Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 22
Fyrstu íbúðarkaup eru alltaf vandasöm enda er hér fyrir marga um að ræða stærstu
fjárfestingu lífsins. Hvort sem
valið er að kaupa nýtt eða gamalt
þá gildir það ætíð að skoða
fasteignina vel og vandlega áður
en ákvarðanir eru teknar. „Þegar
kemur að því að fjárfesta í fyrstu
íbúð er gríðarlega mikilvægt að
velja byggingarfyrirtæki eða -aðila
sem þú getur treyst. Við hjá ÞG
verki höfum verið að byggja íbúðir
í yfir tuttugu ár og leggjum mikla
áherslu á að skila íbúðum í sem
mestu mögulegu gæðum. ÞG verk
er með öflugt gæðakerfi til þess að
fylgjast með gæðum íbúða og við
leggjum áherslu á að bregðast við
athugasemdum kaupenda með
markvissum hætti,“ segir Hrefna
Þorvaldsdóttir, sölu- og markaðs-
stjóri ÞG verks ehf.
Kostirnir við að kaupa nýtt
fram yfir það að kaupa í eldra
húsi eru fjölmargir, en einn þann
Hagkvæmni
og gæði
í fyrirrúmi hjá
ÞG verki
ÞG verk hefur frá 1998 byggt yfir
2.000 íbúðir. Í Vogahverfi má finna
fjölbreytta kosti fyrir fyrstu kaup-
endur og í Urriðaholti eru tvö spenn-
andi verkefni á framkvæmdastigi.
Hrefna Þorvaldsdóttir, sölu- og markaðsstjóri ÞG verks ehf., segir að Vogahverfið muni byggjast upp á næstu árum og verða mjög skemmtilegur og þéttur kjarni.
Íbúðirnar í
Urriðaholti eru
bjartar, rúm-
góðar og búnar
fyrsta flokks
innréttingum.
Svo skemmir
útsýnið síður en
svo fyrir.
MYNDIR/AÐSENDAR
augljósasta segir Hrefna vera að
nýju húsnæði fylgi lítið sem ekkert
viðhald. „Ef upp koma einhverjir
gallar ertu með um 5-10 ára ábyrgð
frá byggingaraðila sem ber að lag-
færa gallann. Fyrstu kaupendur
eru oft pör sem hyggja á barneignir
og þegar börnum fjölgar og þau
stækka þá þarf oft að rýmka til.
Þá er ný eign yfirleitt töluvert auð-
veldari í sölu en eldri eignir.“
Nýtt og spennandi
hverfi í uppbyggingu
ÞG verk er með fimm íbúðarhús til
sölu í Skektuvogi sem í eru rúm-
lega áttatíu íbúðir auk þess að vera
með tvær aðrar lóðir á svæðinu.
Samtals mun fyrirtækið byggja
um 400 íbúðir í Vogabyggð á næstu
þremur árum. Vogarnir eru nýtt og
spennandi hverfi á stað sem áður
var iðnaðarhverfi. „Á komandi
árum byggist þar upp íbúðarhverfi
sem er frábærlega staðsett. Hverfið
er mjög miðsvæðis og í góðum ÞG verk leggur gífurlega mikið upp úr gæðum og fyrsta flokks efnisvali í íbúðum sínum.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRSTA HEIMILIÐ - FASTEIGNIR