Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Síða 3
Hommasj úkdómurinn,
sem gufaði upp
(RKUM
Útgefandi: Samtökin '78
Pósthólf 4166
1 24 Reykjavík.
Ábyrgðarmaður: Helgi Magnússon.
Útlitshönnun: Tómas Hjálmarsson.
Setning og prentun: Offsetprent.
AIDS-umrædan
hefur bitið í skottið á sér
Við lesbíur og hommar höfum
orðið vitni að kyndugum umskipt-
um í fjölmiðlunum í ár. Þau urðu
þegar Morgunblaðið setti í granda-
leysi á forsíðuna hjá sér fyrirsögn-
ina „Allt mannkynið í hættu" 28.
apríl. Fréttin var um nýjustu þekk-
ingu manna á sjúkdóminum AIDS,
en hún er sú að þessi sjúkdómur
geri sér ekki mannamun fremur en
aðrir smitsjúkdómar. Viðbrögð ann-
arra fjölmiðla voru þau að saka
blaðið um að ala á ástæðulausum
ótta, að ýta undir móðursýki!
Spruttu af þessu deilur milli fjöl-
miðlanna, og var meðal annars
skrifaður langur leiðari f Morgun-
blaðið um málið.
í mörg ár hafa íslenskir hommar
orðið að þola það að þá er þeirra
fyrst getið í fjölmiðlum, þá hefur
það verið í þeim tilgangi að ala á
ótta meðal homma og móðursýki
gagnvart hommum meðal almenn-
ings. Látlausar fréttir af AIDS sem
hommasjúkdómi hafa dunið á okk-
ur, fréttir sem hafa verið svo
heimskulegar og fordómafullar að
leit er að hliðstæðu.
Fjölmiðlarnir eru nú algerlega ráð-
villtir hvað varðar AIDS-umræðuna.
Blaðamenn átta sig sumir á því að
eitthvað hefur verið bogið við skrif
þeirra fram að þessu — sumir
skammast sín en aðrir klóra sér í
höfðinu í ráðaleysi. En ekki er því að
heilsa að þeir skilji af hverju þeir
lentu úti á villigötum. Menn skilja
ekki eigin fordóma fyrr en þeir þora
að horfast í augu við þá.
Hér með skorum við lesbíur og
hommar á alla fjölmiðlunarmenn að
skoða rækilega afstöðu sína til okk-
ar eins og hún birtist í umfjöllun
þeirra og umfjöllunarleysi, að skýr-
greina fyrir sjálfum sér á hverju hún
byggist, og skipta um afstöðu reyn-
ist hún ekki standast heilbrigða
skynsemi.
Guðni Baldursson
Það er óneitanlega dálítið fyndin
aðstaða að setja sig niður í maímán-
uði 1985 og skrifa grein um AIDS
og fjölmiðla. Þörfin fyrir að svara
fyrir sig virðist ekki lengur fyrir
hendi.
ísl. fjölmiðlar reyndu af mis-
munandi krafti að gera AIDS að
hommasjúkdómi. Erlendis hafa aft-
urhaldssömustu öflin haldið þeirri
skýringu á lofti að sjúkdómurinn
væri tilkominn vegna reiði Guðs
gamla yfir syndum hommanna. Þó
að flestir fjölmiðlar hafi nú ekki
keypt þessa dellu hráa, má segja að
fréttaflutningur þeirra hafi verið á
sömu lund. Og vissulega var erfitt
að átta sig á eðli AIDS á tímabili.
En eftir að uppgötvanir sýndu að
um veirusjúkdóm er að ræða, héldu
fjölmiðlar uppteknum hætti og
néru okkur upp úr hverri AIDS
fréttinni á fætur annarri. Allar
vöktu þær ótta og hryggð í brjóst-
um okkar.
Nú, í maí 1985 — og það er vor í
lofti — er AIDS ekki lengur kynvill-
ingaplágan mikla! Blað allra lands-
manna skýrir okkur nú svo frá, að
öllu mannkyninu stafi hætta af
þessum sjúkdómi. Fjölmiðlar eru
farnir að gagnrýna sjálfa sig fyrir
að hafa kennt hommum um. For-
ystumenn homma eru kallaðir í við-
töl og spurðir álits. Öllum er að
verða ljós sú staðreynd, að tilviljun
ein réði því að hommar í stórborg-
um Bandaríkjanna smituðust fyrst
en ekki einhverjir aðrir hópar vegna
landfræðilegra og félagslegra for-
sendna.
Það liggur við að maður hrópi
húrra og segi jafnframt: Þetta er
gott á helvítis pakkið! Nú fær það
að finna fyrir óttanum og niðurlæg-
ingunni, sem við höfum barist við.
Nei, ekki niðurlægingunni. Um leið
og hinn gagnkynhneigði meirihluti
var orðinn að ,,áhættuhópi“ hvarf
hún. AIDS er orðinn lögmætur
sjúkdómur.
En auðvitað er mannkynið ekkert
pakk og ekki við hinn almenna
mann að sakast. Þess vegna dreg ég
þau orð mín til baka.
En lærum af reynslunni. Þótt
AIDS sé einn magnaðasti seiðurinn,
sem efldur hefur verið gegn okkur,
þá er hann aðeins nýtt afbrigði í nei-
kvæðri afstöðu til homma og lesb-
ía. Við þekkjum mörg önnur af-
brigði úr sögu okkar og hvunndegi;
ofsóknir á atvinnu- og húsnæðis-
markaði; ofbeldi orðanna; líkam-
legt ofbeldi. Svo mætti lengi telja.
Eina leiðin til varnar er að styrkja
frelsisbaráttu okkar og sjálfsvirð-
ingu.
Það er að rofa til í svartnættinu
eftir síðustu atlögu. Réttsýnir menn
eru að ná áttum, gjarnan með
slæma samvisku. Hinir illgjörnu
standa upp sem dagaðir þursar, til
athlægis og ómerkir orða sinna.
Beinum athygli fólks að þeim, en
njótum þess jafnframt, að úti bíður
vorið.
Einar Þorleifsson