Fréttablaðið - 02.10.2020, Síða 30

Fréttablaðið - 02.10.2020, Síða 30
Ilmandi heimili er heillandi. Lyktin á heimilinu er oft það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar það kemur í heimsókn. Það getur verið erfitt að halda heimilinu algjörlega lyktarlausu en það eru til nokkur einföld ráð til að halda lyktinni ferskri og góðri. Oft kemur vond lykt af íþróttaskóm. Til að bjarga því þá má spreyja þá með þurrsjampói. Að sjóða jurtir og ávexti gefur góða lykt. Best er að sjóða sítrusávexti eins og appelsínur eða sítrónur og bæta við jurtum eins og til dæmis myntu. Gufan dreifir ljúfum ilm um alla íbúð. Pottaplöntur eru líka tilvaldar til að fríska upp á lyktina á heimilinum. Svo má líka búa til lykteyðandi gel úr ilmolíum en á netinu má finna fjölda uppskrifta að því. Ilmandi heimili Verkið í ramman­ um heitir The Vill­ age og er eftir Kristin Má Pálmason. Það er fátt skemmtilegra en að koma inn á heimili þar sem nóg er af fallegri list á veggjunum. Þá er enn betra ef listaverkin koma ekki beint úr rammanum frá Ikea heldur að um sé að ræða eitthvað sem er valið af nostur- semi og næmni. Þannig list segir svo mikið um íbúana og endurspeglar per- sónuleika þeirra á nýjan og skemmti- legan hátt. Svo gleður falleg og vel valin list augað og hefur góð áhrif á sinnið. En list getur verið dýr, enda liggur það í hlutarins eðli. Þegar peningarnir eru af skornum skammti þá er um að gera að skoða eftirprentanir, en víða má finna fallegar eftirprentanir af listaverkum á góðu verði. Þá skemmir ekki fyrir ef listamaðurinn fær eitthvað fyrir sinn snúð. Vefsíðan petitartprints.com var stofnuð fyrr á árinu en um er að ræða listamannarekna sölusíðu á eftir- prentunum. Þar má meðal annars finna gæðaeftirprentanir af listaverkum eftir nítján fjölbreytta listamenn, en stór meirihluti listamannanna eru Íslend- ingar og/eða starfa á Íslandi. Persónuleg list inn á heimilið Gott er að skipulegga vel skápa­ pláss í eldhússkápunum. Reglubundin tiltekt og þrif á heimilinu eykur ánægju og vellíðan heima fyrir. Taka þarf til í eldhússkápum reglulega, henda því sem er fallið á tíma og þvo það sem hefur safnað fitu og ryki. Geymum einungis áhöld og tæki á borðum sem notuð eru daglega. Geymum borðbúnað og áhöld nálægt þar sem það er notað. Skurðarbretti, hnífa og flysjara nálægt ruslafötunni og glös nálægt ísskápnum. Hlutir sem eru notaðir einu sinni á ári, til dæmis í jólabakstri, ættu að vera geymdir í geymslu. Setjum plast- filmu á efri skápa ef þeir ná ekki upp í loft, þá þarf ekki að skrúbba fituna af heldur er einfaldlega skipt um plastfilmu öðru hverju. Notum innanverðar skápahurð- ir til að hengja upp áhöld. Notum staflanlega kassa í geymsluna með innihaldslýsingu, það skiptir sköpum þegar leita þarf. Ef skápar nýtast illa er hægt að kaupa hillu- efni og setja aukahillur í skápana, sem og litlar tréskúffur sem má skrúfa upp undir borðplötur. Heimild: leidbeiningastod.is Heilræði fyrir eldhúsverkin Best er að sjóða sítrusávexti eins og appelsínur eða sítrónur og bæta við jurtum eins og til dæmis myntu. Við lánum þér fyrir fyrstu íbúðinni Það borgar sig að kynna sér vel kjör á íbúðalánum. Við lánum allt að 85% af kaupverði við fyrstu kaup og þú greiðir ekkert lántökugjald. Reiknaðu þitt dæmi á landsbankinn.is. Þú getur alltaf pantað tíma í íbúðalánaráðgjöf. 12 KYNNINGARBLAÐ 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRSTA HEIMILIÐ - HÚSNÆÐISLÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.