Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 29
Það sem er sérstak-
lega skemmtilegt
við SmartThings eru
allir skynjararnir sem
hægt er að bæta við.
Snjallhátalari
setur slaufu á
snjallheimilið og spilar
ekki bara tónlist, heldur
virkar sem miðstöð fyrir
öll snjallkerfi heimilis-
ins.
Snjallofnastillar koma í stað hefðbundinna ofnastilla og gera það kleift að stilla hitastig ofnsins með símanum eða raddstýringu í gegnum snjallhátalara.
Philips Hue
býður upp á
fjölbreytta
lýsingu sem
hægt er að stilla
með símanum.
Ljósaperurnar frá Phillips Hue tengjast með annaðhvort WiFi eða Blue
tooth og þeim er auðveldlega hægt að stjórna með appi í snjallsímanum.
WiFi Mesh tækin tala saman og varpa þráðlausa netinu lengra áfram.
Snjalldyrabjöllur
Talið berst a snjalldyrabjöllum.
Dagný útskýrir að þær geti virkað
eins og dyrasími en einnig sé hægt
að fylgjast með hver kemur að
bjöllunni.
„Snjalldyrabjöllur eru að jafnaði
búnar myndavél sem myndar gesti
sem ber að garði. Ef vélin greinir
hreyfingu byrjar myndbandsupp-
taka og tilkynning berst í síma
eigandans svo hægt sé að fylgjast
með. Dyrabjallan hefur bæði
hátalara og hljóðnema, svo hægt er
að eiga bein samskipti. Ef þú ert á
ferðalagi, gætirðu þóst vera heima
ef þig grunar tilraun til innbrots.
Þú gætir líka þóst ekki vera heima
ef þú nennir ekki að taka á móti
viðkomandi aðila.“
WiFi Mesh kerfi
Þráðlaus nettenging er undir-
staða allra snjallheimila. Nokkuð
algengt er að ekki sé jafn góð net-
tenging alls staðar innan veggja
heimilisins og oftar en ekki hefur
fermetrafjöldi lítið með það að
gera. Dagný segir líklegt að kenna
megi veggjunum sjálfum um, en
steinsteypuveggir geta auðveld-
lega hindrað WiFi-merkið.
„Til að leysa þetta vandamál
væri kjörið að fá sér svokallað
Mesh-kerfi. Mesh-kerfi kemur í
stað netbeinis og samanstendur
yfirleitt af tveimur til þremur
tækjum sem komið er fyrir á
nokkrum stöðum í húsinu þannig
að þau nemi hvert annað. Þau tala
saman og varpa þráðlausa netinu
lengra áfram. Þannig tryggja þau
að þú og tækin þín nái alltaf góðu
þráðlausu netsambandi,“ útskýrir
hún.
Snjallofnastillar
Snjallofnastillar koma í stað hefð-
bundinna ofnastilla og gera það
kleift að stilla hitastig ofnsins
með símanum eða raddstýringu í
gegnum snjallhátalara. Kostirnir
við snjallofnastilla eru fyrst og
fremst þægindi og orkusparnaður
að sögn Dagnýjar. Hægt er að velja
nákvæmt hitastig herbergis og
meira að segja stilla það þannig
að kaldara sé yfir daginn á meðan
fólk er í skóla eða vinnu en hlýrra á
kvöldin þegar allir eru heima.
„Það er líka mögulegt að halda
hitastigi lágu þegar farið er í ferða-
lög, en að það sé komið í eðlilegt
horf um leið og komið er heim.
Þetta getur líka virkað vel fyrir
til dæmis sumarbústaði. Þú getur
hitað hann á leiðinni í bústaðinn
og þá er hann hlýr þegar þú mætir
á staðinn,“ segir hún.
Snjallofnastillar sjá einnig til
þess að pinnar í ofnum festist ekki,
eins og gerist oft. Danfoss gaf á
dögunum út splunkunýtt kerfi,
Ally. Það er nú komið með Zigbee-
stuðning sem opnar möguleikann
á að tengja það inn á hin ýmsu
snjallkerfi.
„Í startpakkanum kemur einn
ofnastillir og tengistöð, svo er
hægt að fá staka ofnastilla til að
bæta við kerfið. Hver tengistöð
styður allt að 32 ofnastilla. Það er
þumalputtaregla þegar kemur að
því að ákveða hvort svona snjall-
ofnastillar virki fyrir þig að þeir
virka á langflesta nýlega ofna en
þeir virka oft ekki á gamla ofna þar
sem ofnastillirinn er staðsettur
niðri við gólf. Þetta er samt ekki
algild regla,“ segir Dagný.
Snjallhátalarar
Snjallhátalari setur slaufu á
snjallheimilið og spilar ekki bara
tónlist, heldur virkar sem miðstöð
fyrir öll snjallkerfi heimilisins
þannig að hægt er að stýra því með
raddskipunum.
„Sem dæmi gætirðu skipað
snjalla iRobot-ryksuguvélmenn-
inu þínu að byrja að ryksuga gólfin
án þess að hætta því sem þú ert
að gera þá stundina. Vinsælustu
raddstýringarkerfin eru Google
Assistant og Amazon Alexa. Bæði
Google og Amazon framleiða sína
eigin hátalara, en aðrir fram-
leiðendur á borð við Sonos, Bose,
Marshall og fleiri bjóða einnig upp
á hátalara sem styðja annaðhvort
eða bæði,“ segir Dagný.
„Þetta eru ekki venjulegir
hátalarar. Þeir eru með innbyggða
hljóðnema sem greina röddina
þína og þó að þeir spili háa tónlist
þá greina þeir raddskipunina í
gegnum það.“
Dagný segir að áhugi á snjall-
vöru hafi aukist mikið á undan-
förnum árum og að það virðist
ekkert lát ætla að verða á því í
bráð.
„Úrvalið á bara eftir að aukast og
það verða sífellt f leiri vörur fáan-
legar í snjallbúningi. Við mælum
með að fólk nálgist heimili sitt á
nýjan hátt og hoppi á snjalllestina.
Starfsfólk ELKO er mjög frótt um
tækin og aðstoðar þig við að finna
lausn sem hentar þínu heimili
best,“ segir Dagný.
Dagný minnir á að það er 30
daga skilafrestur á snjallvörum hjá
ELKO.
„Þú mátt því prófa vöruna og ef
þér líkar hún ekki þá er hægt að
skila henni og fá endurgreitt eða fá
inneignarnótu.“
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 11 F Ö S T U DAG U R 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 SNJALLHEIMILIÐ - FYRSTA HEIMILIÐ