Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 28
Sameiginlegt markmið þessara snjalltækja er að einfalda okkur mannfólkinu lífið.
Tækjunum er stjórnað á einfaldan
hátt með snjallsímanum eða jafn
vel tölvunni.
„Snjallvörur hafa verið í boði
í ELKO í nokkur ár og áhuginn
á þeim fer sífellt vaxandi,“ segir
Dagný Kolbeinsdóttir vörustjóri í
Hljóði og mynd hjá ELKO.
Hjá ELKO er hægt að fá snjall
perur, snjallöryggiskerfi, snjall
dyrabjöllur, snjallofnastilla og
snjallhátalara, svo eitthvað sé
nefnt. Dagný segir algengt að þegar
fólk stígur sín fyrstu skref í snjall
væðingu heimilisins byrji það á
lýsingunni.
Snjalllýsing
„Philips Hue er gífurlega vinsælt
merki, enda notendavænt og býður
upp á stuðning fyrir mörg önnur
snjallkerfi. Ljósaperurnar tengjast
með annað hvort WiFi eða Blue
tooth og þeim er síðan stjórnað
með snjallsíma. Hægt er að stilla
ljósstyrk, liti og fleira í símanum
til þess að lýsingin í rýminu sé
einmitt eins og þú vilt hafa hana,“
segir hún.
„Vinsælt er að tengja hreyfi
skynjara við ljósin, hvort sem það
er utan eða innandyra. Þegar
skynjarinn nemur hreyfingu,
þá geturðu valið að ákveðin ljós
kvikni í ákveðinn tíma. Sem
dæmi gætirðu stillt það þannig að
öll ljósin slökkva á sér sjálfkrafa
þegar þú yfirgefur herbergi eða
að forstofuljósin kvikni þegar þú
rennir í hlaðið.“
Dagný útskýrir að ný kynslóð
Philips Hue ljósaperanna bjóði
nú upp á Bluetoothtengingu, auk
WiFi. Hægt er að stjórna allt að tíu
perum með Bluetooth. „Þessi brú
sem hefur alltaf þurft áður er því
ekki nauðsynleg fyrr en komnar
eru fleiri en tíu perur. Þegar brúin
er komin þá getur hún stjórnað allt
að 50 perum.“
Snjallöryggiskerfi
Í dag er lítið mál að sérsníða sitt
eigið snjallöryggiskerfi. Kerfin
geta samanstaðið af myndavélum,
hreyfiskynjurum, hurðaskynj
urum, raka og hitaskynjurum og
mörgu fleiru.
„Meira að segja dyrabjallan þín
getur verið snjöll. Þú ert svo með
beina tengingu við kerfið þitt í
gegnum snjallsímann hvar sem er
og hvenær sem er,“ segir Dagný.
„Ef tækin nema eitthvað óeðli
legt heima fyrir, þá færðu tilkynn
ingu. Öryggiskerfið má svo tengja
við til dæmis snjalllýsinguna
eða jafnvel snjallhátalara. Ef
svo hurðarskynjarinn nemur að
útidyrnar eru opnaðar, þá gætu
ljósin blikkað rauðu og hátalarar
heimilisins spilað sírenuhljóð eða
bara uppáhaldslagið þitt. Mögu
leikarnir eru endalausir.“
SmartThings frá Samsung býður
upp á myndavélar og margar
gerðir skynjara sem tala saman á
einfaldan hátt.
„Við bjóðum líka upp á vörur frá
Arlo sem er þekkt og vinsælt merki
í snjallöryggiskerfum. Þar er hægt
að fá kerfi sem inniheldur móður
stöð og tvær öryggismyndavélar
og svo er hægt að bæta stökum
öryggismyndavélum inn á kerfið.
Einnig erum við með Ring og D
Link sem eru líka vinsæl merki,“
útskýrir Dagný.
„Það sem er sérstaklega
skemmti legt við SmartThings eru
allir skynjararnir sem hægt er að
bæta við. Auk hurðaskynjarans er
meðal annars hægt að fá vatns
Hoppaðu á snjalllestina með ELKO
Snjallheimili er hugtak yfir tæki heimilisins sem tengjast hvert öðru í gegnum þráðlaust net.
Öryggiskerfi, lýsingu, hljómgræjur, ofnastilla og jafnvel heimilistækin er allt hægt að snjallvæða.
Dagný Kol-
beinsdóttir,
vörustjóri í
Hljóði og mynd
hjá ELKO,
segir áhugann
á snjallvörum
fara vaxandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Hjá ELKO fást
ýmis snjall-
öryggiskerfi,
meðal annars
snjalldyra-
bjöllur frá Ring.
lekaskynjara sem er til dæmis
hægt að hafa í þvottahúsinu og
þá færðu tilkynningu í símann ef
eitthvað fer að leka þar. Þannig
geturðu brugðist hratt við í stað
þess að koma heim úr ferðalaginu
að heimilinu ónýtu af vatns
skemmdum.“
Hurðar, leka og hreyfiskynjar
arnir hafa allir innbyggðan hita
skynjara að auki. Hitaskynjarinn
nemur breytingar á hitastigi og ef
það snöggkólnar eða hitnar fær
notandinn tilkynningu.
„Til dæmis ef þú gleymir að loka
svalahurðinni og það er frost úti,
þá færðu tilkynningu um það.“
Öryggismyndavélarnar skynja
hreyfingu og byrja á upptöku
þegar þær nema óvenjulega hreyf
ingu. Dagný útskýrir að flestar
skynji þær þó mun á því hvort
gluggatjöld hreyfist eða gæludýr
labbi fram hjá eða hvort um sé að
ræða manneskju.
„Þess vegna ertu ekki að fá
óþarfa tilkynningu í símann þinn
þó að kötturinn þinn labbi inn og
út,“ segir hún.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRSTA HEIMILIÐ - SNJALLHEIMILIÐ