Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2020, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.10.2020, Qupperneq 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Við vitum núna að lokun landa- mæranna hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM OG ÓDÝRASTA ELDS- NEYTI LANDSINS Á DALVEGI, REYKJAVÍKUR- VEGI OG Á MÝRARVEGI, AKUREYRI SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla Fjölgun starfa Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfó, hefur viðrað áhyggjur sínar á Facebook vegna þess að nær ekkert merki væri um það í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í gær að til stæði að fjölga störfum. Þetta er ekki rétt hjá þingmanninum því víða er að sjá í frumvarpinu hugmyndir um fjölgun ríkisstofnana. Það er sannarlega atvinnu- skapandi og veitir ekki af að fjölga þeim umtalsvert frá því sem nú er – þær eru ekki nema rúmlega 160 þegar síðast var talið. Ási káti Síðasta dag septembermán- aðar tilkynnti ferðakostnaðar- nefnd að hún hefði ákveðið akstursgjald til starfsmanna ríkisins sem ferðast á eigin bíl í vinnunni. Fyrir fyrstu 10.000 kílómetrana eru nú greiddar 114 krónur á hvern kílómetra. Að næsta tugþúsundi eru greiddar 102 krónur á hvern kílómetra og fyrir það sem er umfram það er greidd 91 króna á kílómetrann. Þetta er nokkur breyting til hækkunar frá því sem í gildi var en þar voru greiddar 111 krónur, 100 krónur og 89 krónur. Þeir sem aka mikið eða jafnvel svaka- mikið fá því f leiri krónur fyrir aksturinn. Þetta er mikið rétt- lætismál fyrir þá sem eru úti að aka í vinnunni sinni. Störf Votlendissjóðsins byggja á vinnu sérfræð-inga Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólans, Landgræðslunnar og annarra sem rannsakað hafa kolefnisbúskap og losun koldíoxíðs frá fram- ræstu votlendi í fjölda ára. Rannsóknir sýna að fram- ræst votlendi ber ábyrgð á um 60 prósentum losunar CO2 á Íslandi. Inni í því hlutfalli er ekki tekið tillit til alþjóðlegs flugs yfir Íslandi en allar aðrar samgöngur og iðnaður eru innifalin. Rannsóknir sérfræðinga Landgræðslunnar og háskólasamfélagsins gefa til kynna að losun koldíoxíðs úr framræstu votlendi sé að meðaltali um 19,5 tonn á hektara hér á landi. Þær tölur eru í samræmi við hliðstæðar rannsóknir á hinum Norðurlöndunum. Framræst votlendi er mýri sem hefur verið þurrkuð upp með skurðum. Skurðakerfi landsins vegna framræsts votlendis er yfir þrjátíu þúsund kílómetrum að lengd en meira en helmingur lands í kringum þá er ekki nýttur í dag. Votlendissjóðurinn var stofnaður fyrst og fremst til að endurheimta þetta ónotaða land. Aðgerðin er viðurkennd aðgerð í baráttunni við loftslagsbreytingarnar af milliríkja- nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Auk þess er endurheimt votlendis virk leið til að styrkja líffræðilega fjölbreytni svo sem gróður og fuglalíf. Þá benda rannsóknir Hafs og vatns, áður Veiðimálastofnunar, á að endurheimt votlendis geti í mörgum tilfellum bætt vatnsgæði í ám og vötnum og dregið úr f lóðahættu í aftakaúrkomu. Votlendis- sjóður endurheimti votlendi á 72 hekturum árið 2020 sem er stöðvun útblásturs sem nemur 1.440 tonnum sem er sambærilegt því að taka 720 bíla úr umferð í ár. Mikilvægt er að halda því til haga að Votlendis- sjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem er fjármögnuð af einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum með ríka samfélagsábyrgð. Votlendissjóður leitar að fleiri áhugasömum land- eigendum til samstarfs um endurheimt og það er mikið fagnaðarefni hversu meðvitaðir og velviljaðir landeigendur um allt land eru til þess að vinna að endurheimt votlendis með sjóðnum. Endurheimt votlendis Þórunn Inga Ingjaldsdóttir stjórnarmaður Votlendissjóðs Ingunn Agnes Kro stjórnarmaður Votlendissjóðs Kórónaveirufaraldurinn hefur valdið efna-hagslegum hamförum. Afleiðingarnar birtast okkur í fjárlagafrumvarpi ríkis-stjórnarinnar. Tekjur ríkissjóðs, vegna minni umsvifa í hagkerfinu, dragast stór-kostlega saman á meðan útgjöldin vaxa, einkum til að standa undir kostnaði við aukið atvinnu- leysi. Niðurstaðan er að samanlagður fjárlagahalli næstu tveggja ára verður um 600 milljarðar. Minnkandi umfang sóttvarna, bæði hér innanlands og við landa- mærin, mun ráða miklu um hversu vel tekst til í við- spyrnunni. Þeir hinir sömu og töluðu fyrir því að skella landinu í lás í ágúst, stefna sem hefur beðið skipbrot og orsakað enn meira atvinnuleysi, þrýsta hins vegar nú á hertar aðgerðir – sem er jafnan þeirra eina svar við veiru sem er ekkert á förum. Vonandi mun sóttvarnalæknir bera gæfu til að horfa ekki á málið með sömu rörsýn að leiðarljósi. Fáir hafa leyft sér að setja fram efasemdir um þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til. Það er vonandi að breytast, enda hljóta flestir að vera gagn- rýnir á ráðstafanir sem grundvallast á neyðarrétti á sama tíma og ógnin er betur þekkt og talsvert minni en óttast var í upphafi. Hallmundur Albertsson lögmaður bendir þannig á það í grein í Fréttablaðinu í gær að þeim einstaklingum sem greinast með COVID-19 á Íslandi er gert að sæta einangrun mun lengur en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Af hverju er það? Er ávinningur þeirra aðgerða réttlætanlegur með hliðsjón af þeim kostnaði og frelsisskerðingu sem af þeim hlýst? Þetta eru eðlilegar og nauðsynlegar spurningar sem þríeykið, valdamesta fólk landsins, þarf að svara. Ákvarðanir um að skikka tugir þúsunda í stofufangelsi eiga að vera reistar á rökstuðningi og gögnum. Við vitum núna að lokun landamæranna hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Sóttvarnalæknir Svíþjóðar hefur sagt að slíkar aðgerðir – þar í landi hafa ferða- menn aldrei þurft að fara í sóttkví – skipti engu máli í stóra samhenginu og að sagan hafi sýnt að þær virki aldrei til lengri tíma. Í stað þess að fylgja sömu stefnu og nágrannaríki okkar kusum við að fara aðra og harka- legri leið með ómældum kostnaði. Rúmlega mánuði síðar er nýgengi smits hérlendis samt með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Í Þýskalandi, sem ekki hefur séð ástæðu til að fara að ráðum Skimunarmeistarans og loka landinu, er nýgengi smits til dæmis aðeins fjórðungur- inn af því sem það er hér. Það kann að hafa verið pólitískt snjallt á sínum tíma – og auðveldasta leiðin með því að koma sér undan ábyrgð – af ríkisstjórninni að útvista erfiðum ákvörðunum til embættismanna. Sjö mánuðum síðar er það ekki lengur í boði. Okkur sem samfélagi stafar fyrst hætta af því þegar meginþorri almennings, svo ekki sé talað um fjölmiðla- menn, tekur því orðið sem sjálfsögðum hlut að gengið sé freklega á athafnafrelsi og borgaraleg réttindi fólks í nafni almannaöryggis. Stjórnmálamenn geta ekki verið stikkfrí af slíkum ákvörðunum og leyft því að viðgang- ast að þær grundvallist einungis á óljósum heimildum í lögum um sóttvarnir. Þeir eiga núna að taka boltann. Skipbrot 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.