MEÐ AÐ VERA Í GÓÐRI
SAMVINNU VIÐ VIÐMÆLENDUR
OG TRAUSTI ÞVÍ ÞETTA GETUR
VERIÐ VIÐKVÆMT AÐ SEGJA
SÖGUR AF FÓLKI SEM GETUR
EKKI SAGT SÖGU SÍNA SJÁLFT.
MÉR FINNST SVO
MIKILVÆGT AÐ
FJÖLBREYTNIN SEM EINKENNIR
SAMFÉLAGIÐ OKKAR SÉ SÝNI-
LEG Í MENNINGARTENGDU EFNI.
EKKI SÍST Í ÞÁTTUM SEM
SNÚAST UM UPPRUNA FÓLKS.
VÍTAMÍNDAGAR
til 10. október
AFSLÁT
TUR*25% *A
F
V
Ö
LD
U
M
V
ÍTA
M
ÍN
U
M
Þættirnir Hver ertu? hefja göngu sína í kvöld í Sjónvarpi Símans. Í þeim fær leikkonan, rit-höfundurinn og þátta-stjórnandinn Þóra Kar-
ítas Árnadóttir til sín þjóðþekkta
einstaklinga og skoðar sögu þeirra
og ættartré. Þættirnir eru því í raun
nokkurs konar blanda af ættfræði-
og spjallþætti með heimildaívafi.
Þóra skoðar með viðmælendum
sínum hvernig saga og bakgrunnur
þeirra hefur haft áhrif á líf einstakl-
ingsins og mótað.
„Hugmyndin að þáttunum kemur
úr herbúðum Republik, sem annast
framleiðsluna fyrir Sjónvarp Sím-
ans. Ég var kölluð inn til að athuga
hvort ég hefði áhuga á efninu og þá
var ekki aftur snúið. Við tók hugar-
f lugsvinna þar sem við veltum
fyrir okkur hvernig við gætum
útfært þáttinn miðað við íslenskar
aðstæður. Við gáfum okkur það að
flestir viti sitt hvað um sögur úr ætt-
inni og eitthvað um upprunann, en
reyndum að kafa djúpt í bakgrunn
hvers og eins í því skyni að draga
fram sitthvað sem fólk ýmist vissi
mikið eða lítið sem ekkert um fyrir
fram,“ segir Þóra Karítas.
Hún segir hvern þátt hafa alveg
sérstakan karakter út frá sögu við-
mælanda.
„Ég spyr alla almennra spurn-
inga um æsku, fjölskylduform og
uppeldisaðstæður og hversu mikið
viðkomandi hefur pælt í forfeðrum
sínum og formæðrum, og með
hvaða hætti þeim finnst þeir sem á
undan koma hafi haft áhrif á sig. Svo
tekur við að kynnast nánar sögum
úr móðurlegg og föðurlegg við-
mælandans, en stundum er meiri
áhersla á aðra ættina ef sögurnar
þurftu mikið pláss,“ segir hún.
Ferlið gefandi
Hún segir ferlið og vinnslu þáttanna
hafa verið mjög gefandi og töluverð-
ur undirbúningur sé þar að baki.
„Mig langaði að gera líf lega þætti
þar sem grúskað væri í ættfræði.
Ég áttaði mig snemma á því að það
verða allir bara svo sætir þegar þeir
tala um ömmur sínar eða afa og
þótt það sé hægt að rekja okkur öll
til landsnámsfólks og draga fram
sögur af fólki frá því um 1500, þá
fundum við að þeim mun nær sem
við vorum í tíma, var efnið persónu-
legra og áhrifaríkara.“
Þóra segir þau hafa verið heppin
og tökum hafi verið lokið þegar
heimsfaraldur COVID skall á hér á
landi.
„Það hefði gert ferlið öllu flóknara
ef við hefðum ekki verið búin að
klára tökurnar. Við vorum bókstaf-
lega á leið til Angóla þann 1. mars,
þegar ljóst var að faraldurinn hefði
borist til Íslands og greint hafði
verið frá fyrsta smitinu hér. Það
var mjög skrýtið að leggja af stað í
svona langt ferðalag á framandi stað
á tímum heimsfaraldurs, en tekið
hafði hálft ár að ganga frá töku-
leyfum og pappírsvinnu tengda
ferðinni og það kom því ekki til
greina að hætta við og við sáum
ekki eftir því, enda ekki á hverjum
degi sem maður fær tækifæri til að
heimsækja Afríku,“ segir hún.
Allt gekk ótrúlega vel þrátt fyrir
óvissuna sem var í loftinu, að sögn
Þóru.
„Tökurnar sem fóru fram úti voru
gríðarlega mikilvægar fyrir þátt-
inn um Unnstein Manúel, svo við
vorum einstaklega heppin að þetta
tókst allt saman.“
Hún segir það hafa verið einstak-
lega gefandi að kynnast viðmæl-
endum sínum við gerð þáttanna.
„Suma þekkti ég lítillega fyrir
en ég hitti hvern og einn á kaffi-
húsi áður en tökur hófust. Það voru
mikilvægir fundir og skemmtileg
trúnó. Það var lagt var upp með að
vera í góðri samvinnu við viðmæl-
endur og njóta trausts, því þetta
getur verið viðkvæmt, að segja
sögur af fólki sem getur ekki sagt
sögu sína sjálft. Fjölskylduleyndar-
mál geta líka loðað við ættir lengi
og þá getur verið viðkvæmt fyrir
einhvern í fjölskyldunni ef hulunni
er lyft af þeim. Ég vildi gera öllum
ljóst að það væri ekki markmiðið
að særa neinn, heldur draga fram
áhugaverða karaktera og sögur úr
fortíðinni,“ segir Þóra Karítas.
Áhugaverðar sögur
Margt kom Þóru Karítas á óvart við
gerð þáttanna.
„Ég vissi til dæmis ekki að langafi
Hannesar landsliðsmarkvarðar
hefði verið numinn á brott í seinna
stríði og sendur í fangabúðir á eyj-
unni Mön, en þangað ferðuðumst
við með honum og við fáum að
kynnast þeirri mögnuðu sögu í
þáttunum. Amma Ágústu Evu var
amman í Grjótaþorpinu. Hún átti
magnað lífshlaup sem hægt er að
lesa um í Lífsbókinni eftir Ragn-
heiði Davíðsdóttur. Ég vissi ekki
að hún hefði samið textann við lag
Bergþóru Árnadóttur um Lífsbók-
ina, eða verið fyrst allra til að stinga
opinberlega upp á Vigdísi sem for-
seta. Ég hafði ekki hugmynd um að
Hera Hilmarsdóttir leikkona væri
komin af Thor Jensen og Margréti
Þorbjörgu Kristjánsdóttur,“ segir
hún.
Þóra fékk að heyra ógrynni af
áhugaverðum sögum frá viðmæl-
endum sínum.
„Það er margt sem ég vissi ekki og
svo reynum við líka að draga fram
smá þjóðarfróðleiksmola um stóra
atburði í Íslandssögunni í þátt-
unum, eitthvað sem tengist sögu
okkar allra.“
En á Þóra Karítas sér einhvern
draumaviðmælanda?
„Mér finnst saga allra áhugaverð
og ég væri til í að tala við svo marga,
ekki síður óþekkta en þekkta. Ég
vil þó ekki gefa upp þau nöfn sem
ég hef í sigtinu, því ef það verður
ekki af því að gera f leiri þætti get
ég séð fyrir mér að gera heimildar-
Skoðar ættfræði
þjóðþekktra
Íslendinga
Í kvöld hefja göngu sína þættirnir Hver
ertu? í Sjónvarpi Símans, í stjórn Þóru
Karítasar Árnadóttur. Í þeim kafar hún í
fortíð, sögu og ættfræði viðmælenda sinna.
1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ