Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 12

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 12
Upphaflega átti þetta greinarkorn að vera um lesbíumúsík, en þegar til átti að taka lágu upplýsingar um hana ekki á glám- bekk, hvað þá músíkin sjálf. Að vísu eru starfandi hljómsveitir mannaðar lesbískum konum í Skandinavíu, víðar á megin- landi Evrópu, í Bretlandi og henni Ameríku, en ekki hafa þær orðið heimsfrægar og eins og alþjóð veit komast ófrægari skemmtikraftar en heims- ekki inn fyrir landhelgi vora. Öðru máli gegnir um hommamúsík. Hún hefur bók- staflega tröllriðið poppvinsældalistum heims síðastliðið ár og sannast þar hið fornkveðna, að karlmenn eru afskaplega dug- legir að ota sínum tota ... og þá jafnframt að lesbískar konur eru engar karlkonur eins og ófróðir menn (vilja) halda, heldur jafn óduglegar og heterósexúal systur þeirra að berjast fyrir kynferði sínu eða auglýsa það. Hins vegar hlýtur þessi feimni að rjátlast af og lesbískar konur jafnvel að brýna raustina svo eftir verði tekið í poppbransanum í kjölfar þeirrar kvenfram- sóknar sem orðið hefur undanfarið í þessum mikla karl(rembu)bissness. Sem sagt, hommar hafa verið mjög áberandi í poppmúsík undanfarið ár. Meira að segja er líklegt að hljóm- sveitin Frankie goes to Hollywood, þar sem tveir mest áberandi meðlim- irnir eru hommar, þeir Paul Ruther- ford og Holly Johnson, verði talin eftirminnilegasta hljómsveitin, sem fram kom á 8. áratugnum. Að vísu ganga þær sögur fjöllunum hærra að þeir væru ekkert án upptökugaldra- mannsins Trevors Horn, en þeir hafa ekkert við slíkar athugasemdir að athuga: ,,Við kærum okkur ekkert um að vera án hans. Báðir aðilar eru mjög ánægðir með samstarfið. Annars má kannski geta þess að við vorum með mörg laganna á plötunni Welcome to the Pleasure Dome á prógrammi okkar áður en við hittum Trevor Horn.” Og það má kannski bæta því við, ágæti Frankie goes to Hollywood til áréttingar, að þeir fá rífandi góða dóma fyrir frammistöðu sína á hljómleikum: fyrir músíkina, frumlegheitin, skemmtilegheitin, geð- þekka ósvífnina og/eða „dónaskap- inn”. Þeir eiga líka söluhæstu smá- skifuna 1984, Relax, en myndbandið henni fylgjandi var víða bannað — þótti gróflega (hómó)kynferðislegt. Þeir sem eru alvarlega þenkjandi — og þar af leiðandi leiðinlegri — eru líklega ósammála því að Frankie goes to Hollywood sé merkilegri eða eftirminnilegri hljómsveit en músík- smiðirnir með textasmiðinn Paul Morrisey í broddi fylkingar, The Smiths. Þeir hafa flutt einmanalega en kröftuga ástarsöngva um ástar- sambönd homma en láta þar að auki allt mannúðlegt til sín taka — einnig dýrúðlegt eins og nýjasta breiðskífa þeirra vitnar um. Meat is Murder heitir hún og þar er að jöfnu lagt mannadráp og dýra-. * Frankie goes to Hollywood: ,,Það eru fleiri heterósexúal en hómósexúal í hljómsveitinni okkar”, segir Holly Johnson (sá með sólgleraugun). Paul Rutherford er lengst til vinstri á myndinni. Smiths eru ólíkir öðrum hljóm- sveitum í poppinu í dag, ekki bara fyrir að vera hommar, heldur vegna þess að þeir hafna öllu glysi og prjáli í sambandi við útlit sitt, sviðsfram- komu og auglýsingar og hafa t.d. aldrei látið gera myndband með lög- um sínum. Þeir eru fjórir hvunndags- klæddir, meðvitaðir, alvarlegir, greindir og nokkuð reiðir ungir menn, sem finnst þeir verða að hafa tilgang með hljómsveit sinni og boðskap að flytja, og hafa uppskorið vinsældir bæði ,,neðan-“ og ,,ofanjarðar“ í heimalandi sínu Bretlandi og hróður þeirra berst æ víðar um heim. Ekkert þreytumerki er á þeim að finna og eru þeir þó afkastamesta hljómsveit plötuvís sem ég veit um á jafn

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.