Fréttablaðið - 02.10.2020, Page 14

Fréttablaðið - 02.10.2020, Page 14
Það þarf þó að leysa úr aðstöðuvanda jaðaríþrótta fljótlega þar sem hjólabretta- fólk og Klifur- félagið missa húsnæði sitt á næstunni. Katrín Atladóttir 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ÍÞRÓTTIR Þrjú hálf knatthús eru í kortunum í Reykjavík á næstu tíu árum, fimleikahús mun rísa í efra- Breiðholti, KR-ingar fá f jölnota knatthús og íþróttahús. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð tók fyrir stefnu í íþrótta- málum Reykjavíkur til ársins 2030 – forgangsröðun við uppbyggingu mannvirkja þar sem 18 verkefni fá brautargengi. Nýr Laugardalsvöll- ur er ekki inni í tölunni en Reykja- víkurborg á stóran hlut í vellinum sem verður endurbyggður, vonandi sem fyrst enda orðinn gamall og lúinn. Verkefnin voru metin út frá fjárhagslegum og félagslegum for- sendum og voru lítil verkefni sem kosta 100 milljónir og minna ekki tekin til greina. Stækkun á fimleikahúsi Fylkis fyrir hálfan milljarð skoraði hæst og er í fyrsta sæti. Íþróttahús í Laugardal sem yrði framkvæmd upp á tvo og hálfan milljarð er í öðru sæti. Eins og kunnugt er á Þróttur ekkert íþróttahús og íþróttahúsin við skólana í hverf- inu eru ýmist mjög lítil eða ekki til staðar. „Það var mat hópsins að íþróttahús í Laugardal gæti leyst mörg vandamál í einu og verið með góða nýtingu allan daginn,“ segir Katrín Atladóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisf lokksins, sem sat í starfshópnum. Við mat á kostnaðaráætlun á húsinu í Laugardal er gert ráð fyrir að það myndi nýtast íþróttafélög- unum og skólunum. Katrín bendir á að mennta- og menningarmála- ráðuneytið hafi nýlega skilað frá sér skýrslu um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir þar sem kom fram að slíkt hús ætti best heima í Laugar- dal og gæti sú höll nýst Þrótti og íbúum hverfisins vel. „En það er alltaf mikil hætta á hagsmunaárekstrum. Hver myndi ganga fyrir Börn á æfingum með sínu íþróttafélagi eða landslið að æfa sig fyrir stórmót?“ spyr hún og heldur áfram: „Það er líka ljóst að hús með áhorfendaaðstöðu fyrir 5.000-8.000 manns og aðstöðu til tónleikahalds mun kosta marg- falt á við hóf legra hús. Ég hef þó fullan skilning á að hér þarf að vera höll sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóðlegra keppna eða landsleikja í handknattleik og körfuknattleik.“ Þrjú hálf knatthús eru í verkefn- unum hjá Val, Fram og Leikni. KR- ingar fá fjölnota knatthús eins og það er kallað í skýrslunni. Katrín segir að þetta séu óskir félaganna. „Verkefnin sem við tókum tillit til voru óskir frá félögunum sjálfum. Við tóku ekki að okkur að breyta þeirra óskum eða búa til ný verk- efni. Það er þó mín persónulega Tuttugu milljarða uppbygging Lagt er til að borgarráð samþykki tugmilljarða uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Reykjavík á næstu tíu árum. Nýr Laugardalsvöllur er ekki tekinn með né aðstöðuvandi jaðaríþrótta sem eru á hrakhólum. Reykjavíkurborg ætlar að fjárfesta í aðstöðumálum íþrótta fyrir um 20 milljarða króna á næstu tíu árum. Stækkun á fimleikahúsi / Fylkir 500 Íþróttahús í Laugardal 2.500 Gervigrasvellir í Laugardal 600 Fimleikahús í Breiðholti 2.000 Fjölnota knatthús / KR 1.200 Skautahöll, viðbygging 1.000 Keilusalur 400 Fylkisvegur, endurbætur 300 Tennishús í Laugardal 1.500 Aðstaða fyrir jaðaríþróttir 600 Frjálsíþróttavöllur í Laugardal 800 Siglingaaðstaða 200 Knatthús / Valur 1.200 Knatthús / Fram 700 Íþróttahús / KR 2.000 Víkin, endurbætur 1.800 Knatthús / Leiknir 900 Íþróttahús / Valur 2.500 ✿ Forgangsröðun verka í milljónum kr. skoðun að peningum sé ekki best varið með því að byggja hálf knatt- hús um alla borg. Nú er knatthús í Grafarvogi og í Breiðholti þannig að mér finnst að ef ætti að byggja knatthús ætti það að vera mið- svæðis og þjóna þeim félögum sem eru starfrækt þar og vestar í borginni.“ Katrín bendir á að vonandi verði þessi skýrsla notuð við fjárhagsá- ætlanagerð næstu árin. „Það þarf þó að leysa úr aðstöðuvanda jað- aríþrótta f ljótlega þar sem hjóla- brettafólk og Klifurfélagið missa húsnæði sitt á næstunni. Það þarf að vera fjölbreytt f lóra íþrótta í boði fyrir börn og unglinga í borg- inni svo öll geti fundið sig í ein- hverju, það er svo mikilvægt,“ segir Katrín. benediktboas@frettabladid.is FÓTBOLTI Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, munu í dag tilkynna hvaða leik- menn koma til með að mynda leik- mannahóp liðsins í næstu leikjum þess sem eru annars vegar leikur við Rúmena í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM 2021 og svo leikir í Þjóðadeildinni við Dani og Belga. A llir f ramang reindir leik ir fara fram á liðlega viku tímabili á Laugardalsvellinum. Leikurinn við Rúmeníu er fimmtudaginn 8. október, Danir koma í heimsókn sunnudaginn 11. október og Belgar miðvikudaginn 14. október. Með sigri gegn Rúmeníu kemst Ísland í hreinan úrslitaleik upp á sæti í lokakeppni EM þar sem and- stæðingurinn verður Ungverjaland eða Búlgaría. Búast má við því að Hamrén og Freyr velji f leiri leikmenn en þeir gera vanalega vegna þess að í þess- um landsliðsglugga eru þrír leikir í stað tveggja eins og vanalegt er og þá eru nokkir lykilleikmenn liðsins að glíma við meiðsli sem leiða til þess að þeir geta tæplega spilað þrjá leiki á svo skömmum tíma. Mesta spurningarmerkið er hvort Jóhann Berg Guðmundsson verður orðinn leikfær á fimmtudaginn næsta en hann er farinn að æfa með liði sínu Burnley sem vekur von í brjósti um að hann verði klár í slaginn í tæka tíð. Kári Árnason og Kolbeinn Sig- þórsson hafa hrist af sér meiðslin sem hafa verið að plaga þá síðustu daga hjá Kára og vikur hjá Kol- beini. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson sem var meiddur í síðustu leikjum íslenska liðsins orðinn heill heilsu og verður að öllum líkindum í hópnum í dag. Ísland ætti að endurheimta lykil- leikmenn sem misstu af síðustu leikjum en búast má við að Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnars- son, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson geti tekið þátt í leikj- unum eftir að hafa misst af síðasta verkefni. – hó Tilkynna hópinn fyrir Rúmeníuleikinn í dag KRAFTLYFTINGAR Fjölskylda Jóns Páls Sigmarssonar, ásamt hópi fólks, hefur safnað áheitum fyrir styttu af kappanum og vill að hún fái að standa þar sem Jakaból var. Hópurinn tekur fulla ábyrgð á öllum kostnaði og framkvæmdum sem og viðhaldi við styttuna, sem á að vera tveggja metra há og metri á breidd á steyptum palli sem mun standa um 50 sentimetra upp úr jörðinni. Hópurinn sendi bréf til menningar-, íþrótta- og tómstunda- ráðs sem samþykkti að óska eftir umsögn Listasafns Reykjavíkur. Jón Páll er einn þekktasti íþrótta- maður landsins enn í dag en hann lést árið 1993 aðeins 33 ára gamall. Hann var þá búinn að vinna keppn- ina Sterkasti maður heims fjórum sinnum. Samkvæmt bréfinu er hugmyndin að styttan verði hefð- bundin bronsstytta og að á henni verði að finna stutt æviágrip Jóns Páls. – bb Vilja styttu af Jóni Páli fyrir utan Jakaból Jón Páll Sigmarsson árið 1984. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Ísland leikur þrjá heimaleiki á sex dögum. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur tilkynnt að takmarkaður f jöldi áhorfenda verði heimilaður á landsleikjum í október. Hámarksfjöldi áhorfenda á hverjum leik miðast við 30% af heildarsætaf jölda viðkomandi leikvangs, en þó með hliðsjón af hámarksfjölda samkvæmt lögum og reglum í hverju landi, auk þess sem þessi heimild gerir ráð fyrir umfangsmiklum sóttvörnum á hverjum leikvangi samkvæmt nýútgefnum reglum UEFA (UEFA Minimum Health & Hyg iene Requirements for the Return of Spectators). Ekki er gert ráð fyrir stuðnings- mönnum gestaliða sérstaklega og er því ekki von á Rúmenum á f immtudaginn en frekari upp- lýsinga er að vænta frá UEFA. KSÍ vinnur nú að undirbúningi leikjanna og útfærslu sóttvarna- hólfa í samræmi við fjöldatakmark- anir og verða nánari upplýsingar um miðasölu, aðgengismál, sótt- varnir og fleira gefnar út eins fljótt og mögulegt er. – hó Áhorfendur leyfðir á næstu leikjum Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.