Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 12
Miðvikudaginn 16. septem-ber birtist í Markaðinum illskiljanlegt Skotsilfur. Þar fjallar höfundur, sem er aug- ljóslega vinstrimaður, um vinstri- vaðal í „nýju stjórnarskránni“. Þetta getur komið fyrir alla, og hef ég sjálfur stundum sagt vinstri þegar ég meinti hægri, og austur þegar ég meinti vestur og fyrirgefst slíkt, en kallar hins vegar á leiðréttingu, svo að áheyrendur fari ekki villur. Útgangspunkturinn á gagnrýn- ina var hins vegar meint skattpíning á útgerðinni. Hið rétta er að í „nýju stjórnarskránni“ er ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum sköttum á útgerðina, umfram þá almennu. Þar er hins vegar gert ráð fyrir því að eigendur njóti ávaxta eigna sinna, og rekendur fyrirtækja greiði fyrir þau aðföng sín og þá aðstöðu, sem þeir eiga ekki. Þetta er í rauninni kjarninn á bak við eignarréttinn. Enginn getur krafist þess að fá að nýta eignir annarra, án fulls endur- gjalds, nema þá að brýnir almanna- hagsmunir séu í húfi. Þess vegna greiða fyrirtæki húsaleigu fyrir starfsemi sína, ef þau eiga ekki húsið sem þau nýta, þau greiða fyrir rafmagn ef þau eiga ekki virkjunina, og þau greiða fyrir olíu á skipin sín, ef þau eiga ekki olíulindina. Þetta kann að vera erfitt fyrir vinstrisinn- að fólk að skilja, sem lítur á eignar- réttarákvæði beggja stjórnarskráa sem eitthvert merkingarlítið bull, og telur að þarfir einstaklinga eða fyrirtækja réttlæti sérstakar gjafir, eignaupptöku eða niðurgreiðslur frá öðrum. Nú, í frjálsu samfélagi, er fólki auðvitað frjálst að láta eða leigja eignir sínar á undirverði, ef það svo kýs, en það leiðir ekki til þess að aðrir eigi einhverja kröfu til slíks. Og sérstaklega er varasamt þegar menn fara með umboð ann- arra, að ráðstafa eignum þeirra á undirverði. Slíkt heitir umboðs- svik, og eru þá litlar málsbætur, hafi viðkomandi umboðshafar beint eða í gegnum stjórnmálaframboð sín, þegið góðar gjafir af þeim sem eignirnar vilja nýta, en ekki greiða samkeppnishæf verð fyrir. Til styrkingar eignarréttinum er því ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um að umboðsmönnum sé ekki frjálst að ráðstafa eignum umbjóð- enda sinna á undirverði. Þekkt er að vinstrimenn telji að hið opinbera eigi að fjármagna eða niðurgreiða hugðarefni þeirra, eða þá starfsemi sem þeim er sérstaklega hugleikin með almannafé. Við hægrimenn teljum hins vegar að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum, eignarréttur sé friðhelgur, og ríkið eigi hvorki að styrka einstakar atvinnugreinar né einstaka aðila innan þeirra. Og velkist svo einhver í vafa um hverjir eiga nytjastofna á Íslands- miðum, er þeim bent á 1. gr. laga 116/2006 um stjórn fiskveiða. Og jafnframt fylgir hér með brýning til vinstrimanna almennt, látið eignir annarra í friði ef þið eruð ekki til- búnir að borga fyrir þær. Vörn eignarréttarins Formenn iðjuþjálfafélaga á Norðurlöndum skrifa: Í kjölfar COVID-19 heimsfarald-ursins er mikilvægt að horfa til heilsuhagfræðinnar þegar kemur að heilbrigðis- og velferðar- þjónustu. Ávinningur af þjónustu iðjuþjálfa er vel þekktur meðal fag- fólks og stjórnenda innan heilbrigð- iskerfisins. Á hinn bóginn er virði iðjuþjálfunar út frá heilsuhagfræði- legu sjónarhorni sjaldnast lagt á vogarskálarnar við ákvarðanatöku yfirvalda og úthlutun fjármuna. Nýleg norræn skýrsla sýnir engu að síður að heilsuhagfræðilegar rannsóknir eru til og að þær benda ótvírætt til þess að iðjuþjálfun sé hagkvæm. Norræna velferðarkerfið stendur frammi fyrir stórum og brýnum verkefnum sem þurfa úrlausnar við. Gera má ráð fyrir því að þörf fólks fyrir endurhæfingu af ýmsum toga aukist til muna vegna heimsfarald- ursins og afleiðinga hans. Eftirspurn eftir heilbrigðis- og velferðarþjón- ustu mun fara vaxandi en fjármunir eru af skornum skammti vegna efna- hagslegra þrenginga. Í ljósi þessa er afar brýnt að notendur fái rétta þjónustu, á réttum tíma, með réttum hætti og á réttum stað. Þörfin fyrir vitneskju um ávinning og kostnað ýmiss konar úrræða verður meiri. Heilsuhagfræðilegt mat er grund- vallaratriði, við samanburð á ávinn- ingi og kostnaði við ólíka þjónustu og einnig ef samfélagsþróunin á að verða sjálf bær þegar COVID-19 heimsfaraldurinn er yfirstaðinn. Á Norðurlöndunum starfa um það bil 30.000 iðjuþjálfar sem leggja sitt af mörkum til sjálf bærrar heil- brigðis- og velferðarþjónustu. Sem þátttakendur á sviði norrænnar velferðar viljum við iðjuþjálfar sem fagstétt stuðla að auknu vægi heilsuhagfræðinnar á þeim sviðum þar sem þjónusta okkar er veitt. Það felur meðal annars í sér að benda á heilsuhagfræðilegt gildi iðjuþjálf- unar í ljósi fyrirliggjandi rann- sókna. Til að auka vitund um virði iðju- þjálfunar létu norræn fagstéttar- félög, í samstarfi við fræðimenn innan iðjuþjálfunar og heilsuhag- fræði, vinna skýrslu þar sem niður- stöður rannsókna eru teknar saman (Occupational Therapy and Health Economics – A short introduction to health economics evidence for occupational therapy in the field of mental health during working life and health of older people). Í skýrsl- unni er fjallað stuttlega og almennt um heilsuhagfræði, en einnig lögð sérstök áhersla á heilsuhagfræðileg sjónarhorn sem tengjast annars vegar atvinnuþátttöku fólks með geðræna erfiðleika og hins vegar þjónustu sem snýr að heilsu aldr- aðra. Hvort tveggja hefur verið töluvert í samfélagsumræðunni á Norðurlöndunum undanfarin ár. Kerfisbundin samantekt (e. sys- tematic review) á birtum greinum um iðjuþjálfun og heilsuhagfræði leiðir í ljós ávinning af þjónustu iðjuþjálfa fyrir ofangreinda hópa. Minni færniskerðing, meira sjálf- stæði við dagleg viðfangsefni og aukinn fjöldi fólks sem snýr aftur á vinnumarkað eftir andleg veikindi eru dæmi um ávinning sem hefur jákvæð efnahags- og samfélagsleg áhrif. Það að veðja á iðjuþjálfun getur stuðlað að sjálf bærri sam- félagsþróun. Mikilvæg forsenda þess er að stunda rannsóknir innan iðjuþjálfunar á Norðurlöndum og að tekið sé mið af heilsuhagfræði- legum sjónarhornum við mat á árangri íhlutunar. Í eftirleik COVID-19 heimsfarald- ursins þurfa ákvarðanir innan heil- brigðiskerfisins að byggja á heilsu- hagfræðilegum gögnum í meira mæli en nú er. Til að þróa norrænt velferðarkerfi til framtíðar er brýnt að gera heilsuhagfræðilegar úttektir út frá samfélagslegu sjónarhorni og nýta niðurstöðurnar við áætlana- gerð og forgangsröðun í heilbrigð- is- og velferðarþjónustu. Miklu skiptir að þora að hugsa upp á nýtt og byggja á gagnreyndri þekkingu, öllum í samfélaginu til hagsbóta. Greinin er þýdd úr norsku og var birt á vef Dagens Medisin 29. maí 2020. Hagsmunaárekstrar eru ekki til staðar. Ida Kåhlin, Sveriges Arbetsterapeuter, Tina Nør Langager, Ergoterapeutforeningen, Danmark, Kristina Holmberg, Finlands Ergoterapeutförbund, Þóra Leósdóttir, Iðjuþjálfafélag Íslands, Nils Erik Ness, Norsk Ergoterapeutforbund Sjálfbær heilbrigðisþjónusta þarf að byggja á heilsuhagfræðilegum rannsóknum Farsælt samstar f Matís og Háskóla Íslands hefur lagt grunninn að fræðilegri og verklegri menntun á sviði mat- vælarannsókna, hagnýtrar líf- tækni og matvælaöryggis á Íslandi. Með þessu samstarfi hefur orðið til mikilvæg tenging á milli atvinnu- lífsins annars vegar og menntunar, rannsókna og matvælaþróunar hins vegar. Þannig hefur innleiðing rann- sókna átt greiðari leið inn í atvinnu- lífið og eins hefur atvinnulífið haft áhrif á rannsóknir og miðlað reynslu og þekkingu til nemenda. Sjálfbær nýting auðlinda á Íslandi er lykilatriði í hagsæld og velferð í landinu, auk þess sem sjálf bær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna. Það er því mikil þörf á því að mennta og þjálfa hæfi- leikaríkt fólk á sviði matvælafræði, næringarfræði, verkfræði, lífefna- fræði, líftækni og f leiri greina sem efla verðmætasköpun til framtíðar. Hjá Matís er unnið að fjölbreytt- um verkefnum þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukn- ingu, einkum á sviði matvælaiðn- aðar. Þessi verkefni eru unnin í samvinnu við háskólana í landinu, innlenda matvælaframleiðendur og alla þá sem með einhverjum hætti þjónusta matvælaiðnaðinn. Matvælafræði á Íslandi Samst ar fssamning ur Háskóla Íslands og Matís snýr að kennslu, leiðbeiningu framhaldsnemenda, rannsók nu m og samný t ing u aðfanga og innviða. Hann felur í sér að starfsfólk og nemendur vinna að sameiginlegum verkefnum beggja aðila og samnýta tæki og aðstöðu. Í dag hafa alls 110 meistara- verkefni og 27 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá stofnun fyrirtækisins 2007 og lang- flest í samstarfi við Háskóla Íslands. Þessi rannsóknaverkefni hafa leitt til uppbyggingar á mikilvægum mannauði, vöruþróun, bættum ferlum og nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Allt frá því að matvælafræðiskor Háskóla Íslands var stofnuð árið 1978 hefur samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði aukist til muna og hefur það haft mikil áhrif inn í íslenskan matvælaiðnað. Árið 2012 urðu svo ákveðin vatna- skil í matvælafræðinámi á Íslandi. Með samstarfi Matís og Háskóla Íslands, í samvinnu við aðra opin- bera háskóla, var nýtt alþjóðlegt meistaranám í matvælafræði sett á laggirnar. Námið fór mjög vel af stað og hefur nemendum fjölgað ár frá ári og eru þeir nú 18 talsins. Matvælaframleiðsla og nýjar áskoranir Samstarf Matís og Háskóla Íslands hefur skilað af sér dýrmætri þekk- ingu og rannsóknastarfi. Sam- starfið hefur auk þess stuðlað að sjálf bærari auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu á Íslandi. Mik- ilvægi innlendrar og sjálf bærrar matvælaframleiðslu hefur sjaldan verið meira en nú á tímum heims- faraldurs og frammi fyrir áskor- unum framtíðar. Þar leikur rann- sóknasamstarf Matís og Háskóla Íslands stórt hlutverk, með stuðn- ingi við framleiðendur í gegnum rannsóknir og nýsköpun, ásamt menntun framtíðar starfsafls. Brú á milli háskóla og atvinnulífs Þóra Leósdóttir Iðjuþjálfafélag Íslands Ida Kåhlin Sveriges Arbet- sterapeuter Nils Erik Ness Norsk Ergotera- peutforbund Oddur Már Guðmundsson forstjóri Matís ohf. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands Haukur Eggertsson verkfræðingur Samstarf Matís og Háskóla Íslands hefur skilað af sér dýrmætri þekkingu og rann- sóknastarfi. Enginn getur krafist þess að fá að nýta eignir annarra, án fulls endurgjalds, nema þá að brýnir almannahags- munir séu í húfi. Gera má ráð fyrir því að þörf fólks fyrir endurhæf- ingu af ýmsum toga aukist til muna vegna heimsfarald- ursins og afleiðinga hans. 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.